Ég á þig, ég má þig! Jenný K. Valberg skrifar 4. maí 2022 15:30 TW. Textinn inniheldur efni og lýsingar sem er ekki fyrir viðkvæma. Um kynferðislegt ofbeldi í nánum samböndum . Flest höfum við einhverjar hugmyndir um hvað kynferðislegt ofbeldi er. Við lesum lýsingar kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á vinnustöðum, skemmtistöðum og í heimapartýjum svo eitthvað sé nefnt. Fæst okkar áttum okkur þó á því gríðarlega mikla og alvarlega kynferðislega ofbeldi sem á sér oft stað innan veggja heimilisins. Þar sem menn beita markvissu og alvarlegu ofbeldi í skjóli þeirrar friðhelgi sem heimilið á að vera. Í nafni húsbóndavalds eða sjálfskipaðs makaréttar sem sá sem ofbeldi beitir, tekur. Þegar kona sem býr við ofbeldi kemur heim, opnar útidyrahurðina, fer úr yfirhöfn og skóm, leggur frá sér lykla og síma og gengur inn er hún ekki að koma heim í öryggi. Þau sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum lýsa flestir því sama, það er að þær hitta menn sem í upphafi sambands virðast heilbrigðir og góðir einstaklingar en eftir skamman tíma fer að bera á brestum. Og vegna þess að þeir hafa verið svo frábærir í byrjun þá er auðvelt að hunsa rauðu flöggin sem birtast, sérstaklega þar sem þeir eru mjög sannfærandi þegar þeir réttlæta hegðun sína og einnig vegna þess að þeir kenna þolanda sínum um það sem fór úrskeiðis og afsaka og réttlæta þar með gjörðir sínar. Ofbeldissambönd hefjast yfirleitt á því að sá sem beitir ofbeldi byrjar stýringu og stjórn með andlegu ofbeldi, þar sem hann fær hinn aðilann til að verða óöruggan um sína framkomu og hegðun en síðar bætast svo jafnvel fleiri birtingarmyndir ofbeldis við. Að nuða, suða og pressa Algengasta birtingarmynd kynferðislegs ofbeldis í nánum samböndum er það sem hefur verið kallað að „nuða, suða og pressa“. Þá býr sá sem er með ofbeldishegðunina til kröfu um kynlíf sem er oft eitthvað á þessa leið „þú ert nú kærastan/konan mín“, „það er nú eitthvað skrítið að maður megi ekki neitt heima hjá sér“. „Viltu í alvöru að ég fari eitthvað annað“? „Er eitthvað að þér?“ „Þú ert ALDREI í stuði“. Markmiðið er að fá þolandann til að upplifa að kynlíf sé sjálfsagður réttur karls í sambandi og að konum sé skylt að veita þessa þjónustu. Til að styrkja hlýðni kvenna í þessum aðstæðum nota menn andlegt ofbeldi á borð við fýlustjórnun, reiði og/eða ógnarstjórn og stundum aðrar birtingarmyndir til að fá sínu fram. Og algengt er að þolandi hætti að reyna að standa með sér og meti aðstæður þannig að auðveldara sé að láta undan fremur en að eiga á hættu að gerandinn beiti frekara ofbeldi. Að nuða, suða og pressa um mörk, allir einstaklingar hafa persónuleg mörk sem eru þeirra innri áttaviti í gegnum lífið, þetta eru gildin okkar sem manneskjur og mörkin okkar. Þau endurspegla hver við erum og hvað við viljum. Í ofbeldissamböndum getur reynst ómögulegt að halda persónulegum mörkum því aðilinn sem er með ofbeldishegðunina raðar ávallt markmiðum sínum ofar velferð brotaþolans og notar oft andlegt ofbeldi á borð við eftirfarandi setningar til að ryðja veginn „Heldurðu að ég myndi nokkurn tímann meiða þig“? „Treystir þú mér ekki“?, „Þú ert svo mikil tepra“, „Mætti halda að þú hafir verið misnotuð!“ „Ertu ekki með neitt ímyndunarafl“? „Ég veit ekki hvort ég muni endast í sambandi með manneskju sem er ALDREI til í að gera neitt nýtt og „“spennandi““. Sumir gerendur í ofbeldissamböndum setja einnig fram reglur í sambandinu. Dæmi um þetta er „kynlífsdagatalið“ en þá telja þeir sig hafa rétt á líkömum maka síns í ákveðið mörg skipti yfir ákveðið tímabil. Þeir koma fram við maka sína eins og þær séu viðföng sem eigi að veita kynlíf með a.m.k. ákveðnu millibili og ef þær geti ekki orðið við því þá séu þær komnar í líkamlega skuld við maka sinn. Og oftast sér þolandi ekki aðra kosti en að gefa eftir til að losna við fýlu- og reiðistjórnun eða aðrar birtingamyndir ofbeldis. Oft er þannig einfaldara að gefa hreinlega eftir en að „taka slaginn“ því oftar en ekki þarf þolandinn hreinlega á því að halda að geta farið að sofa til að geta sinnt öðrum daglegum skyldum sínum, eins og börnum, vinnu og skóla. Og áfram halda þeir oft og sumir búa það til að þolandi sé í líkamlegri skuld ef þær ætla að eiga einhverjar stundir fyrir sig sjálfar „Ætlarðu út að hitta vinkonur? Ég ætla þá að fylla á tankinn hjá þér áður en þú ferð út“. Eða, „Ég vil þá fá kynlíf um leið og þú kemur heim“. Stigmögnun í kynferðislegu ofbeldi er oft á þann veg að gerandi vill að þolandi fari að taka þátt í athöfnum með öðrum utan sambandsins. Annaðhvort með því að fara fram á að bæta þriðja aðila við í kynlífsathöfnum eða að fara fram á að þolandi sæki nektar og/eða kynlífsstaði, „hvað, er ekki allt í lagi að kíkja á nektar klúbba eða „swing“ klúbba, það þarf ekki að gera neitt!“ eða „í alvöru, við erum komin hingað, ætlar þú að gera okkur að fífli? Allir eru að taka þátt nema þú“. Eða „mér finnst kynlífið okkar svo geggjað og ég vil ekki að það fari að verða leiðinlegt“. Enn og aftur á þolandi erfitt með að neita án þess að það skapist fýla og spenna. Meginmálið er að ef þú færð ekki hreint svar um samþykki þá er svarið nei! „Hmm, leyfðu mér að hugsa“ þýðir í raun nei. „Já þú meinar, ég veit ekki alveg“ þýðir í raun nei. „Kannski seinna“ þýðir í raun nei. „Skoðum málið“ þýðir í raun nei. Allt sem er ekki JÁ, er nei! Í öllum framangreindum tilvikum liggur ekki fyrir samþykki konunnar. Líkami konunnar er „eign“ karlsins og hún hefur engan möguleika á að stöðva ofbeldið þar sem það myndi einungis gera hana útsettari fyrir öðrum birtingarmyndum ofbeldis. Það þarf vissulega ekki að fjölyrða um hversu alvarleg áhrif ofbeldi getur haft á líf þeirra einstaklinga sem fyrir því verða. Vanvirðing gagnvart konum er í þessum tilvikum algjört, konur eru ekki kynlífstæki með púls sem eiga vera til taks 24/7 til að þjónusta karla. Ef þú telur þig búa við ofbeldi í nánu sambandi getur þú haft samband við Bjarkarhlíð, Kvennaathvarfið, Bjarmahlíð og Aflið á Akureyri, Sigurhæðir á Selfossi og Stígamót fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Höfundur er kynjafræðingur og ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð. Greinin er sú fyrri grein af tveimur, en sú síðari mun birtast á Vísi á næstu dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
TW. Textinn inniheldur efni og lýsingar sem er ekki fyrir viðkvæma. Um kynferðislegt ofbeldi í nánum samböndum . Flest höfum við einhverjar hugmyndir um hvað kynferðislegt ofbeldi er. Við lesum lýsingar kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á vinnustöðum, skemmtistöðum og í heimapartýjum svo eitthvað sé nefnt. Fæst okkar áttum okkur þó á því gríðarlega mikla og alvarlega kynferðislega ofbeldi sem á sér oft stað innan veggja heimilisins. Þar sem menn beita markvissu og alvarlegu ofbeldi í skjóli þeirrar friðhelgi sem heimilið á að vera. Í nafni húsbóndavalds eða sjálfskipaðs makaréttar sem sá sem ofbeldi beitir, tekur. Þegar kona sem býr við ofbeldi kemur heim, opnar útidyrahurðina, fer úr yfirhöfn og skóm, leggur frá sér lykla og síma og gengur inn er hún ekki að koma heim í öryggi. Þau sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum lýsa flestir því sama, það er að þær hitta menn sem í upphafi sambands virðast heilbrigðir og góðir einstaklingar en eftir skamman tíma fer að bera á brestum. Og vegna þess að þeir hafa verið svo frábærir í byrjun þá er auðvelt að hunsa rauðu flöggin sem birtast, sérstaklega þar sem þeir eru mjög sannfærandi þegar þeir réttlæta hegðun sína og einnig vegna þess að þeir kenna þolanda sínum um það sem fór úrskeiðis og afsaka og réttlæta þar með gjörðir sínar. Ofbeldissambönd hefjast yfirleitt á því að sá sem beitir ofbeldi byrjar stýringu og stjórn með andlegu ofbeldi, þar sem hann fær hinn aðilann til að verða óöruggan um sína framkomu og hegðun en síðar bætast svo jafnvel fleiri birtingarmyndir ofbeldis við. Að nuða, suða og pressa Algengasta birtingarmynd kynferðislegs ofbeldis í nánum samböndum er það sem hefur verið kallað að „nuða, suða og pressa“. Þá býr sá sem er með ofbeldishegðunina til kröfu um kynlíf sem er oft eitthvað á þessa leið „þú ert nú kærastan/konan mín“, „það er nú eitthvað skrítið að maður megi ekki neitt heima hjá sér“. „Viltu í alvöru að ég fari eitthvað annað“? „Er eitthvað að þér?“ „Þú ert ALDREI í stuði“. Markmiðið er að fá þolandann til að upplifa að kynlíf sé sjálfsagður réttur karls í sambandi og að konum sé skylt að veita þessa þjónustu. Til að styrkja hlýðni kvenna í þessum aðstæðum nota menn andlegt ofbeldi á borð við fýlustjórnun, reiði og/eða ógnarstjórn og stundum aðrar birtingarmyndir til að fá sínu fram. Og algengt er að þolandi hætti að reyna að standa með sér og meti aðstæður þannig að auðveldara sé að láta undan fremur en að eiga á hættu að gerandinn beiti frekara ofbeldi. Að nuða, suða og pressa um mörk, allir einstaklingar hafa persónuleg mörk sem eru þeirra innri áttaviti í gegnum lífið, þetta eru gildin okkar sem manneskjur og mörkin okkar. Þau endurspegla hver við erum og hvað við viljum. Í ofbeldissamböndum getur reynst ómögulegt að halda persónulegum mörkum því aðilinn sem er með ofbeldishegðunina raðar ávallt markmiðum sínum ofar velferð brotaþolans og notar oft andlegt ofbeldi á borð við eftirfarandi setningar til að ryðja veginn „Heldurðu að ég myndi nokkurn tímann meiða þig“? „Treystir þú mér ekki“?, „Þú ert svo mikil tepra“, „Mætti halda að þú hafir verið misnotuð!“ „Ertu ekki með neitt ímyndunarafl“? „Ég veit ekki hvort ég muni endast í sambandi með manneskju sem er ALDREI til í að gera neitt nýtt og „“spennandi““. Sumir gerendur í ofbeldissamböndum setja einnig fram reglur í sambandinu. Dæmi um þetta er „kynlífsdagatalið“ en þá telja þeir sig hafa rétt á líkömum maka síns í ákveðið mörg skipti yfir ákveðið tímabil. Þeir koma fram við maka sína eins og þær séu viðföng sem eigi að veita kynlíf með a.m.k. ákveðnu millibili og ef þær geti ekki orðið við því þá séu þær komnar í líkamlega skuld við maka sinn. Og oftast sér þolandi ekki aðra kosti en að gefa eftir til að losna við fýlu- og reiðistjórnun eða aðrar birtingamyndir ofbeldis. Oft er þannig einfaldara að gefa hreinlega eftir en að „taka slaginn“ því oftar en ekki þarf þolandinn hreinlega á því að halda að geta farið að sofa til að geta sinnt öðrum daglegum skyldum sínum, eins og börnum, vinnu og skóla. Og áfram halda þeir oft og sumir búa það til að þolandi sé í líkamlegri skuld ef þær ætla að eiga einhverjar stundir fyrir sig sjálfar „Ætlarðu út að hitta vinkonur? Ég ætla þá að fylla á tankinn hjá þér áður en þú ferð út“. Eða, „Ég vil þá fá kynlíf um leið og þú kemur heim“. Stigmögnun í kynferðislegu ofbeldi er oft á þann veg að gerandi vill að þolandi fari að taka þátt í athöfnum með öðrum utan sambandsins. Annaðhvort með því að fara fram á að bæta þriðja aðila við í kynlífsathöfnum eða að fara fram á að þolandi sæki nektar og/eða kynlífsstaði, „hvað, er ekki allt í lagi að kíkja á nektar klúbba eða „swing“ klúbba, það þarf ekki að gera neitt!“ eða „í alvöru, við erum komin hingað, ætlar þú að gera okkur að fífli? Allir eru að taka þátt nema þú“. Eða „mér finnst kynlífið okkar svo geggjað og ég vil ekki að það fari að verða leiðinlegt“. Enn og aftur á þolandi erfitt með að neita án þess að það skapist fýla og spenna. Meginmálið er að ef þú færð ekki hreint svar um samþykki þá er svarið nei! „Hmm, leyfðu mér að hugsa“ þýðir í raun nei. „Já þú meinar, ég veit ekki alveg“ þýðir í raun nei. „Kannski seinna“ þýðir í raun nei. „Skoðum málið“ þýðir í raun nei. Allt sem er ekki JÁ, er nei! Í öllum framangreindum tilvikum liggur ekki fyrir samþykki konunnar. Líkami konunnar er „eign“ karlsins og hún hefur engan möguleika á að stöðva ofbeldið þar sem það myndi einungis gera hana útsettari fyrir öðrum birtingarmyndum ofbeldis. Það þarf vissulega ekki að fjölyrða um hversu alvarleg áhrif ofbeldi getur haft á líf þeirra einstaklinga sem fyrir því verða. Vanvirðing gagnvart konum er í þessum tilvikum algjört, konur eru ekki kynlífstæki með púls sem eiga vera til taks 24/7 til að þjónusta karla. Ef þú telur þig búa við ofbeldi í nánu sambandi getur þú haft samband við Bjarkarhlíð, Kvennaathvarfið, Bjarmahlíð og Aflið á Akureyri, Sigurhæðir á Selfossi og Stígamót fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Höfundur er kynjafræðingur og ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð. Greinin er sú fyrri grein af tveimur, en sú síðari mun birtast á Vísi á næstu dögum.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar