Þátttöku- og íbúalýðræði Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 5. maí 2022 13:46 Við hjá Áfram Árborg leggjum mikla áherslu á íbúalýðræði, virkt samtal og samráð við alla íbúa sveitarfélagsins. Lýðræði snýst um svo miklu meira en að kjósa fulltrúa á 4ja ára fresti. Virkt þátttöku- og íbúalýðræði er stöðugt samtal við íbúa í gegnum íbúafundi, íbúakosningar og einkasamtöl. Á listinn vill auka valddreifingu, við vitum að margir eru þeirrar skoðunar að framkvæmdir og fjármagn fari allt á Selfoss en aðrir verði útundan.Þannig á það ekki að vera. Til að efla íbúalýðræði í Árborg leggjum við til að kosið verði með beinum og lýðræðislegum hætti í hverfaráð allra byggðakjarna og að þau fái skýrar fjár- og valdheimildir. Þá getur nærsamfélagið ákveðið sjálft tekið hluta valdsins í sínar hendur, ákveðið að setja bekk hér, malbika þetta plan, fjárfesta í nýsköpun og skapandi greinum svo örfá dæmi séu tekin.Við viljum einnig auðvelda íbúum að krefjast íbúakosninga. Skv. sveitarstjórnarlögum þurfa 20% íbúa að krefjast íbúakosninga sem er ansi hár þröskuldur. Þar að auki er tekið fram í lögunum að niðurstöður þeirra séu aðeins ráðgefandi. Þá eru þetta ekki íbúakosningar heldur afar dýr skoðanakönnun. Við viljum lækka þakið niður í 10% í Árborg og hafa niðurstöður bindandi með samþykki og staðfestingu bæjarstjórnar. Kjörnir fulltrúar eru að þjónusta íbúa, ekki öfugt. Við styðjumst við þjónandi forystu. Íbúarnir eiga að ráða ferðinni. Kjörnir fulltrúar eru þjónar íbúa. Áfram Árborg vill auðvelda íbúum að krefjast borgarafunda um ýmis málefni. Skv. sveitarstjórnarlögum er þakið þar einnig of hátt. Við viljum að haldinn sé borgarafundur ef 5% íbúa biður um fund. Það er og á að vera sjálfsagt mál að verða við þessum beiðnum íbúa. Við ætlum að auka aðgengi að kjörnum fulltrúum, bæjarstjóra og æðstu stjórnendum sveitarfélagsins, með ákveðnum viðtalstímum, vefspjalli eða öðrum lausnum. Öllum fyrirspurnum skal svarað fljótt og vel og innan lögbundins stjórnsýslufrests. En ef öll ráð hafa verið reynd til þrautar og hvorki fást svör né þjónusta þá viljum við setja á stofn umboðsmann íbúa sem aðstoði íbúa við við samskipti sín við, oft á tíðum flókið og ógagnsætt kerfi. Við þurfum að nútímavæða og þjónustuvæða sveitarfélagið enn frekar til einföldunar bæði íbúum sem og starfsfólki stofnanna sjálfra. Forsenda þess að íbúalýðræði gangi upp er gagnsæi, vönduð vinnubrögð og fyrirmyndar upplýsingagjöf. Það er nauðsynlegt að íbúar eigi greiðan aðgang öllum upplýsingum með greiðum hætti, ekki að þræða fundargerðir nefnda og ráða sveitarfélagsins. Settu X við Á til að styrkja sjálfsákvörðunarrétt íbúa.Settu X við Á til að auka íbúalýðræðiSettu X við Á til að tryggja gagnsæi og vandaða upplýsingagjöfSettu X við Á til að fá umboðsmann íbúaSettu X við Á til að efla samráð við alla íbúa - ekkert um mig án mín Framtíðin er núna! Höfundur er oddviti Á-lista Áfram Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Áfram Árborg leggjum mikla áherslu á íbúalýðræði, virkt samtal og samráð við alla íbúa sveitarfélagsins. Lýðræði snýst um svo miklu meira en að kjósa fulltrúa á 4ja ára fresti. Virkt þátttöku- og íbúalýðræði er stöðugt samtal við íbúa í gegnum íbúafundi, íbúakosningar og einkasamtöl. Á listinn vill auka valddreifingu, við vitum að margir eru þeirrar skoðunar að framkvæmdir og fjármagn fari allt á Selfoss en aðrir verði útundan.Þannig á það ekki að vera. Til að efla íbúalýðræði í Árborg leggjum við til að kosið verði með beinum og lýðræðislegum hætti í hverfaráð allra byggðakjarna og að þau fái skýrar fjár- og valdheimildir. Þá getur nærsamfélagið ákveðið sjálft tekið hluta valdsins í sínar hendur, ákveðið að setja bekk hér, malbika þetta plan, fjárfesta í nýsköpun og skapandi greinum svo örfá dæmi séu tekin.Við viljum einnig auðvelda íbúum að krefjast íbúakosninga. Skv. sveitarstjórnarlögum þurfa 20% íbúa að krefjast íbúakosninga sem er ansi hár þröskuldur. Þar að auki er tekið fram í lögunum að niðurstöður þeirra séu aðeins ráðgefandi. Þá eru þetta ekki íbúakosningar heldur afar dýr skoðanakönnun. Við viljum lækka þakið niður í 10% í Árborg og hafa niðurstöður bindandi með samþykki og staðfestingu bæjarstjórnar. Kjörnir fulltrúar eru að þjónusta íbúa, ekki öfugt. Við styðjumst við þjónandi forystu. Íbúarnir eiga að ráða ferðinni. Kjörnir fulltrúar eru þjónar íbúa. Áfram Árborg vill auðvelda íbúum að krefjast borgarafunda um ýmis málefni. Skv. sveitarstjórnarlögum er þakið þar einnig of hátt. Við viljum að haldinn sé borgarafundur ef 5% íbúa biður um fund. Það er og á að vera sjálfsagt mál að verða við þessum beiðnum íbúa. Við ætlum að auka aðgengi að kjörnum fulltrúum, bæjarstjóra og æðstu stjórnendum sveitarfélagsins, með ákveðnum viðtalstímum, vefspjalli eða öðrum lausnum. Öllum fyrirspurnum skal svarað fljótt og vel og innan lögbundins stjórnsýslufrests. En ef öll ráð hafa verið reynd til þrautar og hvorki fást svör né þjónusta þá viljum við setja á stofn umboðsmann íbúa sem aðstoði íbúa við við samskipti sín við, oft á tíðum flókið og ógagnsætt kerfi. Við þurfum að nútímavæða og þjónustuvæða sveitarfélagið enn frekar til einföldunar bæði íbúum sem og starfsfólki stofnanna sjálfra. Forsenda þess að íbúalýðræði gangi upp er gagnsæi, vönduð vinnubrögð og fyrirmyndar upplýsingagjöf. Það er nauðsynlegt að íbúar eigi greiðan aðgang öllum upplýsingum með greiðum hætti, ekki að þræða fundargerðir nefnda og ráða sveitarfélagsins. Settu X við Á til að styrkja sjálfsákvörðunarrétt íbúa.Settu X við Á til að auka íbúalýðræðiSettu X við Á til að tryggja gagnsæi og vandaða upplýsingagjöfSettu X við Á til að fá umboðsmann íbúaSettu X við Á til að efla samráð við alla íbúa - ekkert um mig án mín Framtíðin er núna! Höfundur er oddviti Á-lista Áfram Árborgar.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar