Refsað fyrir köll Stefáns að sjónvarpsmönnum: „Veikleikamerki hjá dómarastéttinni“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2022 10:02 Stefán Rafn Sigurmannsson beindi orðum sínum til lýsenda Stöðvar 2 Sports. Stöð 2 Sport „Hann segir bara: Gaupi, come on, þetta er ekki neitt,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni um umdeilt atvik í leik ÍBV og Hauka í gærkvöld í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaður Hauka, fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan seinni hálfleik fyrir að fara með hönd í andlit Arnórs Viðarssonar. Stefán Rafn var hundóánægður með ákvörðun dómaranna og kallaði til þeirra Gaupa og Jóhanns Gunnars Einarssonar sem lýstu leiknum í Eyjum á Stöð 2 Sport, og vildi að brotið yrði skoðað. Þessi hegðun Stefáns var nóg til þess að eftirlitsmaðurinn Gísli Jóhannsson vildi grípa í taumana og Haukar fengu á endanum aðra brottvísun. Atvikið og umræðuna í Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. ÍBV vann leikinn og er nú 2-0 yfir í einvíginu. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán Rafn fékk tvær brottvísanir „Hann byrjaði að kalla að það ætti að skoða þetta í VAR,“ sagði Jóhann Gunnar sem eins og fyrr segir lýsti leiknum með Gaupa. „Hann öskraði á okkur þar sem við erum væntanlega að „representa“ sjónvarpið. Svo sest hann niður en stendur aftur upp og kallar á okkur. Ég skil ekki alveg af hverju Gísli er að koma og gefa honum tvær mínútur fyrir þetta. Hann er bara heitur. Hann er ekki að öskra á dómarana, ekki á eftirlitsdómarana. Hann er bara aðeins að pústa við okkur. Mér fannst það allt í lagi. Ég var ekkert að kvarta. Mér fannst furðulegt að skipta sér af þessu,“ sagði Jóhann Gunnar. Þarf að leyfa þeim að vera með tilfinningar Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng. „Mönnum er heitt í hamsi og það þarf aðeins að leyfa þeim að vera með tilfinningar líka. Dómarar og eftirlitsmenn eru ekkert hafnir yfir einhverja gagnrýni. Þetta lyktar af því að eftirlitsdómarinn vilji vera með og komast aðeins í sjónvarpið. Ég er ekki hrifinn af þessu. Fyrir utan það hvað það tók svakalega langan tíma að finna út úr því hvað ætti að gera. Fékk hann fjórar mínútur eða liðið tvisvar sinnum tvær? Það kom eitthvað þriggja mínútna bil í leikinn sem var eitthvað galið dæmi,“ sagði Ásgeir. Jóhann ítrekaði að Stefán Rafn hefði ekki verið með neinn dónaskap heldur einfaldlega greinilega mjög óánægður með dóminn og viljað að atvikið væri skoðað á myndbandi. Ásgeir sagði það veikleikamerki hjá dómurum að geta ekki leyft leikmönnum að blása aðeins þegar tilfinningarnar væru miklar: „Gísli er enginn nýliði í þessu. Hann er búinn að upplifa ýmislegt sem dómari og eftirlitsmaður. Hann á að lesa leikinn aðeins. Leyfa Stebba að taka fimm sekúndur, fara svo til hans og segja honum að núna sé þetta búið, annars fái hann refsingu. Eða fara til Arons [Kristjánssonar, þjálfara] og segja að nú verði hann að hafa hemil á leikmanninum, annars sé þetta búið. Mér finnst þetta veikleikamerki hjá dómarastéttinni.“ Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - Haukar | Úrslitaleikur í boði Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira
Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaður Hauka, fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan seinni hálfleik fyrir að fara með hönd í andlit Arnórs Viðarssonar. Stefán Rafn var hundóánægður með ákvörðun dómaranna og kallaði til þeirra Gaupa og Jóhanns Gunnars Einarssonar sem lýstu leiknum í Eyjum á Stöð 2 Sport, og vildi að brotið yrði skoðað. Þessi hegðun Stefáns var nóg til þess að eftirlitsmaðurinn Gísli Jóhannsson vildi grípa í taumana og Haukar fengu á endanum aðra brottvísun. Atvikið og umræðuna í Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. ÍBV vann leikinn og er nú 2-0 yfir í einvíginu. Klippa: Seinni bylgjan - Stefán Rafn fékk tvær brottvísanir „Hann byrjaði að kalla að það ætti að skoða þetta í VAR,“ sagði Jóhann Gunnar sem eins og fyrr segir lýsti leiknum með Gaupa. „Hann öskraði á okkur þar sem við erum væntanlega að „representa“ sjónvarpið. Svo sest hann niður en stendur aftur upp og kallar á okkur. Ég skil ekki alveg af hverju Gísli er að koma og gefa honum tvær mínútur fyrir þetta. Hann er bara heitur. Hann er ekki að öskra á dómarana, ekki á eftirlitsdómarana. Hann er bara aðeins að pústa við okkur. Mér fannst það allt í lagi. Ég var ekkert að kvarta. Mér fannst furðulegt að skipta sér af þessu,“ sagði Jóhann Gunnar. Þarf að leyfa þeim að vera með tilfinningar Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng. „Mönnum er heitt í hamsi og það þarf aðeins að leyfa þeim að vera með tilfinningar líka. Dómarar og eftirlitsmenn eru ekkert hafnir yfir einhverja gagnrýni. Þetta lyktar af því að eftirlitsdómarinn vilji vera með og komast aðeins í sjónvarpið. Ég er ekki hrifinn af þessu. Fyrir utan það hvað það tók svakalega langan tíma að finna út úr því hvað ætti að gera. Fékk hann fjórar mínútur eða liðið tvisvar sinnum tvær? Það kom eitthvað þriggja mínútna bil í leikinn sem var eitthvað galið dæmi,“ sagði Ásgeir. Jóhann ítrekaði að Stefán Rafn hefði ekki verið með neinn dónaskap heldur einfaldlega greinilega mjög óánægður með dóminn og viljað að atvikið væri skoðað á myndbandi. Ásgeir sagði það veikleikamerki hjá dómurum að geta ekki leyft leikmönnum að blása aðeins þegar tilfinningarnar væru miklar: „Gísli er enginn nýliði í þessu. Hann er búinn að upplifa ýmislegt sem dómari og eftirlitsmaður. Hann á að lesa leikinn aðeins. Leyfa Stebba að taka fimm sekúndur, fara svo til hans og segja honum að núna sé þetta búið, annars fái hann refsingu. Eða fara til Arons [Kristjánssonar, þjálfara] og segja að nú verði hann að hafa hemil á leikmanninum, annars sé þetta búið. Mér finnst þetta veikleikamerki hjá dómarastéttinni.“
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - Haukar | Úrslitaleikur í boði Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira