Enga hálfvelgju, klárum Þjóðarhöll Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. maí 2022 14:15 „Ekki fleiri starfshópa eða nefndir. Við eigum ekki að bíða lengur“, sagði íþróttamálaráðherra við mig þegar ég spurði hann í þinginu í janúar hvort Þjóðarhöll væri ekki örugglega innan seilingar. Það gengi ekki lengur að dvelja við að taka ákvörðun um byggingu Þjóðarhallar. Þarna var ég ánægð með íþróttamálaráðherrann en lítið hafði hreyfst í málinu árin fjögur á undan. Á vakt Framsóknar reyndar en nú kveður við annan tón hjá nýjum ráðherra. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn. Í sömu umræðu í þinginu sagðist ráðherrann hafa átt góð samtöl við Reykjavíkurborg um Þjóðarhöllina. Sagðist ráðherrann enga ástæðu til að ætla annað en að af hálfu borgarinnar stæði fullur hugur á bak við uppbyggingu Þjóðarhallar enda væri verkefnið sameiginlegt. Þótt reynt hafi verið að stinga fleyg á milli ríkis og Reykjavíkurborgar, eins og hann orðaði það. Mér fannst þetta lýsa framsýni og vilja til verka hjá ráðherranum þótt ég hafi staldrað við hver það væri eiginlega sem væri að stinga fleyg á milli ríkis og borgar í þessu máli. Hver hefði af því hagsmuni. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætti í fjölmiðla fyrir stuttu þar sem hann hnýtti í Reykjavíkurborg, líkt og hann óskaði sér að málið fari aftur á byrjunarreit. Að hann gæti ekki hugsað sér að farsæl lausn fengist í málinu því andúð og andstaða við núverandi meirihluta í Reykjavík væri yfirsterkari þeirri löngun að fá niðurstöðu um Þjóðarhöll í Reykjavík. Við eigum auðvitað ekki að þurfa að fara til Danmerkur eða annarra landa til að horfa á landsliðin okkar keppa „heimaleiki“ í þjóðaríþróttinni handbolta eða körfubolta. En ríkisstjórninni hefur næstum tekist að sigla okkur inn í þann veruleika. Fyrir utan þann ójöfnuð sem það býður upp á. Ástríðuna, hvatninguna og húrrahrópin við leikvöllinn sjálfan má ekki beisla út frá efnislegum aðstæðum; hverjir hafi efni á flugfari og hverjir ekki. Þessu til viðbótar eru áhorfendur okkar aukamaður á vellinum sem ekkert landsliðsfólk vill vera án. Tryggjum því aðkomu fólksins okkar í Þjóðarhöll. En þessi nálgun fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins er svo sem engin nýlunda. Þann skamma tíma sem Viðreisn var í fjármálaráðuneytinu gekk þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, í verkin gagnvart sveitarfélögum og kláraði ýmis mál. Eins og gagnvart Reykjavík en sum erindi borgarinnar höfðu þá lengi legið óafgreidd í ráðuneytinu. Einhverra hluta vegna. Gengið var meðal annars frá viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um möguleg kaup borgarinnar á byggingarlandi víða um borgina, meðal annars á Sjómannaskólalóðinni, Keldnalandi, gömlu landhelgisgæslulóðinni, auk Veðurstofulóðarinnar. Alveg óháð þáverandi meirihluta í Reykjavík. Enda var það í þágu almannahagsmuna. Fá hreinar línur, vanda til verka og ganga í málið. Það sama gildir nú. Íþróttamálaráðherra verður að ganga í að klára Þjóðarhallarmálið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það liggur allt fyrir. Ekki fleiri starfshópa og nefndir, eins og íþróttaráðherrann sagði réttilega. Ef Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að klára málið með Reykjavíkurborg verða hinir tveir stjórnarflokkarnir að gera það. Til þess hafa þeir stuðning Viðreisnar. Enga hálfvelgju, klárum Þjóðarhöllina. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Reykjavík Viðreisn Alþingi Borgarstjórn Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Ekki fleiri starfshópa eða nefndir. Við eigum ekki að bíða lengur“, sagði íþróttamálaráðherra við mig þegar ég spurði hann í þinginu í janúar hvort Þjóðarhöll væri ekki örugglega innan seilingar. Það gengi ekki lengur að dvelja við að taka ákvörðun um byggingu Þjóðarhallar. Þarna var ég ánægð með íþróttamálaráðherrann en lítið hafði hreyfst í málinu árin fjögur á undan. Á vakt Framsóknar reyndar en nú kveður við annan tón hjá nýjum ráðherra. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn. Í sömu umræðu í þinginu sagðist ráðherrann hafa átt góð samtöl við Reykjavíkurborg um Þjóðarhöllina. Sagðist ráðherrann enga ástæðu til að ætla annað en að af hálfu borgarinnar stæði fullur hugur á bak við uppbyggingu Þjóðarhallar enda væri verkefnið sameiginlegt. Þótt reynt hafi verið að stinga fleyg á milli ríkis og Reykjavíkurborgar, eins og hann orðaði það. Mér fannst þetta lýsa framsýni og vilja til verka hjá ráðherranum þótt ég hafi staldrað við hver það væri eiginlega sem væri að stinga fleyg á milli ríkis og borgar í þessu máli. Hver hefði af því hagsmuni. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætti í fjölmiðla fyrir stuttu þar sem hann hnýtti í Reykjavíkurborg, líkt og hann óskaði sér að málið fari aftur á byrjunarreit. Að hann gæti ekki hugsað sér að farsæl lausn fengist í málinu því andúð og andstaða við núverandi meirihluta í Reykjavík væri yfirsterkari þeirri löngun að fá niðurstöðu um Þjóðarhöll í Reykjavík. Við eigum auðvitað ekki að þurfa að fara til Danmerkur eða annarra landa til að horfa á landsliðin okkar keppa „heimaleiki“ í þjóðaríþróttinni handbolta eða körfubolta. En ríkisstjórninni hefur næstum tekist að sigla okkur inn í þann veruleika. Fyrir utan þann ójöfnuð sem það býður upp á. Ástríðuna, hvatninguna og húrrahrópin við leikvöllinn sjálfan má ekki beisla út frá efnislegum aðstæðum; hverjir hafi efni á flugfari og hverjir ekki. Þessu til viðbótar eru áhorfendur okkar aukamaður á vellinum sem ekkert landsliðsfólk vill vera án. Tryggjum því aðkomu fólksins okkar í Þjóðarhöll. En þessi nálgun fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins er svo sem engin nýlunda. Þann skamma tíma sem Viðreisn var í fjármálaráðuneytinu gekk þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, í verkin gagnvart sveitarfélögum og kláraði ýmis mál. Eins og gagnvart Reykjavík en sum erindi borgarinnar höfðu þá lengi legið óafgreidd í ráðuneytinu. Einhverra hluta vegna. Gengið var meðal annars frá viljayfirlýsingu við Reykjavíkurborg um möguleg kaup borgarinnar á byggingarlandi víða um borgina, meðal annars á Sjómannaskólalóðinni, Keldnalandi, gömlu landhelgisgæslulóðinni, auk Veðurstofulóðarinnar. Alveg óháð þáverandi meirihluta í Reykjavík. Enda var það í þágu almannahagsmuna. Fá hreinar línur, vanda til verka og ganga í málið. Það sama gildir nú. Íþróttamálaráðherra verður að ganga í að klára Þjóðarhallarmálið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það liggur allt fyrir. Ekki fleiri starfshópa og nefndir, eins og íþróttaráðherrann sagði réttilega. Ef Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér ekki til að klára málið með Reykjavíkurborg verða hinir tveir stjórnarflokkarnir að gera það. Til þess hafa þeir stuðning Viðreisnar. Enga hálfvelgju, klárum Þjóðarhöllina. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun