Íslandsbanki hagnaðist um 5,2 milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 5. maí 2022 16:26 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Egill Íslandsbanki hagnaðist um 5,2 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, samanborið um 3,6 milljarða króna á sama tíma árið 2021. Arðsemi eigin fjár var 10,2% á ársgrundvelli en var 7,7% í fyrra. Arðsemin er yfir markmiðum bankans og spám greiningaraðila en að sögn stjórnenda eru helstu ástæður góðrar afkomu sterk tekjumyndun, aðhald í rekstri og jákvæð virðisbreyting útlána. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Íslandsbanka en hreinar vaxtatekjur jukust um 2,4% á milli ára og námu 9,2 milljörðum króna. Vaxtamunur nam 2,6% á tímabilinu samanborið við 2,4% á sama tíma í fyrra. Virðisrýrnun var jákvæð á fyrsta ársfjórðungi um 483 milljónir króna og er sögð skýrast helst af batnandi útliti í ferðaþjónustu. Á fyrstu þremur mánuðum 2021 var virðisrýrnun neikvæð um 518 milljónir króna. Fram kemur í uppgjörinu að útlán til viðskiptavina hafi aukist um 21,6 milljarða króna á fjórðungnum, eða um 2,0% og verið 1.108 milljarðar króna í lok mars 2022. Aukninguna megi að mestu rekja til húsnæðislána. Styr hefur staðið um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Innlán jukust en stjórnunarkostnaður dróst saman Innlán frá viðskiptavinum jukust um 17,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2022 eða um 2,3% og voru 761 milljarður króna í lok mars. Að sögn Íslandsbanka má aukninguna að mestu rekja til sölu ríkisins á bankanum. Eigið fé bankans nam 197,2 milljörðum króna í lok mars síðastliðnum. Eiginfjárhlutfall bankans var 22,5% samanborið við 25,3% í árslok 2021. Hreinar þóknanatekjur jukust um 7,1% á milli ára og námu samtals 3,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 2,9 milljarða króna í fyrra. Auknar tekjur í greiðslumiðlun, eignastýringu, fjárfestingarbanka og verðbréfa- og gjaldeyrismiðlun eru sagðar leiða hækkunina. Stjórnunarkostnaður nam 5,8 milljörðum króna sem er lækkun um 0,3% frá fyrsta ársfjórðungi 2021. Ætla að breyta reglum um verðbréfaviðskipti starfsmanna „Við erum ánægð með afkomu bankans á fyrsta ársfjórðungi sem nam 5,2 ma. kr. Arðsemi eigin fjár var 10,2% sem er í takti við arðsemismarkmið bankans. Hreinar vaxtatekjur uxu um 12,4% miðað við sama fjórðung í fyrra og vaxtamunur tímabilsins hækkaði í 2,6%,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. „Á fjórðungnum hélt ríkið áfram sölu á hlut sínum í bankanum í kjölfarið af vel heppnuðu frumútboði í fyrra og fer ríkið nú með 42,5% eignarhlut. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um söluferlið og það fyrirkomulag sem notast var við. Meðal annars hefur komið fram gagnrýni á þátttöku starfsmanna bankans í útboðinu. Því tökum við alvarlega og stendur vinna yfir við breytingar á reglum bankans varðandi verðbréfaviðskipti starfsmanna.“ Birna bætir við að rafræn sala bankans á einstaklingsmarkaði sé nú um 75% af allri sölu og á hún von á því að sú tala hækki með tilkomu nýs söluvefs. „Útlitið fyrir árið 2022 er bjart þar sem horfur í efnahagslífinu eru góðar og benda fyrstu merki til þess að ferðaþjónustan nái aftur fyrri hæðum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenskir bankar Kauphöllin Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hagnaður Landsbankans helmingast milli ára Landbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 7,6 milljarða króna á sama tímabili árið 2021. 5. maí 2022 14:57 Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Arðsemin er yfir markmiðum bankans og spám greiningaraðila en að sögn stjórnenda eru helstu ástæður góðrar afkomu sterk tekjumyndun, aðhald í rekstri og jákvæð virðisbreyting útlána. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri Íslandsbanka en hreinar vaxtatekjur jukust um 2,4% á milli ára og námu 9,2 milljörðum króna. Vaxtamunur nam 2,6% á tímabilinu samanborið við 2,4% á sama tíma í fyrra. Virðisrýrnun var jákvæð á fyrsta ársfjórðungi um 483 milljónir króna og er sögð skýrast helst af batnandi útliti í ferðaþjónustu. Á fyrstu þremur mánuðum 2021 var virðisrýrnun neikvæð um 518 milljónir króna. Fram kemur í uppgjörinu að útlán til viðskiptavina hafi aukist um 21,6 milljarða króna á fjórðungnum, eða um 2,0% og verið 1.108 milljarðar króna í lok mars 2022. Aukninguna megi að mestu rekja til húsnæðislána. Styr hefur staðið um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Innlán jukust en stjórnunarkostnaður dróst saman Innlán frá viðskiptavinum jukust um 17,4 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2022 eða um 2,3% og voru 761 milljarður króna í lok mars. Að sögn Íslandsbanka má aukninguna að mestu rekja til sölu ríkisins á bankanum. Eigið fé bankans nam 197,2 milljörðum króna í lok mars síðastliðnum. Eiginfjárhlutfall bankans var 22,5% samanborið við 25,3% í árslok 2021. Hreinar þóknanatekjur jukust um 7,1% á milli ára og námu samtals 3,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 2,9 milljarða króna í fyrra. Auknar tekjur í greiðslumiðlun, eignastýringu, fjárfestingarbanka og verðbréfa- og gjaldeyrismiðlun eru sagðar leiða hækkunina. Stjórnunarkostnaður nam 5,8 milljörðum króna sem er lækkun um 0,3% frá fyrsta ársfjórðungi 2021. Ætla að breyta reglum um verðbréfaviðskipti starfsmanna „Við erum ánægð með afkomu bankans á fyrsta ársfjórðungi sem nam 5,2 ma. kr. Arðsemi eigin fjár var 10,2% sem er í takti við arðsemismarkmið bankans. Hreinar vaxtatekjur uxu um 12,4% miðað við sama fjórðung í fyrra og vaxtamunur tímabilsins hækkaði í 2,6%,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. „Á fjórðungnum hélt ríkið áfram sölu á hlut sínum í bankanum í kjölfarið af vel heppnuðu frumútboði í fyrra og fer ríkið nú með 42,5% eignarhlut. Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um söluferlið og það fyrirkomulag sem notast var við. Meðal annars hefur komið fram gagnrýni á þátttöku starfsmanna bankans í útboðinu. Því tökum við alvarlega og stendur vinna yfir við breytingar á reglum bankans varðandi verðbréfaviðskipti starfsmanna.“ Birna bætir við að rafræn sala bankans á einstaklingsmarkaði sé nú um 75% af allri sölu og á hún von á því að sú tala hækki með tilkomu nýs söluvefs. „Útlitið fyrir árið 2022 er bjart þar sem horfur í efnahagslífinu eru góðar og benda fyrstu merki til þess að ferðaþjónustan nái aftur fyrri hæðum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenskir bankar Kauphöllin Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hagnaður Landsbankans helmingast milli ára Landbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 7,6 milljarða króna á sama tímabili árið 2021. 5. maí 2022 14:57 Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Hagnaður Landsbankans helmingast milli ára Landbankinn hagnaðist um 3,2 milljarða króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 7,6 milljarða króna á sama tímabili árið 2021. 5. maí 2022 14:57
Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51
Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10. febrúar 2022 15:57