Innlent

Snarpir jarðskjálftar við Kleifarvatn: Stærstu skjálftarnir í nokkurra daga hrinu

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Upptök stærsta skjálftans í dag voru vestan við Kleifarvatn.
Upptök stærsta skjálftans í dag voru vestan við Kleifarvatn. Stöð 2/Egill

Nokkuð snarpur jarðskjálfti varð við Kleifarvatn skömmu eftir miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist jarðskjálftinn 3,4 að stærð. Annar jarðskjálfti varð skömmu fyrir miðnætti á svipuðum stað en hann mældist 2,9 samkvæmt fyrstu mælingum.

Báðir fundust vel á höfuðborgarsvæðinu.

Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á Reykjanesi síðustu daga. Skjálftarnir nú í kringum miðnætti hafa verið þeir sterkustu í hrinunni en jarðskjálftahrinan virðist vera eflast. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×