Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2022 22:14 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Kenneth Ferriera Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að her Bandaríkjanna gæti skotið eldflaugum á Mexíkó. Þannig væri hægt að þurrka út fíkniefnaframleiðendur Mexíkó og verksmiðjur þeirra. Þetta segir Esper í nýrri bók og segir hann að Trump hafi sagt að mögulegt væri að halda þessum eldflaugaárásum leyndum. Samkvæmt Esper var þetta árið 2020 og sagði hann að allir í herberginu hefðu verið gáttaðir vegna þessarar uppástungu, sem vert er að taka fram að ekkert varð af. Trump mun hafa spurt Esper minnst tvisvar sinnum hvort þetta væri ekki hægt og sagði forsetinn ástæðuna vera að Mexíkóar hefðu ekki stjórn á landi þeirra. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari. Segir Trump samviskulausan og sjálfselskan Bók Espers verður gefin út í næstu viku en New York Times hefur eftir honum að honum hafi fundist hann vera að skrifa samtímasögu Bandaríkjanna. Einnig er haft eftir honum að Trump ætti ekki að vera í valdastöðu vegna þess að hann væri samviskulaus og sjálfselskur. Sjá einnig: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Hann segir að eftir að Trump var sýknaður af ákæru fyrir embættisbrot í fyrra skiptið hafi hann hagað sér eins og engin bönd væru á honum. Allar hans ákvarðanir í embætti hafi snúist um endurkjör hans. Spurði hvort hægt væri að skjóta mótmælendur Eftir umfangsmikil mótmæli víða um Bandaríkin í kjölfar morðs lögregluþjóna á George Floyd, segir Esper að Trump hafi lagt til að senda tíu þúsund hermenn á götur Washington DC til að stöðva mótmæli. „Getið þið ekki bara skotið þau?“ er Trump sagður hafa spurt um mótmælendur. Esper fer einnig hörðum orðum um Stephen Miller, sem var áhrifamikill ráðgjafi Trumps. hann segir Miller hafa einu sinni lagt til að senda 250 þúsund hermenn að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó vegna flótta- og farandfólks sem átti að vera á leiðinni til Bandaríkjanna. Esper sagði Bandaríkin ekki geta sent 250 þúsund hermenn í „svoleiðis vitleysu“. Vildi dýfa höfði Baghdadis í svínsblóð Ráðherrann fyrrverandi segir að þegar verið var að fylgjast með árásinni þar sem Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp, hafi Miller lagt til að hermenn tækju höfuð leiðtoga Íslamska ríkisins svo hægt væri að dýfa því í svínsblóð og sína opinberlega til að draga móðinn úr öðrum hryðjuverkamönnum. Esper segist hafa bent Miller á að slíkt væri stríðsglæpur. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Þetta segir Esper í nýrri bók og segir hann að Trump hafi sagt að mögulegt væri að halda þessum eldflaugaárásum leyndum. Samkvæmt Esper var þetta árið 2020 og sagði hann að allir í herberginu hefðu verið gáttaðir vegna þessarar uppástungu, sem vert er að taka fram að ekkert varð af. Trump mun hafa spurt Esper minnst tvisvar sinnum hvort þetta væri ekki hægt og sagði forsetinn ástæðuna vera að Mexíkóar hefðu ekki stjórn á landi þeirra. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari. Segir Trump samviskulausan og sjálfselskan Bók Espers verður gefin út í næstu viku en New York Times hefur eftir honum að honum hafi fundist hann vera að skrifa samtímasögu Bandaríkjanna. Einnig er haft eftir honum að Trump ætti ekki að vera í valdastöðu vegna þess að hann væri samviskulaus og sjálfselskur. Sjá einnig: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Hann segir að eftir að Trump var sýknaður af ákæru fyrir embættisbrot í fyrra skiptið hafi hann hagað sér eins og engin bönd væru á honum. Allar hans ákvarðanir í embætti hafi snúist um endurkjör hans. Spurði hvort hægt væri að skjóta mótmælendur Eftir umfangsmikil mótmæli víða um Bandaríkin í kjölfar morðs lögregluþjóna á George Floyd, segir Esper að Trump hafi lagt til að senda tíu þúsund hermenn á götur Washington DC til að stöðva mótmæli. „Getið þið ekki bara skotið þau?“ er Trump sagður hafa spurt um mótmælendur. Esper fer einnig hörðum orðum um Stephen Miller, sem var áhrifamikill ráðgjafi Trumps. hann segir Miller hafa einu sinni lagt til að senda 250 þúsund hermenn að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó vegna flótta- og farandfólks sem átti að vera á leiðinni til Bandaríkjanna. Esper sagði Bandaríkin ekki geta sent 250 þúsund hermenn í „svoleiðis vitleysu“. Vildi dýfa höfði Baghdadis í svínsblóð Ráðherrann fyrrverandi segir að þegar verið var að fylgjast með árásinni þar sem Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp, hafi Miller lagt til að hermenn tækju höfuð leiðtoga Íslamska ríkisins svo hægt væri að dýfa því í svínsblóð og sína opinberlega til að draga móðinn úr öðrum hryðjuverkamönnum. Esper segist hafa bent Miller á að slíkt væri stríðsglæpur.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira