Garðabær fyrir unga fólkið Margrét Bjarnadóttir og Hrannar Bragi Eyjólfsson skrifa 5. maí 2022 15:00 Garðabær hefur löngum verið eftirsóttur staður á meðal ungs fólks sem er að hefja fjölskyldulíf. Þannig var það í upphafi þéttbýlismyndunar hér á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og þannig er það enn í dag. Íbúaþróun í Urriðaholti ber þess skýr merki. Við í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ viljum halda áfram á þeirri braut að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign hér í Garðabæ, festa hér rætur og stofna fjölskyldur í barnvænu og lifandi samfélagi. Fjölskylduvænt samfélag Garðabær hefur frá upphafi verið skipulagður með fjölskyldur og börn í huga. Börnin valsa örugg um bæinn, hjóla um stíga eða sparka bolta á undan sér. Þau ganga í framúrskarandi leik- og grunnskóla og hafa fjölbreytt val um íþróttir og tómstundir á vegum frjálsu félaganna í bænum. Höldum Garðbæingum í Garðabæ Það er okkur hjartans mál að Garðabær verði enn á ný raunverulegur valkostur fyrir ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Það þarf að tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum af öllum gerðum sem henta mismunandi fjölskyldueiningum. Það gekk vel í Urriðaholti þar sem heillandi og blönduð byggð hefur risið. Samgangur eldri og yngri íbúa hverfisins er þar sjálfsagður hlutur daglegs lífs og verslanir og þjónusta hefur sett fallegan blæ á hverfið. Með þá hugsun í farteskinu skipuleggjum við ný hverfi, eins og í Vetrarmýri og Hnoðraholti. Framúrskarandi leikskólar Leikskólastarf í Garðabæ er rómað og það er ekki af ástæðulausu. Starfsfólkið okkar í leikskólunum er framúrskarandi og við þurfum að halda áfram að hlúa að því og þróa starfsumhverfið í samráði við það. Sjálfstæðisflokkurinn heldur fast í þá stefnu að tryggja 12 mánaða börnum pláss á leikskólum bæjarins. Það var kerfið sem við byggðum upp og okkar metnaður er að viðhalda. Mikil fjölgun á meðal ungs fólks með börn á leikskólaaldri í Urriðaholti kom vissulega á óvart, en fjöldi þeirra gekk þvert á allar spár. Börn í Garðabæ hafa þó áfram fengið pláss á leikskóla fyrr en í nágrannasveitarfélögunum og með boðuðum aðgerðum verður 12 mánaða markinu náð að nýju síðar á árinu. Nýr átta deilda leikskóli, Mánahvoll, hefur risið og annar nýr sex deilda leikskóli fyrir allt að 120 börn mun taka til starfa í Urriðaholti haustið 2022. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið á tekjutengdum afslætti og systkinaafslætti af leikskólagjöldum, en það var gert til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur með það að markmiði að bæta kjör fjölskyldna. Íþróttabærinn Garðabær Garðabær er þekktur fyrir frábært og framsækið íþróttastarf. Frjálsu félögin okkar eru með þeim öflugustu á landinu og það er bæjarins að stuðla að því að íþróttastarfið verði hér sem allra best. Það er gert með uppbyggingu og viðhaldi á íþróttamannvirkjum, góðum og öruggum tengingum í formi hjóla- og göngustíga við íþróttasvæðin okkar, en líka með góðu skipulagi hvatapeninga. Við þurfum líka að mæta börnum sem finna sig ekki í hefðbundnu íþrótta- og tómstundastarfi. Bærinn verður að halda utan um þessi börn og finna þeim farveg til aukinnar lífsgleði og hamingju. Framsækin framtíðarsýn fyrir Garðabæ! Við leggjum þessa framsæknu framtíðarsýn þar sem byggt er á því sem vel hefur gert í fortíðinni undir þig, kjósandi góður, og hvetjum þig til að setja X við D, 14. maí næstkomandi. Höfundar skipa 4. og 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Garðabær hefur löngum verið eftirsóttur staður á meðal ungs fólks sem er að hefja fjölskyldulíf. Þannig var það í upphafi þéttbýlismyndunar hér á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og þannig er það enn í dag. Íbúaþróun í Urriðaholti ber þess skýr merki. Við í Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ viljum halda áfram á þeirri braut að gera ungu fólki kleift að kaupa sína fyrstu eign hér í Garðabæ, festa hér rætur og stofna fjölskyldur í barnvænu og lifandi samfélagi. Fjölskylduvænt samfélag Garðabær hefur frá upphafi verið skipulagður með fjölskyldur og börn í huga. Börnin valsa örugg um bæinn, hjóla um stíga eða sparka bolta á undan sér. Þau ganga í framúrskarandi leik- og grunnskóla og hafa fjölbreytt val um íþróttir og tómstundir á vegum frjálsu félaganna í bænum. Höldum Garðbæingum í Garðabæ Það er okkur hjartans mál að Garðabær verði enn á ný raunverulegur valkostur fyrir ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Það þarf að tryggja fjölbreytt framboð af íbúðum af öllum gerðum sem henta mismunandi fjölskyldueiningum. Það gekk vel í Urriðaholti þar sem heillandi og blönduð byggð hefur risið. Samgangur eldri og yngri íbúa hverfisins er þar sjálfsagður hlutur daglegs lífs og verslanir og þjónusta hefur sett fallegan blæ á hverfið. Með þá hugsun í farteskinu skipuleggjum við ný hverfi, eins og í Vetrarmýri og Hnoðraholti. Framúrskarandi leikskólar Leikskólastarf í Garðabæ er rómað og það er ekki af ástæðulausu. Starfsfólkið okkar í leikskólunum er framúrskarandi og við þurfum að halda áfram að hlúa að því og þróa starfsumhverfið í samráði við það. Sjálfstæðisflokkurinn heldur fast í þá stefnu að tryggja 12 mánaða börnum pláss á leikskólum bæjarins. Það var kerfið sem við byggðum upp og okkar metnaður er að viðhalda. Mikil fjölgun á meðal ungs fólks með börn á leikskólaaldri í Urriðaholti kom vissulega á óvart, en fjöldi þeirra gekk þvert á allar spár. Börn í Garðabæ hafa þó áfram fengið pláss á leikskóla fyrr en í nágrannasveitarfélögunum og með boðuðum aðgerðum verður 12 mánaða markinu náð að nýju síðar á árinu. Nýr átta deilda leikskóli, Mánahvoll, hefur risið og annar nýr sex deilda leikskóli fyrir allt að 120 börn mun taka til starfa í Urriðaholti haustið 2022. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn komið á tekjutengdum afslætti og systkinaafslætti af leikskólagjöldum, en það var gert til að koma til móts við barnafjölskyldur með lágar tekjur með það að markmiði að bæta kjör fjölskyldna. Íþróttabærinn Garðabær Garðabær er þekktur fyrir frábært og framsækið íþróttastarf. Frjálsu félögin okkar eru með þeim öflugustu á landinu og það er bæjarins að stuðla að því að íþróttastarfið verði hér sem allra best. Það er gert með uppbyggingu og viðhaldi á íþróttamannvirkjum, góðum og öruggum tengingum í formi hjóla- og göngustíga við íþróttasvæðin okkar, en líka með góðu skipulagi hvatapeninga. Við þurfum líka að mæta börnum sem finna sig ekki í hefðbundnu íþrótta- og tómstundastarfi. Bærinn verður að halda utan um þessi börn og finna þeim farveg til aukinnar lífsgleði og hamingju. Framsækin framtíðarsýn fyrir Garðabæ! Við leggjum þessa framsæknu framtíðarsýn þar sem byggt er á því sem vel hefur gert í fortíðinni undir þig, kjósandi góður, og hvetjum þig til að setja X við D, 14. maí næstkomandi. Höfundar skipa 4. og 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun