Sögulegt ávarp Selenskís á Alþingi Tryggvi Páll Tryggvason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 6. maí 2022 13:30 Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, er fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem flytur ávarp í þingsal Alþingis. Vísir/Vilhelm Það var söguleg stund á Alþingi á eftir þegar Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu ávarpaði Alþingi og íslensku þjóðina. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp á Alþingi. Þingfundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Horfa má á upptökur úr henni hér að neðan. Fréttastofa lýsti athöfninni einnig í beinni textalýsingu, sem nálgast má neðst í þessari frétt. Selenskí, sem stendur í ströngu sem forseti Úkraínu við að verjast innrás Rússa, hefur að undaförnu ávarpað fjölda þjóðþinga og samkomur á vegum Alþjóðastofnana þar sem hann hefur óskað eftir aðstoð vegna innrásar Rússa og aflað stuðnings við málstað Úkraínu. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, stýrði þessari sérstöku athöfn í sal Alþingis og talaði í upphafi athafnarinnar. Þá mælti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, nokkur orð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Síðan tók Selenskí til máls. Að loknu ávarpi Selenskís ávarpaði forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forseta Úkraínu og úkraínsku þjóðina. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag útskýrði Birgir hvað væri svona sögulegt við ávarp Úkraínuforseta. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ sagði Birgir.
Þingfundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Horfa má á upptökur úr henni hér að neðan. Fréttastofa lýsti athöfninni einnig í beinni textalýsingu, sem nálgast má neðst í þessari frétt. Selenskí, sem stendur í ströngu sem forseti Úkraínu við að verjast innrás Rússa, hefur að undaförnu ávarpað fjölda þjóðþinga og samkomur á vegum Alþjóðastofnana þar sem hann hefur óskað eftir aðstoð vegna innrásar Rússa og aflað stuðnings við málstað Úkraínu. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, stýrði þessari sérstöku athöfn í sal Alþingis og talaði í upphafi athafnarinnar. Þá mælti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, nokkur orð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Síðan tók Selenskí til máls. Að loknu ávarpi Selenskís ávarpaði forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forseta Úkraínu og úkraínsku þjóðina. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag útskýrði Birgir hvað væri svona sögulegt við ávarp Úkraínuforseta. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ sagði Birgir.
Innrás Rússa í Úkraínu Alþingi Úkraína Utanríkismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels