Okkar samfélag – Uppbygging í Garðabæ sem allir njóta Guðjón Pétur Lýðsson skrifar 8. maí 2022 19:30 Ég vil byrja á að óska Garðabæ til hamingju með glænýtt fjölnota íþróttahús, Miðgarð. Þetta flotta hús mun auka til muna þau gæði sem hægt er að bjóða bæjarbúum og íþróttafélögum bæjarins. Hús sem allir eiga að nýta og er upphafið að framtíðarsvæði Stjörnunnar. Nú er vonandi hægt að einblína á aðra innviði í sveitarfélaginu og klára framkvæmdir við það sem hefur svo sannarlega setið á hakanum, samanber Urriðaholtsskóla. Við hjá Garðabæjarlistanum höfum ítrekað hvatt meirihlutann til að flýta framkvæmdum í Urriðaholti en það hefur engan veginn verið í forgangi líkt og dæmin sanna, engu líkara en að það sé viljandi gert að láta hverfið byggjast þannig upp að allt verði klárað fyrir utan grunnþjónustuna t.d. göngustígar, leiksvæði, skólar og leikskólar, aðgengi að íþróttasvæði Stjörnunnar svo eitthvað sé nefnt. Bærinn hefur tekið þá stefnu að byggja bráðabirgðarhúsnæði í kringum grunn- og leikskólana okkar, sem skilur eftir lítið framtíðarverðmæti eftir fyrir sveitarfélagið. Þess í stað fara allir þeir fjármunir til þess aðila sem leigir sveitarfélaginu þær byggingar. Eftir standa gáma- og kofabyggðir. Þannig hefur skólinn í Urriðaholti, sem var forhannaður og búið var að skipuleggja, aðeins verið byggður upp að litlu leyti. Ef meirihlutinn vill koma með það mótsvar, sem ég hef reyndar heyrt og bæjarstjóri nefndi á íbúafundi bæði hér í okkar hverfi og á fundi á Álftanesi, að þegar hverfi eldast verði allt í einu mun minna af börnum þar: Halda þessi rök vatni? Hver er staðan í þeim skólum sem voru eru byggðir upp í eldri hverfum í sveitarfélaginu? Þeir skólar standa ekki tómir í dag og að auki hafa bráðabirgðakofar staðið við þá nánast alla tíð. Ég verð þakklátur fyrir það ef yngsta barnið mitt nær að upplifa að skólinn, íþróttahúsið og sundlaugin verði fullbyggð í Urriðaholti. Hnoðraholtið mun fara í mikla uppbyggingu á næstu árum. Það mun laða að sér svipaða íbúasamsetningu og er í Urriðaholti. Mikið af ungu fjölskyldufólki mun kappkosta við að byggja sér framtíðarheimili í vel staðsettu hverfi þar sem stutt er í stofnbrautir, náttúruna og íþróttaaðstöðu. Við þurfum að læra af reynslunni og klára innviðina tímanlega. Að lokum langar mig að fjalla aðeins um Álftanesið mitt. Þar er búið að skipuleggja mikla þéttingu byggðar og þar er nauðsynlegt að tryggja uppbyggingu á grunn- og leikskólum til að mæta aukningu íbúafjölda. Einnig þarf að tryggja að aðstaða fyrir íþróttir og aðra félagsstarfsemi verði til fyrirmyndar. Íþróttahúsið er komið í ágætis ástand og með uppsetning flóðljósa á aðalvöll hefur aðstaðan tekið stakkaskiptum. Aftur á móti þarf að bæta aðstöðu fyrir áhorfendur og væri stórkostlegt ef útbúinn yrði annar völlur við hlið íþróttahússins. Ég óttast það að ef ekki verður farið í uppbyggingu þessara innviða strax muni sagan úr Urriðaholti endurtaka sig. Staðan í dag er sú að í skólanum er lítið rými fyrir fjölgun nemenda, aðstaða fyrir utan skólann fyrir útiveru er langt frá þeim kröfum sem íbúar gera. Það væri óskandi að farið væri sem allra fyrst í framkvæmdir við körfuboltavöll og battavöll í nálægð við skólann og að byggt væri upp sambærilegt leiksvæði og er við Flataskóla og Sjálandsskóla. Höfundur er í 4. sæti á Garðabæjarlistanum, X-G. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á að óska Garðabæ til hamingju með glænýtt fjölnota íþróttahús, Miðgarð. Þetta flotta hús mun auka til muna þau gæði sem hægt er að bjóða bæjarbúum og íþróttafélögum bæjarins. Hús sem allir eiga að nýta og er upphafið að framtíðarsvæði Stjörnunnar. Nú er vonandi hægt að einblína á aðra innviði í sveitarfélaginu og klára framkvæmdir við það sem hefur svo sannarlega setið á hakanum, samanber Urriðaholtsskóla. Við hjá Garðabæjarlistanum höfum ítrekað hvatt meirihlutann til að flýta framkvæmdum í Urriðaholti en það hefur engan veginn verið í forgangi líkt og dæmin sanna, engu líkara en að það sé viljandi gert að láta hverfið byggjast þannig upp að allt verði klárað fyrir utan grunnþjónustuna t.d. göngustígar, leiksvæði, skólar og leikskólar, aðgengi að íþróttasvæði Stjörnunnar svo eitthvað sé nefnt. Bærinn hefur tekið þá stefnu að byggja bráðabirgðarhúsnæði í kringum grunn- og leikskólana okkar, sem skilur eftir lítið framtíðarverðmæti eftir fyrir sveitarfélagið. Þess í stað fara allir þeir fjármunir til þess aðila sem leigir sveitarfélaginu þær byggingar. Eftir standa gáma- og kofabyggðir. Þannig hefur skólinn í Urriðaholti, sem var forhannaður og búið var að skipuleggja, aðeins verið byggður upp að litlu leyti. Ef meirihlutinn vill koma með það mótsvar, sem ég hef reyndar heyrt og bæjarstjóri nefndi á íbúafundi bæði hér í okkar hverfi og á fundi á Álftanesi, að þegar hverfi eldast verði allt í einu mun minna af börnum þar: Halda þessi rök vatni? Hver er staðan í þeim skólum sem voru eru byggðir upp í eldri hverfum í sveitarfélaginu? Þeir skólar standa ekki tómir í dag og að auki hafa bráðabirgðakofar staðið við þá nánast alla tíð. Ég verð þakklátur fyrir það ef yngsta barnið mitt nær að upplifa að skólinn, íþróttahúsið og sundlaugin verði fullbyggð í Urriðaholti. Hnoðraholtið mun fara í mikla uppbyggingu á næstu árum. Það mun laða að sér svipaða íbúasamsetningu og er í Urriðaholti. Mikið af ungu fjölskyldufólki mun kappkosta við að byggja sér framtíðarheimili í vel staðsettu hverfi þar sem stutt er í stofnbrautir, náttúruna og íþróttaaðstöðu. Við þurfum að læra af reynslunni og klára innviðina tímanlega. Að lokum langar mig að fjalla aðeins um Álftanesið mitt. Þar er búið að skipuleggja mikla þéttingu byggðar og þar er nauðsynlegt að tryggja uppbyggingu á grunn- og leikskólum til að mæta aukningu íbúafjölda. Einnig þarf að tryggja að aðstaða fyrir íþróttir og aðra félagsstarfsemi verði til fyrirmyndar. Íþróttahúsið er komið í ágætis ástand og með uppsetning flóðljósa á aðalvöll hefur aðstaðan tekið stakkaskiptum. Aftur á móti þarf að bæta aðstöðu fyrir áhorfendur og væri stórkostlegt ef útbúinn yrði annar völlur við hlið íþróttahússins. Ég óttast það að ef ekki verður farið í uppbyggingu þessara innviða strax muni sagan úr Urriðaholti endurtaka sig. Staðan í dag er sú að í skólanum er lítið rými fyrir fjölgun nemenda, aðstaða fyrir utan skólann fyrir útiveru er langt frá þeim kröfum sem íbúar gera. Það væri óskandi að farið væri sem allra fyrst í framkvæmdir við körfuboltavöll og battavöll í nálægð við skólann og að byggt væri upp sambærilegt leiksvæði og er við Flataskóla og Sjálandsskóla. Höfundur er í 4. sæti á Garðabæjarlistanum, X-G.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar