Hin árlega eftirvænting fyrir sýningu Hildar Yeoman Helgi Ómarsson skrifar 6. maí 2022 11:30 In Bloom - Hildur Yeoman Saga Sig Það er óhætt að segja að það er alltaf eftirvænting hvað Hildur Yeoman töfrar upp ári hverju en hún hefur staðfest sig harkalega í íslenska hönnunargeirann með spennandi nálgun á tískusýningar. Við sem höfum farið á tískusýningu hjá Hildi Yeoman vitum að það er varla hægt að ganga frá sýningu og vera ekki brosandi. Helst poppa eina kampavínsflösku og enda dansandi einhversstaðar í glimmergleði. View this post on Instagram A post shared by Yeoman (@yeoman_reykjavik) Það einkennir svolítið Hildi og hennar hugarheim og hvernig hún velur að kynna hönnun sína. Við ákváðum að taka stöðunni á henni á sólríkum sýningardegi. In Bloom - Hildur YeomanSaga Sig Hvað eigum við von á að sjá á sýningunni þinni á HönnunarMars 2022? Það verður fullt af gleði og stuði, enda tvö frekar þrotuð ár að baki hjá flestum og tími til þess að hafa gaman. Þú hefur alltaf lagt áherslu á upplifun og gleði í sýningunum þínum, er einhver sérstök hugsun á bakvið það? Mér finnst bara mjög gaman að hafa gaman! Við erum að prufa smá nýja nálgun á sýningunni í dag, ég er spennt að sjá hvernig það mun heppnast. En ég lofa að þig mun langa að dansa á einhverjum tímapunkti. Hvaða innblástur var ríkjandi í þessari nýju línu? Fyrir okkur er þetta sumar nýtt upphaf. Þetta er mikil partýlína og við erum mjög innblásnar af kúnnunum okkar og hvað þeir verða að gera í sumar. Við sáum fyrir okkur mismunandi sumarævintýri, villt sumarpartý, ferðalög til fjarlægra landa hvort sem það er á festivöl eða á heitar strendur. Svo öll ævintýrin sem bjartar nætur bjóða uppá á Íslandi. Þetta er litríkt og glaðlegt, það er mikið af fallegum glitrandi kjólum og skvísu settum. Svo er að koma lína af nýjum sundbolum. Það er eitthvað fyrir konur af öllum stærðum og gerðum. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur hjá Hildi Yeoman. In Bloom - Hildur YeomanSaga Sig Hvenær eiga neytendur von á að geta nælt sér í flíkur úr þessari línu? Línan er komin í Yeoman á Laugavegi 7 og á einnig á netverslun okkar. Eitthvað að lokum? Við mælum með að mæta tímanlega í kvöld, sýningin hefst klukkan 20 í höfuðstöðinni og við viljum að fólk gangi beint inn í upplifunina. Hlökkum til að sjá ykkur! Sýningin hennar In Bloom mun vakna til lífsins í kvöld í Höfuðstöðinni á Rafstöðvarvegi kl. 20:00. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022. HönnunarMars Tíska og hönnun Menning Verslun Tengdar fréttir HönnunarMars settur í Hörpu með lúðrablæstri Hátíðin, sem í ár fer fram í fjórtánda sinn, var sett með pompi og prakt í Hörpu í gær. Hátíðina settu Þórey Einarsdóttir, stjórnanda HönnunarMars, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. 5. maí 2022 21:31 #íslenskflík: Saga 66°Norður stöðugur innblástur Rakel Sólrós Jóhannsdóttir er partur af hönnunarteymi 66°Norður og er annar viðmælandinn í #Íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 5. maí 2022 21:00 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Við sem höfum farið á tískusýningu hjá Hildi Yeoman vitum að það er varla hægt að ganga frá sýningu og vera ekki brosandi. Helst poppa eina kampavínsflösku og enda dansandi einhversstaðar í glimmergleði. View this post on Instagram A post shared by Yeoman (@yeoman_reykjavik) Það einkennir svolítið Hildi og hennar hugarheim og hvernig hún velur að kynna hönnun sína. Við ákváðum að taka stöðunni á henni á sólríkum sýningardegi. In Bloom - Hildur YeomanSaga Sig Hvað eigum við von á að sjá á sýningunni þinni á HönnunarMars 2022? Það verður fullt af gleði og stuði, enda tvö frekar þrotuð ár að baki hjá flestum og tími til þess að hafa gaman. Þú hefur alltaf lagt áherslu á upplifun og gleði í sýningunum þínum, er einhver sérstök hugsun á bakvið það? Mér finnst bara mjög gaman að hafa gaman! Við erum að prufa smá nýja nálgun á sýningunni í dag, ég er spennt að sjá hvernig það mun heppnast. En ég lofa að þig mun langa að dansa á einhverjum tímapunkti. Hvaða innblástur var ríkjandi í þessari nýju línu? Fyrir okkur er þetta sumar nýtt upphaf. Þetta er mikil partýlína og við erum mjög innblásnar af kúnnunum okkar og hvað þeir verða að gera í sumar. Við sáum fyrir okkur mismunandi sumarævintýri, villt sumarpartý, ferðalög til fjarlægra landa hvort sem það er á festivöl eða á heitar strendur. Svo öll ævintýrin sem bjartar nætur bjóða uppá á Íslandi. Þetta er litríkt og glaðlegt, það er mikið af fallegum glitrandi kjólum og skvísu settum. Svo er að koma lína af nýjum sundbolum. Það er eitthvað fyrir konur af öllum stærðum og gerðum. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur hjá Hildi Yeoman. In Bloom - Hildur YeomanSaga Sig Hvenær eiga neytendur von á að geta nælt sér í flíkur úr þessari línu? Línan er komin í Yeoman á Laugavegi 7 og á einnig á netverslun okkar. Eitthvað að lokum? Við mælum með að mæta tímanlega í kvöld, sýningin hefst klukkan 20 í höfuðstöðinni og við viljum að fólk gangi beint inn í upplifunina. Hlökkum til að sjá ykkur! Sýningin hennar In Bloom mun vakna til lífsins í kvöld í Höfuðstöðinni á Rafstöðvarvegi kl. 20:00. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars Tíska og hönnun Menning Verslun Tengdar fréttir HönnunarMars settur í Hörpu með lúðrablæstri Hátíðin, sem í ár fer fram í fjórtánda sinn, var sett með pompi og prakt í Hörpu í gær. Hátíðina settu Þórey Einarsdóttir, stjórnanda HönnunarMars, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. 5. maí 2022 21:31 #íslenskflík: Saga 66°Norður stöðugur innblástur Rakel Sólrós Jóhannsdóttir er partur af hönnunarteymi 66°Norður og er annar viðmælandinn í #Íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 5. maí 2022 21:00 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
HönnunarMars settur í Hörpu með lúðrablæstri Hátíðin, sem í ár fer fram í fjórtánda sinn, var sett með pompi og prakt í Hörpu í gær. Hátíðina settu Þórey Einarsdóttir, stjórnanda HönnunarMars, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. 5. maí 2022 21:31
#íslenskflík: Saga 66°Norður stöðugur innblástur Rakel Sólrós Jóhannsdóttir er partur af hönnunarteymi 66°Norður og er annar viðmælandinn í #Íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 5. maí 2022 21:00