Helena sýndi sokkinn frá Keflavík í Bestu mörkunum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2022 12:30 Helena Ólafsdóttir með sokkinn sem hún fékk sendan sérstaklega frá Keflavík. S2 Sport Kvennalið Keflavíkur hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu sinni í fyrstu tveimur umferðum Bestu deildar kvenna en liðið er á toppnum með sex stig og markatöluna 5-0 eftir leiki við KR og Breiðablik. Í viðtalinu eftir 1-0 sigur á Blikum þá dró Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, sokk upp úr vasanum. „Þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk,“ sagði Gunnar sigurreifur. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterkt lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Bestu mörkin sýndu viðtalið og skiptu svo yfir í myndverið. „Sokkurinn er í húsi og við geymum hann,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, og sýndi áhorfendum sokkinn. „Ég tek við þessu og við spyrjum síðan bara að leikslokum. Ég hef fulla trú á ykkur Keflvíkingar og bara takk fyrir sendinguna,“ sagði Helena. Keflavíkurkonurnar Dröfn Einarsdóttir og Kristrún Ýr Holm mættu í upphitunarþáttinn fyrir aðra umferðina og voru þá fullvissar að þær myndu vinnu Breiðablik 1-0 sem og gerðist. „Þær voru bara alveg með þetta. Þær voru svo ákveðnar í sinni spá að ég ákvað bara leyfa þeim að spá og sagði ekki orð um þennan leik. Kannski sem betur fer því ég á alveg part af þessum sokk,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta var virkilega vel gert hjá þeim. Þær taka fjögur stig á móti Blikum í fyrra og ég var að grínast með þessa Keflavíkurgrýlu fyrir Blika. Einhvern veginn fara þær að þessu,“ sagði Mist. Það má sjá Helenu, Mist og Margréti Láru Viðarsdóttur fara yfir frammistöðu Keflavíkurliðsins í myndbandinu hér fyrir neðan. Þær ræddu líka Blikana og vonbrigði þeirra að nýta sér ekki fjölda færa í leiknum í Keflavík. Klippa: Bestu mörk kvenna: Frammistaða Keflavíkurliðsins á móti Breiðabliki Besta deild kvenna Keflavík ÍF Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Í viðtalinu eftir 1-0 sigur á Blikum þá dró Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, sokk upp úr vasanum. „Þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk,“ sagði Gunnar sigurreifur. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterkt lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Bestu mörkin sýndu viðtalið og skiptu svo yfir í myndverið. „Sokkurinn er í húsi og við geymum hann,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, og sýndi áhorfendum sokkinn. „Ég tek við þessu og við spyrjum síðan bara að leikslokum. Ég hef fulla trú á ykkur Keflvíkingar og bara takk fyrir sendinguna,“ sagði Helena. Keflavíkurkonurnar Dröfn Einarsdóttir og Kristrún Ýr Holm mættu í upphitunarþáttinn fyrir aðra umferðina og voru þá fullvissar að þær myndu vinnu Breiðablik 1-0 sem og gerðist. „Þær voru bara alveg með þetta. Þær voru svo ákveðnar í sinni spá að ég ákvað bara leyfa þeim að spá og sagði ekki orð um þennan leik. Kannski sem betur fer því ég á alveg part af þessum sokk,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Þetta var virkilega vel gert hjá þeim. Þær taka fjögur stig á móti Blikum í fyrra og ég var að grínast með þessa Keflavíkurgrýlu fyrir Blika. Einhvern veginn fara þær að þessu,“ sagði Mist. Það má sjá Helenu, Mist og Margréti Láru Viðarsdóttur fara yfir frammistöðu Keflavíkurliðsins í myndbandinu hér fyrir neðan. Þær ræddu líka Blikana og vonbrigði þeirra að nýta sér ekki fjölda færa í leiknum í Keflavík. Klippa: Bestu mörk kvenna: Frammistaða Keflavíkurliðsins á móti Breiðabliki
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira