Mosfellsbær þarf að greiða fatlaðri manneskju miskabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2022 15:54 Mosfellsbær er ekki skaðabótaskyldur í málinu en þarf að greiða miskabætur. Vísir/Vilhelm Mosfellsbær þarf að greiða fatlaðri manneskju í sveitarfélaginu 700 þúsund krónur í miskabætur. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem sagði afar takmarkaðar skýringar hafa komið fram frá Mosfellsbæ um tafir við meðferð og vinnslu umsóknar manneskjunnar um notendastýrða persónulega aðstoð. Viðkomandi sótti um aðstoðina í október 2018 en þjónusta hófst ekki fyrr en í febrúar 2021. Hæstiréttur viðurkenndi ekki skaðabótaskyldu til mannsins vegna málsins. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, stjórnarmaður hjá Öryrkjabandalagi Íslands og formaður NPA miðstöðvarinnar, segir í færslu um málið á Facebook ekki á hverjum degi sem fatlað fólk nær að sækja rétt sinn fyrir dómstólum á Íslandi. „Þvert á móti er það frávik. Í dag snéri þó Hæstiréttur við mannfjandsamlegum dómi Landsréttar í sama máli og í því felst von. Þó dómurinn taki ekki á öllum þeim fjölmörgu álitaefnum sem lögð voru fyrir hann markar hann þáttaskil þar sem hann kveður á um að sveitarfélagið sem um ræðir hafi ekki sinnt réttilega skyldum sínum til að veita NPA þjónustu,“ segir Rúnar. „Of lengi hafa sveitarfélög talið sig geta tekið umsóknir um NPA, sett þær ofan í skúffu og afgreitt eftir geðþótta. Of lengi hafa sveitarfélög talið sig geta geta beðið í mánuði og ár eftir fjármagni, bæði frá ríkinu en líka frá sveitarfélögunum sjálfum.“ Vonandi marki dómurinn þáttaskil því í honum felist skýr áfellisdómur um það hvernig sveitarfélög hafi vanrækt skyldur sínar við meðferð á réttindum einstaklinga til NPA. Málefni fatlaðs fólks Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira
Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem sagði afar takmarkaðar skýringar hafa komið fram frá Mosfellsbæ um tafir við meðferð og vinnslu umsóknar manneskjunnar um notendastýrða persónulega aðstoð. Viðkomandi sótti um aðstoðina í október 2018 en þjónusta hófst ekki fyrr en í febrúar 2021. Hæstiréttur viðurkenndi ekki skaðabótaskyldu til mannsins vegna málsins. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, stjórnarmaður hjá Öryrkjabandalagi Íslands og formaður NPA miðstöðvarinnar, segir í færslu um málið á Facebook ekki á hverjum degi sem fatlað fólk nær að sækja rétt sinn fyrir dómstólum á Íslandi. „Þvert á móti er það frávik. Í dag snéri þó Hæstiréttur við mannfjandsamlegum dómi Landsréttar í sama máli og í því felst von. Þó dómurinn taki ekki á öllum þeim fjölmörgu álitaefnum sem lögð voru fyrir hann markar hann þáttaskil þar sem hann kveður á um að sveitarfélagið sem um ræðir hafi ekki sinnt réttilega skyldum sínum til að veita NPA þjónustu,“ segir Rúnar. „Of lengi hafa sveitarfélög talið sig geta tekið umsóknir um NPA, sett þær ofan í skúffu og afgreitt eftir geðþótta. Of lengi hafa sveitarfélög talið sig geta geta beðið í mánuði og ár eftir fjármagni, bæði frá ríkinu en líka frá sveitarfélögunum sjálfum.“ Vonandi marki dómurinn þáttaskil því í honum felist skýr áfellisdómur um það hvernig sveitarfélög hafi vanrækt skyldur sínar við meðferð á réttindum einstaklinga til NPA.
Málefni fatlaðs fólks Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira