Skattahækkun um bakdyrnar Þórður Gunnarsson skrifar 6. maí 2022 10:16 Meirihlutinn í Reykjavík hefur látið hjá líða að stuðla að nægilega mikilli húsnæðisuppbyggingu innan borgarmarkanna. Fulltrúar meirihlutans gera hlálegar tilraunir til þess skreyta sig með tölfræði um húsnæðisuppbyggingu borgarinnar í methæðum. En allir sjá að ekki hefur verið nóg gert. Lítið af eignum er til sölu og fasteignaverð hefur rokið upp úr öllu valdi. Húsnæðisvandinn í Reykjavík snýr að framboði. Framboð fasteigna hefur minnkað í Reykjavík, einkum vegna einstrengingslegrar stefnu um þéttingu byggðar. Þétting byggðar er góðra gjalda verð og hagkvæm. En í hagkerfi sem vex jafn hratt og Ísland er ekki nóg að föndra við uppbyggingu fjölbýlishúsa meðfram umferðaræðum. Það eru ekki bara fyrstu fasteignakaupendur sem þjást fyrir stefnu meirihlutans. Allir Reykvíkingar finna fyrir þéttingarstefnu borgarmeirihlutans. Þegar framboð húsnæðis dregst saman sem raun ber vitni, þá hækkar fasteignamat eigna meira en ella. Reykjavíkurborg hefur haldið fasteignagjöldum óbreyttum um langa hríð. Þar af leiðandi eykst skattbyrði fasteignaeigenda. Óbreytt álagningarprósenta fasteignagjalda er því skattahækkun sem laumað er inn bakdyramegin, en fasteignamat í Reykjavík hefur hækkað um tugi prósenta á undanförnum árum. Með því að draga lappirnar við stuðla að auknu framboði húsnæðis, er Reykjavíkurborg að hækka skatta á alla Reykvíkinga. Sjálfstæðisflokkurinn vill frysta krónutölu fasteignagjalda. Ef meirihlutinn heldur völdum munu allir Reykvíkingar því þurfa að borga hærri fasteignaskatta á næsta ári. Höfundur er hagfræðingur og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Þórður Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík hefur látið hjá líða að stuðla að nægilega mikilli húsnæðisuppbyggingu innan borgarmarkanna. Fulltrúar meirihlutans gera hlálegar tilraunir til þess skreyta sig með tölfræði um húsnæðisuppbyggingu borgarinnar í methæðum. En allir sjá að ekki hefur verið nóg gert. Lítið af eignum er til sölu og fasteignaverð hefur rokið upp úr öllu valdi. Húsnæðisvandinn í Reykjavík snýr að framboði. Framboð fasteigna hefur minnkað í Reykjavík, einkum vegna einstrengingslegrar stefnu um þéttingu byggðar. Þétting byggðar er góðra gjalda verð og hagkvæm. En í hagkerfi sem vex jafn hratt og Ísland er ekki nóg að föndra við uppbyggingu fjölbýlishúsa meðfram umferðaræðum. Það eru ekki bara fyrstu fasteignakaupendur sem þjást fyrir stefnu meirihlutans. Allir Reykvíkingar finna fyrir þéttingarstefnu borgarmeirihlutans. Þegar framboð húsnæðis dregst saman sem raun ber vitni, þá hækkar fasteignamat eigna meira en ella. Reykjavíkurborg hefur haldið fasteignagjöldum óbreyttum um langa hríð. Þar af leiðandi eykst skattbyrði fasteignaeigenda. Óbreytt álagningarprósenta fasteignagjalda er því skattahækkun sem laumað er inn bakdyramegin, en fasteignamat í Reykjavík hefur hækkað um tugi prósenta á undanförnum árum. Með því að draga lappirnar við stuðla að auknu framboði húsnæðis, er Reykjavíkurborg að hækka skatta á alla Reykvíkinga. Sjálfstæðisflokkurinn vill frysta krónutölu fasteignagjalda. Ef meirihlutinn heldur völdum munu allir Reykvíkingar því þurfa að borga hærri fasteignaskatta á næsta ári. Höfundur er hagfræðingur og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar