Sögulegt ávarp Selenskís á Alþingi Tryggvi Páll Tryggvason og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 6. maí 2022 13:30 Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, er fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem flytur ávarp í þingsal Alþingis. Vísir/Vilhelm Það var söguleg stund á Alþingi á eftir þegar Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu ávarpaði Alþingi og íslensku þjóðina. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp á Alþingi. Þingfundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Horfa má á upptökur úr henni hér að neðan. Fréttastofa lýsti athöfninni einnig í beinni textalýsingu, sem nálgast má neðst í þessari frétt. Selenskí, sem stendur í ströngu sem forseti Úkraínu við að verjast innrás Rússa, hefur að undaförnu ávarpað fjölda þjóðþinga og samkomur á vegum Alþjóðastofnana þar sem hann hefur óskað eftir aðstoð vegna innrásar Rússa og aflað stuðnings við málstað Úkraínu. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, stýrði þessari sérstöku athöfn í sal Alþingis og talaði í upphafi athafnarinnar. Þá mælti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, nokkur orð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Síðan tók Selenskí til máls. Að loknu ávarpi Selenskís ávarpaði forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forseta Úkraínu og úkraínsku þjóðina. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag útskýrði Birgir hvað væri svona sögulegt við ávarp Úkraínuforseta. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ sagði Birgir.
Þingfundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Horfa má á upptökur úr henni hér að neðan. Fréttastofa lýsti athöfninni einnig í beinni textalýsingu, sem nálgast má neðst í þessari frétt. Selenskí, sem stendur í ströngu sem forseti Úkraínu við að verjast innrás Rússa, hefur að undaförnu ávarpað fjölda þjóðþinga og samkomur á vegum Alþjóðastofnana þar sem hann hefur óskað eftir aðstoð vegna innrásar Rússa og aflað stuðnings við málstað Úkraínu. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, stýrði þessari sérstöku athöfn í sal Alþingis og talaði í upphafi athafnarinnar. Þá mælti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, nokkur orð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Síðan tók Selenskí til máls. Að loknu ávarpi Selenskís ávarpaði forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forseta Úkraínu og úkraínsku þjóðina. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag útskýrði Birgir hvað væri svona sögulegt við ávarp Úkraínuforseta. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ sagði Birgir.
Innrás Rússa í Úkraínu Alþingi Úkraína Utanríkismál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira