Blæðandi börn í boði meirihlutans! Björn Steinbekk skrifar 5. maí 2022 12:30 Dropinn holar steininn og myglan meirihlutann er mantra sem foreldrar barna í Fossvogsskóla ættu að taka upp, svona korter í kosningar. Já, það er komið að því að leiðtogi meirihlutans, Dagur B. Eggertsson kemur fram og lofar fjárfestingum í hverfum, húsnæðis sáttmála (hvað svo sem það þýðir) sundlaugum og eflaust ómygluðum skólum fyrir framtíðar íbúa borgarinnar. Okkur sem eigum börn sem þarf að keyra í rútum úr Fossvogi upp í Korpu fyrir 300.000kr á dag, fimm daga vikunnar, síðasta, þetta og eflaust allt næsta skólaár finnst auðvitað ömurlegt að þurfa horfa upp á glaðbeittan borgarstjóra á strætóskýlum í hverfinu lofandi öllu fögru eftir að hafa algjörlega brugðist börnunum í hverfinu. Svo það sé ekki nógu slæmt þá eru þau sem haldið hafa Degi á hornskrifstofunni við Tjörnina jafn getulaus er kemur að úrbótum, aðgerðum, lausnum. VG vill að við löbbum meira og hjólum og séum voða næs við allt og alla. Píratar vilja eitthvað og Viðreisn er eiginlega svo upptekin af Framsóknarflokknum að það eina sem þeim dettur til hugar er að lofa lengstu göngugötu í heimi. Talandi um metnað og framsýni. Ég sjálfur vill einfaldlega stjórnmálakonur og menn sem hlusta og framkvæma, í stað þess að forðast, ljúga og fresta eins og og formaður skóla og frístundasviðs gerði iðulega er kom að Fossvogsskóla og hefur kostað börn heilsuna, foreldra taugarnar og borgarsjóð milljarða. Sami formaður og lofað hefur ítrekað, á fjögurra ára fresti leikskólaplássi fyrir 12 mánaða gömul börn en aldrei efnt. Er ekki bara best að kjósa eitthvað annað en núverandi meirihluta? Höfundur vinnur við markaðsmál og flýgur stundum drónum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Steinbekk Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mygla í Fossvogsskóla Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Dropinn holar steininn og myglan meirihlutann er mantra sem foreldrar barna í Fossvogsskóla ættu að taka upp, svona korter í kosningar. Já, það er komið að því að leiðtogi meirihlutans, Dagur B. Eggertsson kemur fram og lofar fjárfestingum í hverfum, húsnæðis sáttmála (hvað svo sem það þýðir) sundlaugum og eflaust ómygluðum skólum fyrir framtíðar íbúa borgarinnar. Okkur sem eigum börn sem þarf að keyra í rútum úr Fossvogi upp í Korpu fyrir 300.000kr á dag, fimm daga vikunnar, síðasta, þetta og eflaust allt næsta skólaár finnst auðvitað ömurlegt að þurfa horfa upp á glaðbeittan borgarstjóra á strætóskýlum í hverfinu lofandi öllu fögru eftir að hafa algjörlega brugðist börnunum í hverfinu. Svo það sé ekki nógu slæmt þá eru þau sem haldið hafa Degi á hornskrifstofunni við Tjörnina jafn getulaus er kemur að úrbótum, aðgerðum, lausnum. VG vill að við löbbum meira og hjólum og séum voða næs við allt og alla. Píratar vilja eitthvað og Viðreisn er eiginlega svo upptekin af Framsóknarflokknum að það eina sem þeim dettur til hugar er að lofa lengstu göngugötu í heimi. Talandi um metnað og framsýni. Ég sjálfur vill einfaldlega stjórnmálakonur og menn sem hlusta og framkvæma, í stað þess að forðast, ljúga og fresta eins og og formaður skóla og frístundasviðs gerði iðulega er kom að Fossvogsskóla og hefur kostað börn heilsuna, foreldra taugarnar og borgarsjóð milljarða. Sami formaður og lofað hefur ítrekað, á fjögurra ára fresti leikskólaplássi fyrir 12 mánaða gömul börn en aldrei efnt. Er ekki bara best að kjósa eitthvað annað en núverandi meirihluta? Höfundur vinnur við markaðsmál og flýgur stundum drónum.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar