Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2022 22:22 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á Reykjavíkurflugvelli í morgun eftir lendingu frá Austfjörðum. Ívar Fannar Arnarsson Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þessar nýjustu skærur í áralöngum deilum um flugvöllinn en í fréttum í gær varpaði Isavia ábyrgðinni á innviðaráðherra að taka ákvörðun um svæðið. Svo vildi til að Sigurður Ingi Jóhannsson var að lenda á Reykjavíkurflugvelli í morgun í flugi frá Austfjörðum þar sem hann fagnaði húsnæðisuppbyggingu með sveitarstjórnarmönnum í Fjarðabyggð og Múlaþingi. Tilraunum ráðamanna Reykjavíkurborgar til húsbygginga í Skerjafirði var hins vegar ekki tekið jafn vel þegar ráðherrann steig frá borði. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst eiginlega leiðinlegt að það þurfi að slá á puttana á meirihlutanum í Reykjavík aftur og aftur út af þessu,“ sagði Sigurður Ingi og kvaðst ætlast til að borgin virti flugvallarsamkomulagið sem gert var fyrir tveimur árum. Flugvél Icelandair með ráðherrann um borð og Hlíðarendablokkir í baksýn. Það hverfi reis eftir átök um lokun þriðju og minnstu brautar flugvallarins. Svipaðar byggingar myndu rísa Skerjafjarðarmegin.Ívar Fannar Arnarsson „Meðan annar kostur, jafngóður eða betri, er hvorki fundinn né uppbyggður þá felst samkomulagið í því að þessi völlur hér, sem við stöndum á, eigi að vera í óbreyttri rekstrarlegri og öryggislegri mynd. Og það er hann ekki, að mati Isavia og þeirra ráðgjafa, ef að þessar byggingar fara af stað hér í Skerjafirði.“ Það gengi því ekki að borgin fengi Skerjafjarðarlandið afhent. „Nei, það getur ekki gerst að óbreyttu. Og ég hef ekki séð þær mótvægisaðgerðir sem hægt sé að benda á.“ -En þýðir þetta að þú munt leggjast þá gegn því að frekara land verði tekið af flugvellinum þangað til nýr flugvöllur er kominn? „Samkomulagið sneri um það. Og eins og ég segi: Í minni sveit virða menn samkomulög,“ sagði ráðherra flugmála. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Einar Árnason Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina hins vegar hafa stigið öll skref í samræmi við samkomulagið og segir ótvírætt að byggingar í Skerjafirði séu ásættanlegar út frá flugöryggi. „Þarna þarf Isavia að fara í bara ákveðið áhættumat og hugsanlega mótvægisaðgerðir. En flugöryggi er í engu raskað,“ segir Dagur. -En Isavia segir að þessar mótvægisaðgerðir þýði að það þurfi að loka flugvellinum þegar ákveðnar aðstæður komi upp og þar með skerða rekstraröryggið? „Það er væntanlega það sem hugsanlega kæmi út úr áhættumatinu. Það hefur ekki farið fram og það er á borði Isavia.“ Tveir forystumenn Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, sömdu um kaup borgarinnar á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði árið 2013.Reykjavíkurborg Dagur minnir á að borgin hafi þegar fengið landið og afsal fyrir því. En hyggst borgin þá fara í framkvæmdir á landinu í ósamkomulagi við ríkisvaldið? „Ég hef ekki haft þann háttinn á og ég held að það þurfi heldur ekki að hafa þann háttinn á í þessu máli. Auðvitað þurftum við að fara fyrir dóm með þriðjubrautarmálið á sínum tíma. En ég held að allir hljóti að hafa lært á því máli hvar línurnar liggja í þessu. Og geri bara ráð fyrir því að, hér eftir sem hingað til, að þá setjumst við bara niður með Isavia og ráðuneytinu varðandi þessi mál.“ -Ráðherrann virðist býsna harður og ákveðinn í málinu. Ert þú tilbúinn að fara í hart við hann? „Ég veit ekki hvort það þurfi nokkuð að fara í hart. Því að þetta afsal var gefið út 2016,“ svarar borgarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag. 4. maí 2022 12:33 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þessar nýjustu skærur í áralöngum deilum um flugvöllinn en í fréttum í gær varpaði Isavia ábyrgðinni á innviðaráðherra að taka ákvörðun um svæðið. Svo vildi til að Sigurður Ingi Jóhannsson var að lenda á Reykjavíkurflugvelli í morgun í flugi frá Austfjörðum þar sem hann fagnaði húsnæðisuppbyggingu með sveitarstjórnarmönnum í Fjarðabyggð og Múlaþingi. Tilraunum ráðamanna Reykjavíkurborgar til húsbygginga í Skerjafirði var hins vegar ekki tekið jafn vel þegar ráðherrann steig frá borði. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst eiginlega leiðinlegt að það þurfi að slá á puttana á meirihlutanum í Reykjavík aftur og aftur út af þessu,“ sagði Sigurður Ingi og kvaðst ætlast til að borgin virti flugvallarsamkomulagið sem gert var fyrir tveimur árum. Flugvél Icelandair með ráðherrann um borð og Hlíðarendablokkir í baksýn. Það hverfi reis eftir átök um lokun þriðju og minnstu brautar flugvallarins. Svipaðar byggingar myndu rísa Skerjafjarðarmegin.Ívar Fannar Arnarsson „Meðan annar kostur, jafngóður eða betri, er hvorki fundinn né uppbyggður þá felst samkomulagið í því að þessi völlur hér, sem við stöndum á, eigi að vera í óbreyttri rekstrarlegri og öryggislegri mynd. Og það er hann ekki, að mati Isavia og þeirra ráðgjafa, ef að þessar byggingar fara af stað hér í Skerjafirði.“ Það gengi því ekki að borgin fengi Skerjafjarðarlandið afhent. „Nei, það getur ekki gerst að óbreyttu. Og ég hef ekki séð þær mótvægisaðgerðir sem hægt sé að benda á.“ -En þýðir þetta að þú munt leggjast þá gegn því að frekara land verði tekið af flugvellinum þangað til nýr flugvöllur er kominn? „Samkomulagið sneri um það. Og eins og ég segi: Í minni sveit virða menn samkomulög,“ sagði ráðherra flugmála. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Einar Árnason Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina hins vegar hafa stigið öll skref í samræmi við samkomulagið og segir ótvírætt að byggingar í Skerjafirði séu ásættanlegar út frá flugöryggi. „Þarna þarf Isavia að fara í bara ákveðið áhættumat og hugsanlega mótvægisaðgerðir. En flugöryggi er í engu raskað,“ segir Dagur. -En Isavia segir að þessar mótvægisaðgerðir þýði að það þurfi að loka flugvellinum þegar ákveðnar aðstæður komi upp og þar með skerða rekstraröryggið? „Það er væntanlega það sem hugsanlega kæmi út úr áhættumatinu. Það hefur ekki farið fram og það er á borði Isavia.“ Tveir forystumenn Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, sömdu um kaup borgarinnar á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði árið 2013.Reykjavíkurborg Dagur minnir á að borgin hafi þegar fengið landið og afsal fyrir því. En hyggst borgin þá fara í framkvæmdir á landinu í ósamkomulagi við ríkisvaldið? „Ég hef ekki haft þann háttinn á og ég held að það þurfi heldur ekki að hafa þann háttinn á í þessu máli. Auðvitað þurftum við að fara fyrir dóm með þriðjubrautarmálið á sínum tíma. En ég held að allir hljóti að hafa lært á því máli hvar línurnar liggja í þessu. Og geri bara ráð fyrir því að, hér eftir sem hingað til, að þá setjumst við bara niður með Isavia og ráðuneytinu varðandi þessi mál.“ -Ráðherrann virðist býsna harður og ákveðinn í málinu. Ert þú tilbúinn að fara í hart við hann? „Ég veit ekki hvort það þurfi nokkuð að fara í hart. Því að þetta afsal var gefið út 2016,“ svarar borgarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag. 4. maí 2022 12:33 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag. 4. maí 2022 12:33
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41
Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55
Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45