Einar byrjar atvinnumennskuna sem lærisveinn Guðmundar Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2022 13:31 Einar Þorsteinn Ólafsson spilar í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. vísir/hulda margrét Handknattleiksmaðurinn efnilegi Einar Þorsteinn Ólafsson fetar í fótspor föður síns, Ólafs Stefánssonar, og heldur í atvinnumennsku í sumar. Einar hefur skrifað undir samning til tveggja ára við danska félagið Fredericia og verður þar með lærisveinn landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar sem tekur við liðinu í sumar. Einar, sem er tvítugur, kemur til félagsins frá uppeldisfélagi sínu Val. Einar á þó eftir að ljúka keppnistímabilinu með Valsmönnum sem leika í kvöld á Selfossi í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Einar er spennandi leikmaður,“ segir Thomas Renneberg-Larsen, stjórnandi hjá Fredericia, og bætir við: „Hann er 198 sentímetrar og 91 kíló, góður varnarmaður og afar öflugur í sóknarleiknum sem skytta eða leikstjórnandi. Við teljum að Einar geti þróast mikið við að koma í dönsku deildina og við væntum þess að á komandi leiktíðum muni hann þróast í að verða mikilvægur hlekkur í liði Fredericia.“ View this post on Instagram A post shared by Fredericia Ha ndboldklub | FHK (@fredericiahk) Einar byrjar atvinnumannsferilinn þremur árum á undan föður sínum sem fór frá Val til Wuppertal í Þýskalandi árið 1996. Á löngum og glæsilegum atvinnumannsferli sínum lék Ólafur eina leiktíð í Danmörku, með liði sem hét AG Köbenhavn. „Risastórt tækifæri fyrir mig“ Fredericia endaði í 6. sæti deildakeppninnar í dönsku úrvalsdeildinni en er svo gott sem úr leik í úrslitakeppninni þar sem liðið er án stiga í riðli 2 eftir þrjár umferðir af sex. „Ég hlakka til að skipta yfir í dönsku deildina sem er mjög sterk. Vonandi get ég haldið áfram að þróast og verða enn betri handboltamaður í atvinnumannafélagi með góðri umgjörð,“ segir Einar í tilkynningu Fredericia. „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig og ég hlakka til að spila í fullri Thansen-höll, þar sem ég hef heyrt að HK Ultras skapi mikla stemningu. Vonandi get ég stuðlað að því að Fredericia nái árangri á komandi árum og spili um verðlaun,“ sagði Einar. Danski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Valur Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Einar hefur skrifað undir samning til tveggja ára við danska félagið Fredericia og verður þar með lærisveinn landsliðsþjálfarans Guðmundar Guðmundssonar sem tekur við liðinu í sumar. Einar, sem er tvítugur, kemur til félagsins frá uppeldisfélagi sínu Val. Einar á þó eftir að ljúka keppnistímabilinu með Valsmönnum sem leika í kvöld á Selfossi í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Einar er spennandi leikmaður,“ segir Thomas Renneberg-Larsen, stjórnandi hjá Fredericia, og bætir við: „Hann er 198 sentímetrar og 91 kíló, góður varnarmaður og afar öflugur í sóknarleiknum sem skytta eða leikstjórnandi. Við teljum að Einar geti þróast mikið við að koma í dönsku deildina og við væntum þess að á komandi leiktíðum muni hann þróast í að verða mikilvægur hlekkur í liði Fredericia.“ View this post on Instagram A post shared by Fredericia Ha ndboldklub | FHK (@fredericiahk) Einar byrjar atvinnumannsferilinn þremur árum á undan föður sínum sem fór frá Val til Wuppertal í Þýskalandi árið 1996. Á löngum og glæsilegum atvinnumannsferli sínum lék Ólafur eina leiktíð í Danmörku, með liði sem hét AG Köbenhavn. „Risastórt tækifæri fyrir mig“ Fredericia endaði í 6. sæti deildakeppninnar í dönsku úrvalsdeildinni en er svo gott sem úr leik í úrslitakeppninni þar sem liðið er án stiga í riðli 2 eftir þrjár umferðir af sex. „Ég hlakka til að skipta yfir í dönsku deildina sem er mjög sterk. Vonandi get ég haldið áfram að þróast og verða enn betri handboltamaður í atvinnumannafélagi með góðri umgjörð,“ segir Einar í tilkynningu Fredericia. „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig og ég hlakka til að spila í fullri Thansen-höll, þar sem ég hef heyrt að HK Ultras skapi mikla stemningu. Vonandi get ég stuðlað að því að Fredericia nái árangri á komandi árum og spili um verðlaun,“ sagði Einar.
Danski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Valur Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira