Hækkum hvatagreiðslur í 60.000 krónur Sighvatur Jónsson skrifar 4. maí 2022 21:30 „Góðan dag, ég heiti Sighvatur og er nýfluttur í Innri-Njarðvík,“ sagði ég hátt og snjallt við starfsmann í byggingavöruverslun í Reykjanesbæ sumarið 2018. Hann svaraði brosandi: „Ég votta þér samúð.“ Með frábærum húmor sem minnti mig á heimahagana í Vestmannaeyjum kom maðurinn því vel til skila með þessum orðum að hann væri Keflavíkurmegin í lífinu. Ég sprakk úr hlátri sem varð til þess að afgreiðslumaðurinn baðst afsökunar á þessu góðlátlega gríni. „Ef þú vilt losna við svona brandara þá skaltu bara segjast vera nýfluttur í Reykjanesbæ. Þá vitum við að þú ert aðkomumaður,“ sagði hann vinalegri og ráðgefandi röddu. Íþróttir, menntun, menning og markaðsmál Maður þarf að hafa húmor fyrir ríg sem ríkir á milli nágrannaliða eins og Keflavíkur og Njarðvíkur. Ég spilaði fótbolta í Eyjum lengst af með Þór. Ég fór reyndar yfir í Tý í 3. flokki og hef því reynslu af því að spila með bláa liðinu og því græna. Ég hef kynnst ýmsum hliðum samfélagsins í Reykjanesbæ eftir búsetu í Innri-Njarðvík þetta kjörtímabil. Konan mín kennir á svæðinu, börnin æfa fótbolta með Njarðvík og ég er í Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Njarðvíkur ásamt því að syngja með Sönghópi Suðurnesja. Íþrótta- og menntamál standa mér nærri. Einnig menningar- og markaðsmál eftir áralanga reynslu af fjölmiðlum, dagskrárgerð, framleiðslu heimildarmynda og vinnslu ýmis konar kynningarefnis til stafrænnar markaðssetningar. Hvatagreiðslur fyrir 4-18 ára Sem ég er kallaður Hvati hef ég séð hversu mikilvægar svokallaðar hvatagreiðslur eru fyrir iðkendur íþrótta í Reykjanesbæ. Ég og félagar mínir í Framsókn erum sammála um hversu áríðandi það er að berjast fyrir því strax að öll börn á aldrinum 4-18 ára njóti þessarar niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu. Við munum jafnframt beita okkur fyrir því á komandi kjörtímabili að hvatagreiðslurnar verði hækkaðar í 60.000 krónur. Reykjanesbær styður vel við íþróttafélögin í sveitarfélaginu. Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar leggjum við í Framsókn áherslu á að bæta við þann stuðning. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka var hafist handa við byggingu nýs íþróttahúss við Stapaskóla í Innri-Njarðvík sem á eftir að bæta enn frekar umgjörð körfuboltans í Reykjanesbæ. Ný Ljónagryfja verður eitt af glæsilegum höfuðvígum körfuboltans á landinu. Tryggjum íbúum Reykjanesbæjar jöfn tækifæri. Höfundur skipar 6. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjanesbær Börn og uppeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
„Góðan dag, ég heiti Sighvatur og er nýfluttur í Innri-Njarðvík,“ sagði ég hátt og snjallt við starfsmann í byggingavöruverslun í Reykjanesbæ sumarið 2018. Hann svaraði brosandi: „Ég votta þér samúð.“ Með frábærum húmor sem minnti mig á heimahagana í Vestmannaeyjum kom maðurinn því vel til skila með þessum orðum að hann væri Keflavíkurmegin í lífinu. Ég sprakk úr hlátri sem varð til þess að afgreiðslumaðurinn baðst afsökunar á þessu góðlátlega gríni. „Ef þú vilt losna við svona brandara þá skaltu bara segjast vera nýfluttur í Reykjanesbæ. Þá vitum við að þú ert aðkomumaður,“ sagði hann vinalegri og ráðgefandi röddu. Íþróttir, menntun, menning og markaðsmál Maður þarf að hafa húmor fyrir ríg sem ríkir á milli nágrannaliða eins og Keflavíkur og Njarðvíkur. Ég spilaði fótbolta í Eyjum lengst af með Þór. Ég fór reyndar yfir í Tý í 3. flokki og hef því reynslu af því að spila með bláa liðinu og því græna. Ég hef kynnst ýmsum hliðum samfélagsins í Reykjanesbæ eftir búsetu í Innri-Njarðvík þetta kjörtímabil. Konan mín kennir á svæðinu, börnin æfa fótbolta með Njarðvík og ég er í Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Njarðvíkur ásamt því að syngja með Sönghópi Suðurnesja. Íþrótta- og menntamál standa mér nærri. Einnig menningar- og markaðsmál eftir áralanga reynslu af fjölmiðlum, dagskrárgerð, framleiðslu heimildarmynda og vinnslu ýmis konar kynningarefnis til stafrænnar markaðssetningar. Hvatagreiðslur fyrir 4-18 ára Sem ég er kallaður Hvati hef ég séð hversu mikilvægar svokallaðar hvatagreiðslur eru fyrir iðkendur íþrótta í Reykjanesbæ. Ég og félagar mínir í Framsókn erum sammála um hversu áríðandi það er að berjast fyrir því strax að öll börn á aldrinum 4-18 ára njóti þessarar niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu. Við munum jafnframt beita okkur fyrir því á komandi kjörtímabili að hvatagreiðslurnar verði hækkaðar í 60.000 krónur. Reykjanesbær styður vel við íþróttafélögin í sveitarfélaginu. Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar leggjum við í Framsókn áherslu á að bæta við þann stuðning. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka var hafist handa við byggingu nýs íþróttahúss við Stapaskóla í Innri-Njarðvík sem á eftir að bæta enn frekar umgjörð körfuboltans í Reykjanesbæ. Ný Ljónagryfja verður eitt af glæsilegum höfuðvígum körfuboltans á landinu. Tryggjum íbúum Reykjanesbæjar jöfn tækifæri. Höfundur skipar 6. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun