Mosfellsbær þarf að greiða fatlaðri manneskju miskabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2022 15:54 Mosfellsbær er ekki skaðabótaskyldur í málinu en þarf að greiða miskabætur. Vísir/Vilhelm Mosfellsbær þarf að greiða fatlaðri manneskju í sveitarfélaginu 700 þúsund krónur í miskabætur. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem sagði afar takmarkaðar skýringar hafa komið fram frá Mosfellsbæ um tafir við meðferð og vinnslu umsóknar manneskjunnar um notendastýrða persónulega aðstoð. Viðkomandi sótti um aðstoðina í október 2018 en þjónusta hófst ekki fyrr en í febrúar 2021. Hæstiréttur viðurkenndi ekki skaðabótaskyldu til mannsins vegna málsins. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, stjórnarmaður hjá Öryrkjabandalagi Íslands og formaður NPA miðstöðvarinnar, segir í færslu um málið á Facebook ekki á hverjum degi sem fatlað fólk nær að sækja rétt sinn fyrir dómstólum á Íslandi. „Þvert á móti er það frávik. Í dag snéri þó Hæstiréttur við mannfjandsamlegum dómi Landsréttar í sama máli og í því felst von. Þó dómurinn taki ekki á öllum þeim fjölmörgu álitaefnum sem lögð voru fyrir hann markar hann þáttaskil þar sem hann kveður á um að sveitarfélagið sem um ræðir hafi ekki sinnt réttilega skyldum sínum til að veita NPA þjónustu,“ segir Rúnar. „Of lengi hafa sveitarfélög talið sig geta tekið umsóknir um NPA, sett þær ofan í skúffu og afgreitt eftir geðþótta. Of lengi hafa sveitarfélög talið sig geta geta beðið í mánuði og ár eftir fjármagni, bæði frá ríkinu en líka frá sveitarfélögunum sjálfum.“ Vonandi marki dómurinn þáttaskil því í honum felist skýr áfellisdómur um það hvernig sveitarfélög hafi vanrækt skyldur sínar við meðferð á réttindum einstaklinga til NPA. Málefni fatlaðs fólks Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem sagði afar takmarkaðar skýringar hafa komið fram frá Mosfellsbæ um tafir við meðferð og vinnslu umsóknar manneskjunnar um notendastýrða persónulega aðstoð. Viðkomandi sótti um aðstoðina í október 2018 en þjónusta hófst ekki fyrr en í febrúar 2021. Hæstiréttur viðurkenndi ekki skaðabótaskyldu til mannsins vegna málsins. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, stjórnarmaður hjá Öryrkjabandalagi Íslands og formaður NPA miðstöðvarinnar, segir í færslu um málið á Facebook ekki á hverjum degi sem fatlað fólk nær að sækja rétt sinn fyrir dómstólum á Íslandi. „Þvert á móti er það frávik. Í dag snéri þó Hæstiréttur við mannfjandsamlegum dómi Landsréttar í sama máli og í því felst von. Þó dómurinn taki ekki á öllum þeim fjölmörgu álitaefnum sem lögð voru fyrir hann markar hann þáttaskil þar sem hann kveður á um að sveitarfélagið sem um ræðir hafi ekki sinnt réttilega skyldum sínum til að veita NPA þjónustu,“ segir Rúnar. „Of lengi hafa sveitarfélög talið sig geta tekið umsóknir um NPA, sett þær ofan í skúffu og afgreitt eftir geðþótta. Of lengi hafa sveitarfélög talið sig geta geta beðið í mánuði og ár eftir fjármagni, bæði frá ríkinu en líka frá sveitarfélögunum sjálfum.“ Vonandi marki dómurinn þáttaskil því í honum felist skýr áfellisdómur um það hvernig sveitarfélög hafi vanrækt skyldur sínar við meðferð á réttindum einstaklinga til NPA.
Málefni fatlaðs fólks Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira