Segir Depp hafa stungið áfengisflösku í kynfæri Heard Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2022 22:29 Johnny Depp og Amber heard. AP/Jim Watson Amber Heard þjáðist af áfallastreituröskun eftir árásir Johnny Depps, fyrrverandi eiginmanns hennar. Þetta sagði geðlæknir hennar í dómsal í dag og sagði hún að hann hefði meðal annars beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Dawn Hughes, réttarsálfræðingur, sagði að Depp hefði meðal annars þvingað Heard til munnmaka og stungið áfengisflösku í kynfæri hennar. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði Hughes að Heard þjáðist ekki af jaðarpersónuleikaröskun, eins og lögmenn Depps höfðu haldið fram. Þeir höfðu einnig sagt að Heard hefði þóst þjást af áfallastreituröskun, sem Hughes sagði ekki rétt, samkvæmt hennar mati. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp hefur höfðað mál gegn Heard og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Dawn Hughes, réttarsálfræðingur.AP/Jim Watson Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Hughes sagði ýmislegt styðja sögu Heard. Meðal annars hefði Depp sent skilaboð til vina um slæma hegðun hans undir áhrifum áfengis. Þar að auki hafi hann sent Heard afsökunarbeiðni og Hughes sagði einnig að Heard hefði sagt þerapistum sínum frá árásunum á sínum tíma. Huges sagði ofbeldishegðun Depps snúast um öfund hans. Hann hafi skipað Heard að leika ekki í neinum nektarsenum og ítrekað sakað hana um að halda við meðleikara hennar eins og Billy Bob Thornton og James Franco. Þá sagði Hughes að Depp hefði hringt í samstarfsmenn Heard og beðið þá um að fylgjast með henni fyrir sig. Málaferlin fara fram fyrir opnum dyrum og er þeim sjónvarpað. Horfa má á hluta vitnisburðar Hughes hér að neðan. Hann byggir á viðtölum við Heard, sálfræðinga hennar og dómskjölum. Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 25. apríl 2022 23:31 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Sjá meira
Dawn Hughes, réttarsálfræðingur, sagði að Depp hefði meðal annars þvingað Heard til munnmaka og stungið áfengisflösku í kynfæri hennar. Samkvæmt AP fréttaveitunni sagði Hughes að Heard þjáðist ekki af jaðarpersónuleikaröskun, eins og lögmenn Depps höfðu haldið fram. Þeir höfðu einnig sagt að Heard hefði þóst þjást af áfallastreituröskun, sem Hughes sagði ekki rétt, samkvæmt hennar mati. Depp og Heard kynntust við tökur á Rum Diaries árið 2009 og giftu sig árið 2015. Þau skildu þó um ári síðar. Depp hefur höfðað mál gegn Heard og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Dawn Hughes, réttarsálfræðingur.AP/Jim Watson Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala. Hughes sagði ýmislegt styðja sögu Heard. Meðal annars hefði Depp sent skilaboð til vina um slæma hegðun hans undir áhrifum áfengis. Þar að auki hafi hann sent Heard afsökunarbeiðni og Hughes sagði einnig að Heard hefði sagt þerapistum sínum frá árásunum á sínum tíma. Huges sagði ofbeldishegðun Depps snúast um öfund hans. Hann hafi skipað Heard að leika ekki í neinum nektarsenum og ítrekað sakað hana um að halda við meðleikara hennar eins og Billy Bob Thornton og James Franco. Þá sagði Hughes að Depp hefði hringt í samstarfsmenn Heard og beðið þá um að fylgjast með henni fyrir sig. Málaferlin fara fram fyrir opnum dyrum og er þeim sjónvarpað. Horfa má á hluta vitnisburðar Hughes hér að neðan. Hann byggir á viðtölum við Heard, sálfræðinga hennar og dómskjölum.
Deilur Johnny Depp og Amber Heard Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 25. apríl 2022 23:31 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Sjá meira
Ógeðsleg SMS á milli Johnny Depp og Paul Bettany um Amber Heard Hollywoodstjörnurnar Johnny Depp og Amber Heard takast nú á fyrir opnum tjöldum í réttarsal vestanhafs og saka hvort annað um ofbeldi á víxl. Fleiri stórleikarar hafa dregist inn í réttarhöldin og bæði þurfa að viðra allan óhreina þvottinn sinn fyrir heimsbyggðinni. 25. apríl 2022 23:31
Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49