Refsað fyrir köll Stefáns að sjónvarpsmönnum: „Veikleikamerki hjá dómarastéttinni“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2022 10:02 Stefán Rafn Sigurmannsson beindi orðum sínum til lýsenda Stöðvar 2 Sports. Stöð 2 Sport „Hann segir bara: Gaupi, come on, þetta er ekki neitt,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni um umdeilt atvik í leik ÍBV og Hauka í gærkvöld í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaður Hauka, fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan seinni hálfleik fyrir að fara með hönd í andlit Arnórs Viðarssonar. Stefán Rafn var hundóánægður með ákvörðun dómaranna og kallaði til þeirra Gaupa og Jóhanns Gunnars Einarssonar sem lýstu leiknum í Eyjum á Stöð 2 Sport, og vildi að brotið yrði skoðað. Þessi hegðun Stefáns var nóg til þess að eftirlitsmaðurinn Gísli Jóhannsson vildi grípa í taumana og Haukar fengu á endanum aðra brottvísun. Atvikið og umræðuna í Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. ÍBV vann leikinn og er nú 2-0 yfir í einvíginu. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán Rafn fékk tvær brottvísanir „Hann byrjaði að kalla að það ætti að skoða þetta í VAR,“ sagði Jóhann Gunnar sem eins og fyrr segir lýsti leiknum með Gaupa. „Hann öskraði á okkur þar sem við erum væntanlega að „representa“ sjónvarpið. Svo sest hann niður en stendur aftur upp og kallar á okkur. Ég skil ekki alveg af hverju Gísli er að koma og gefa honum tvær mínútur fyrir þetta. Hann er bara heitur. Hann er ekki að öskra á dómarana, ekki á eftirlitsdómarana. Hann er bara aðeins að pústa við okkur. Mér fannst það allt í lagi. Ég var ekkert að kvarta. Mér fannst furðulegt að skipta sér af þessu,“ sagði Jóhann Gunnar. Þarf að leyfa þeim að vera með tilfinningar Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng. „Mönnum er heitt í hamsi og það þarf aðeins að leyfa þeim að vera með tilfinningar líka. Dómarar og eftirlitsmenn eru ekkert hafnir yfir einhverja gagnrýni. Þetta lyktar af því að eftirlitsdómarinn vilji vera með og komast aðeins í sjónvarpið. Ég er ekki hrifinn af þessu. Fyrir utan það hvað það tók svakalega langan tíma að finna út úr því hvað ætti að gera. Fékk hann fjórar mínútur eða liðið tvisvar sinnum tvær? Það kom eitthvað þriggja mínútna bil í leikinn sem var eitthvað galið dæmi,“ sagði Ásgeir. Jóhann ítrekaði að Stefán Rafn hefði ekki verið með neinn dónaskap heldur einfaldlega greinilega mjög óánægður með dóminn og viljað að atvikið væri skoðað á myndbandi. Ásgeir sagði það veikleikamerki hjá dómurum að geta ekki leyft leikmönnum að blása aðeins þegar tilfinningarnar væru miklar: „Gísli er enginn nýliði í þessu. Hann er búinn að upplifa ýmislegt sem dómari og eftirlitsmaður. Hann á að lesa leikinn aðeins. Leyfa Stebba að taka fimm sekúndur, fara svo til hans og segja honum að núna sé þetta búið, annars fái hann refsingu. Eða fara til Arons [Kristjánssonar, þjálfara] og segja að nú verði hann að hafa hemil á leikmanninum, annars sé þetta búið. Mér finnst þetta veikleikamerki hjá dómarastéttinni.“ Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaður Hauka, fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan seinni hálfleik fyrir að fara með hönd í andlit Arnórs Viðarssonar. Stefán Rafn var hundóánægður með ákvörðun dómaranna og kallaði til þeirra Gaupa og Jóhanns Gunnars Einarssonar sem lýstu leiknum í Eyjum á Stöð 2 Sport, og vildi að brotið yrði skoðað. Þessi hegðun Stefáns var nóg til þess að eftirlitsmaðurinn Gísli Jóhannsson vildi grípa í taumana og Haukar fengu á endanum aðra brottvísun. Atvikið og umræðuna í Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. ÍBV vann leikinn og er nú 2-0 yfir í einvíginu. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán Rafn fékk tvær brottvísanir „Hann byrjaði að kalla að það ætti að skoða þetta í VAR,“ sagði Jóhann Gunnar sem eins og fyrr segir lýsti leiknum með Gaupa. „Hann öskraði á okkur þar sem við erum væntanlega að „representa“ sjónvarpið. Svo sest hann niður en stendur aftur upp og kallar á okkur. Ég skil ekki alveg af hverju Gísli er að koma og gefa honum tvær mínútur fyrir þetta. Hann er bara heitur. Hann er ekki að öskra á dómarana, ekki á eftirlitsdómarana. Hann er bara aðeins að pústa við okkur. Mér fannst það allt í lagi. Ég var ekkert að kvarta. Mér fannst furðulegt að skipta sér af þessu,“ sagði Jóhann Gunnar. Þarf að leyfa þeim að vera með tilfinningar Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng. „Mönnum er heitt í hamsi og það þarf aðeins að leyfa þeim að vera með tilfinningar líka. Dómarar og eftirlitsmenn eru ekkert hafnir yfir einhverja gagnrýni. Þetta lyktar af því að eftirlitsdómarinn vilji vera með og komast aðeins í sjónvarpið. Ég er ekki hrifinn af þessu. Fyrir utan það hvað það tók svakalega langan tíma að finna út úr því hvað ætti að gera. Fékk hann fjórar mínútur eða liðið tvisvar sinnum tvær? Það kom eitthvað þriggja mínútna bil í leikinn sem var eitthvað galið dæmi,“ sagði Ásgeir. Jóhann ítrekaði að Stefán Rafn hefði ekki verið með neinn dónaskap heldur einfaldlega greinilega mjög óánægður með dóminn og viljað að atvikið væri skoðað á myndbandi. Ásgeir sagði það veikleikamerki hjá dómurum að geta ekki leyft leikmönnum að blása aðeins þegar tilfinningarnar væru miklar: „Gísli er enginn nýliði í þessu. Hann er búinn að upplifa ýmislegt sem dómari og eftirlitsmaður. Hann á að lesa leikinn aðeins. Leyfa Stebba að taka fimm sekúndur, fara svo til hans og segja honum að núna sé þetta búið, annars fái hann refsingu. Eða fara til Arons [Kristjánssonar, þjálfara] og segja að nú verði hann að hafa hemil á leikmanninum, annars sé þetta búið. Mér finnst þetta veikleikamerki hjá dómarastéttinni.“
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira