Undarlegt lýðræði í Kennarafélagi Reykjavíkur Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 4. maí 2022 10:00 Í formannskosningum í Kennarafélagi Reykjavíkur, sem haldnar voru 29. apríl s.l. varð ég vitni að stórfelldri vanvirðingu á lýðræðislegum stjórnarháttum. Þetta byrjaði kvöldið áður en framboðsfrestur rann út eða 29. mars. Ég hafði boðið mig fram til formanns gegn sitjandi formanni Jóni Inga Gíslasyni og fékk þá um kvöldið ítrekaðar símhringingar, sem ég var of upptekin til að svara. Þær reyndust vera frá stuðningskonu sitjandi formanns KFR. Hann er yfirlýstur framsóknarmaður og hún er í framboði fyrir Samfylkingu. Fékk svo skilaboð um hvort ég gæti hitt hana daginn eftir. Við ræddum síðan saman um kvöldið og var erindi hennar að biðja mig eindregið að draga framboð mitt til baka. Hún varaði mig við því að kosningabaráttan yrði pólitískur leðjuslagur og „allt dregið fram“ um okkur frambjóðendur. Þetta „allt“ hafði ég ekki frekari hugmynd um hvað gæti verið fremur en í hvaða flokkspólitíska leðjuslag ég ætti að geta lent, enda aldrei á langri ævi verið skráð í stjórnmálaflokk (en gerði það þó nýverið). En efni samtalsins var ekki búið. Þar sem ég væri góður kennari, „myndum við sjá til þess“ sagði hún, að ég færi í góða nefnd s.s. skólamálanefnd EF ég dregði framboðið til baka. Fyrir utan það að ég hef alls ekki mestan áhuga á skólamálunum innan mismunandi verkefnaflokka stéttafélags þá er spurning hver þessi „við“ séu/eru. Það voru allavega ekki kennarar í Kennarafélagi Reykjavíkur, sem höfðu tekið þessa ákvörðun um nefndarkosningu, enda margar vikur í kosningar í nefndir í Félagi grunnskólakennara. Sami stjórnarmeðlimur sagði við mig að ég ynni eflaust kosningarnar yrðu þær rafrænar, en sagði jafnframt að það yrðu þær ekki. Nokkrum dögum fyrir aðalfundinn komu fram spurningar á Facebook síðu KFR hvort ekki væri hægt að hafa kosningarnar rafrænar. Annar stjórnarmeðlimur en formaður (Framsóknarmaður nr. 2) svaraði því til (í upphafi)og sagði það ekki löglegt, þótt aðeins standi í lögum félagsins að kosningar skuli vera leynilegar og fara fram á aðalfundi. Þess má geta að í sömu vikunni voru að minnsta kosti tvö sambærileg félög með streymi af aðalfundi og rafræna kosningu, Ökukennarafélag Íslands og Leiðsögn félag leiðsögumanna. Fékk þessi umræða á FB síðu KFR mun fleiri athugasemdir og fleiri líkuðu við, en um flest sem þar fer fram. Við aðra ítrekun spurningarinnar, svaraði formaður því til að 30 sinnum hefði verið sagt að til að hafa rafrænar kosningar þyrfti að breyta lögum og þess vegna yrðu kosningarnar ekki rafrænar. Á sama tíma kom hins vegar enn annar stjórnarmeðlimur (Samfylkingarmaður nr. 2) með athugasemd við umræðuna og sagði að þetta hefði verið rætt á fundi stjórnar og samróma niðurstaða að hafa ekki rafrænar kosningar, það væri svo gaman að hittast í raunheimum (rafræn kosning hefði reyndar ekki komið í veg fyrir að félagarnir gætu hist á fundi í raunheimum). Svona er heiðarleikinn. Mér var hugsað til allra þeirra sem af einum eða öðrum ástæðum áttu ekki heimangengt á fund í raunheimum, enginn þeirra hafði í raun kosningarétt. Að öðru, vefsíða Kennarafélags Reykjavíkur er lélegur brandari. Í fyrsta lagi finnst hún ekki með leitarvél, nema leitað sé fyrst undir síðu Kennarasambands Íslands, KÍ. Það eina, sem næstum alltaf sést er netfang og símanúmer formanns, enda talið að upplýsingaflæði sé í lagi þar sem alltaf megi hringja í hann. Fyrir utan þá hörmung á upplýsingaskorti, sem umrædd síða er þá lá hún meira og minna niðri á meðan á kosningabaráttunni stóð. Hvernig var svo staðið að kynningu á þessum mikilvæga aðalfundi Kennarafélags Reykjavíkur, sem hefur um 1500 félaga og kosningunum sem þar færu fram? Rúmlega mánuði fyrir aðalfund kom ein setning meðal margra um hann meðal mikils fjölda annarra liða um „dagskrána framundan“. Heil vika leið eftir að framboðum hafði verið skilað inn og þau samþykkt þar til tilkynning um nöfnin kom fram á vefsíðu KFR. Daginn áður en það gerðist hafði ég bent formanni á að ekkert hefði enn komið fram um þetta atriði frá KFR. Engin kynning var haldin á frambjóðendum, engar upplýsingar um áhersluatriði eins og ég hafði þó verið beðin um að senda inn í greinargerð með framboðinu. Aðeins nafn og skóli. – Einni viku fyrir aðalfundinn birtist fyrst augljós tilkynning um fundinn á Facebook síðu KFR, en á henni voru þá um 700 manns af ríflega 1500 félagsmanna hópi. Félögum fjölgaði í 1200 eftir að ég og nokkrir kollegar lögðum í þá vinnu að bjóða hundruðum félagsmanna á síðuna, sem er eini virki upplýsinga- og samskipta vettvangur félagsins. Ekki er öll sagan sögð enn. Tvisvar sinnum gerðist það á fyrstu tveimur vikum kosningabaráttu minnar, - sem snerist m.a. um að skrifa greinar um skólamál frá mörgum sjónarhornum – að birtingu greinanna var eytt út af Facebook síðu KFR. Fyrst vissi ég það vegna ábendingar frá stjórnarmeðlimi (en þeir eru jafnframt allir stjórnendur síðunnar) og bað því um birtingu aftur, sem var samþykkt. Öðru sinni varð ég þess vör að grein nr. tvö hafði verið eytt út, því ég fylgdist með og setti þá greinina aftur inn og var hún samþykkt öðru sinni. Í þriðja skiptið var ég stödd í fríi erlendis og tilviljun að ég gaf mér tíma til að renna yfir síðu KFR. Þá hafði innlegg frá mér, þriðja greinin verið falin/gerð ósýnileg a.m.k. mér en að öðru leyti á síðunni (þetta getur maður séð mjög vel). Þá fauk í mig og ég sendi formanni KFR harðorð einkaskilaboð. Síðan hefur þetta ekki gerst aftur. Þá að stórkostlegri fundarstjórn aðalfundarins. Fundarstjórinn, sem sitjandi formaður hafði valið, byrjaði fundinn á að kveða skýrt á um að engar umræður yrðu leyfðar á fundinum umfram dagskrá. Starfandi formaður fór yfir skýrslu stjórnar (prýddri áberandi myndum af honum sjálfum) og gjaldkeri fór yfir reikninga. Undir þeim lið, sem heitir því langa nafni „Aðrir fundir, námskeið, gönguferðir“ kom spurning úr sal um hvers vegna þessi útgjöld hefðu hækkað um ríflega 2 milljónir á milli ára og spurt um sundurliðun. Gjaldkeri byrjaði að svara og nefndi meðal margs annars að áður hefði verið covid-ástand en ekki lengur. Greip þá fundarstjóri inn í og sagði; „Þetta hefur verið út af covid, takk fyrir, er fleira?“ Sem betur fer spurði annar fundargestur út í þetta aftur og var þá þakkað fyrir athugasemdina og þetta yrði betur sundurliðað næst. Samkvæmt dagskrá voru framboðsræður formannsefna næstar og kosning um þá, sem fundarstjóri ákvað að hafa í stafrófsröð frekar en að láta draga um. –Í góðu lagi með það fyrir mig sem er framarlega í stafrófinu, en áður þurfti nauðsynlega, sagði fundarstjóri, að koma að öðrum lið og kynnti ekki frekar. Í pontu steig stjórnarkona (NB. almennt stjórnarkjör var í fundardagskrá í liðnum á eftir þessum lið), sem sagðist draga framboð sitt til baka til áframahaldandi stjórnarsetu þar sem hún væri að starfa af heilindum en yrði ekki rík af stjórnarsetu í KFR. Hins vegar hefði henni „verið brígslað um að vera ólýðræðisleg og væri því hætt“. Ég kom að fjöllum en skildi seinna á fundinum að hún hafði ekki stutt rafrænar kosningar og talið þær ólöglegar skv. formanni sínum, en samstarfsfélagi hafi gagnrýnt hana fyrir það. Svo komu framboðsræður og kosningar. Gott mál að byrja á öðrum málum á meðan beðið var talningar um formennsku, sem dróst á langinn. Þegar atkvæði höfðu verið talin steig fundarstjóri í pontu og tilkynnti glaðlega að brátt myndum við vita hvers vegna formaður gæti vel beðið með að svara síðustu spurningunni um hvers vegna hefðu ekki verið rafrænar kosningar, og kynnti síðan niðurstöðu kosninganna. Úrslit voru þau að sitjandi formaður fékk 48 atkvæði gegn 25, sem þýðir 2% kjörsókn. Í kjölfar sigurs fagnaði hann og þakkaði stuðninginn á Facebook síðu félagsins með mynd af sjálfum sér og gleði yfir 2/3 hlut atkvæða. Ég átti aldrei von á þökkum fyrir kosningabaráttu, en ég átti von á mynd og kynningu á nýrri stjórn, þar sem mannaskipti urðu nær alger. Slíkt hefur ennþá hvorki birtst á Facebooksíðu KFR né vefsíðu. Og enn gerast atburðir. Á sunnudaginn var 1. maí, setti formaður KFR inn á Facebook síðu hópsins viðvörnun um að ljótum innlögnum og aðdróttunum yrði eytt út af síðunn og höfundum þeirra meinaður aðgangur. Þar sem ég hafði fylgst með síðunni í fimm vikur kom ég alveg að fjöllum. Þar var að finna mínar greinar í bland við fjölda frétta úr uppbyggilegu og góðu skólastarfi grunnskólum í Reykjavíkur, sem mótframbjóðandi minn og starfandi formaður póstuðu inn, lítið annað. Og þó, þar mátti líka finna nýlega gagnrýni og umræðu um að ekki hefðu verið lýðræðislegar rafrænar kosningar til embætta á aðalfundi og að fundinum hefði ekki verið streymt. Þó nokkrir tóku þátt, aldrei slíku vant. Ég hafði líka lýst þar yfir stuðningi við Mjöll Matthíasdóttur til formennsku í Félagi grunnskólakennara og lét þess líka getið að ég væri andsnúin einkaklúbbum í stéttafélögum. Núverandi formaður styður hinsvegar Þorgerði L. Diðriksdóttur. Spurning hvað teljast „aðdróttanir og ljót innlegg“? Eftir framboð til formanns Kennarafélags Reykjavíkur og kosningabaráttu sem var opinber og gagnsæ af minni hálfu í formi blaðaskrifa um skólamál, er ég ekki orðlausari en að ofan kemur fram. Ég er hins vegar forviða yfir dapurlegri frammistöðu fyrrum stjórnar KFR í lýðræðislegum vinnubrögðum og sorgmædd yfir þeirri stöðu sem grunnskólakennarar í Reykjavík þurfa að sætta sig við að sé í stéttarfélaginu þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og stuðningskona Mjallar Matthíasdóttur til formanns í FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Stéttarfélög Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í formannskosningum í Kennarafélagi Reykjavíkur, sem haldnar voru 29. apríl s.l. varð ég vitni að stórfelldri vanvirðingu á lýðræðislegum stjórnarháttum. Þetta byrjaði kvöldið áður en framboðsfrestur rann út eða 29. mars. Ég hafði boðið mig fram til formanns gegn sitjandi formanni Jóni Inga Gíslasyni og fékk þá um kvöldið ítrekaðar símhringingar, sem ég var of upptekin til að svara. Þær reyndust vera frá stuðningskonu sitjandi formanns KFR. Hann er yfirlýstur framsóknarmaður og hún er í framboði fyrir Samfylkingu. Fékk svo skilaboð um hvort ég gæti hitt hana daginn eftir. Við ræddum síðan saman um kvöldið og var erindi hennar að biðja mig eindregið að draga framboð mitt til baka. Hún varaði mig við því að kosningabaráttan yrði pólitískur leðjuslagur og „allt dregið fram“ um okkur frambjóðendur. Þetta „allt“ hafði ég ekki frekari hugmynd um hvað gæti verið fremur en í hvaða flokkspólitíska leðjuslag ég ætti að geta lent, enda aldrei á langri ævi verið skráð í stjórnmálaflokk (en gerði það þó nýverið). En efni samtalsins var ekki búið. Þar sem ég væri góður kennari, „myndum við sjá til þess“ sagði hún, að ég færi í góða nefnd s.s. skólamálanefnd EF ég dregði framboðið til baka. Fyrir utan það að ég hef alls ekki mestan áhuga á skólamálunum innan mismunandi verkefnaflokka stéttafélags þá er spurning hver þessi „við“ séu/eru. Það voru allavega ekki kennarar í Kennarafélagi Reykjavíkur, sem höfðu tekið þessa ákvörðun um nefndarkosningu, enda margar vikur í kosningar í nefndir í Félagi grunnskólakennara. Sami stjórnarmeðlimur sagði við mig að ég ynni eflaust kosningarnar yrðu þær rafrænar, en sagði jafnframt að það yrðu þær ekki. Nokkrum dögum fyrir aðalfundinn komu fram spurningar á Facebook síðu KFR hvort ekki væri hægt að hafa kosningarnar rafrænar. Annar stjórnarmeðlimur en formaður (Framsóknarmaður nr. 2) svaraði því til (í upphafi)og sagði það ekki löglegt, þótt aðeins standi í lögum félagsins að kosningar skuli vera leynilegar og fara fram á aðalfundi. Þess má geta að í sömu vikunni voru að minnsta kosti tvö sambærileg félög með streymi af aðalfundi og rafræna kosningu, Ökukennarafélag Íslands og Leiðsögn félag leiðsögumanna. Fékk þessi umræða á FB síðu KFR mun fleiri athugasemdir og fleiri líkuðu við, en um flest sem þar fer fram. Við aðra ítrekun spurningarinnar, svaraði formaður því til að 30 sinnum hefði verið sagt að til að hafa rafrænar kosningar þyrfti að breyta lögum og þess vegna yrðu kosningarnar ekki rafrænar. Á sama tíma kom hins vegar enn annar stjórnarmeðlimur (Samfylkingarmaður nr. 2) með athugasemd við umræðuna og sagði að þetta hefði verið rætt á fundi stjórnar og samróma niðurstaða að hafa ekki rafrænar kosningar, það væri svo gaman að hittast í raunheimum (rafræn kosning hefði reyndar ekki komið í veg fyrir að félagarnir gætu hist á fundi í raunheimum). Svona er heiðarleikinn. Mér var hugsað til allra þeirra sem af einum eða öðrum ástæðum áttu ekki heimangengt á fund í raunheimum, enginn þeirra hafði í raun kosningarétt. Að öðru, vefsíða Kennarafélags Reykjavíkur er lélegur brandari. Í fyrsta lagi finnst hún ekki með leitarvél, nema leitað sé fyrst undir síðu Kennarasambands Íslands, KÍ. Það eina, sem næstum alltaf sést er netfang og símanúmer formanns, enda talið að upplýsingaflæði sé í lagi þar sem alltaf megi hringja í hann. Fyrir utan þá hörmung á upplýsingaskorti, sem umrædd síða er þá lá hún meira og minna niðri á meðan á kosningabaráttunni stóð. Hvernig var svo staðið að kynningu á þessum mikilvæga aðalfundi Kennarafélags Reykjavíkur, sem hefur um 1500 félaga og kosningunum sem þar færu fram? Rúmlega mánuði fyrir aðalfund kom ein setning meðal margra um hann meðal mikils fjölda annarra liða um „dagskrána framundan“. Heil vika leið eftir að framboðum hafði verið skilað inn og þau samþykkt þar til tilkynning um nöfnin kom fram á vefsíðu KFR. Daginn áður en það gerðist hafði ég bent formanni á að ekkert hefði enn komið fram um þetta atriði frá KFR. Engin kynning var haldin á frambjóðendum, engar upplýsingar um áhersluatriði eins og ég hafði þó verið beðin um að senda inn í greinargerð með framboðinu. Aðeins nafn og skóli. – Einni viku fyrir aðalfundinn birtist fyrst augljós tilkynning um fundinn á Facebook síðu KFR, en á henni voru þá um 700 manns af ríflega 1500 félagsmanna hópi. Félögum fjölgaði í 1200 eftir að ég og nokkrir kollegar lögðum í þá vinnu að bjóða hundruðum félagsmanna á síðuna, sem er eini virki upplýsinga- og samskipta vettvangur félagsins. Ekki er öll sagan sögð enn. Tvisvar sinnum gerðist það á fyrstu tveimur vikum kosningabaráttu minnar, - sem snerist m.a. um að skrifa greinar um skólamál frá mörgum sjónarhornum – að birtingu greinanna var eytt út af Facebook síðu KFR. Fyrst vissi ég það vegna ábendingar frá stjórnarmeðlimi (en þeir eru jafnframt allir stjórnendur síðunnar) og bað því um birtingu aftur, sem var samþykkt. Öðru sinni varð ég þess vör að grein nr. tvö hafði verið eytt út, því ég fylgdist með og setti þá greinina aftur inn og var hún samþykkt öðru sinni. Í þriðja skiptið var ég stödd í fríi erlendis og tilviljun að ég gaf mér tíma til að renna yfir síðu KFR. Þá hafði innlegg frá mér, þriðja greinin verið falin/gerð ósýnileg a.m.k. mér en að öðru leyti á síðunni (þetta getur maður séð mjög vel). Þá fauk í mig og ég sendi formanni KFR harðorð einkaskilaboð. Síðan hefur þetta ekki gerst aftur. Þá að stórkostlegri fundarstjórn aðalfundarins. Fundarstjórinn, sem sitjandi formaður hafði valið, byrjaði fundinn á að kveða skýrt á um að engar umræður yrðu leyfðar á fundinum umfram dagskrá. Starfandi formaður fór yfir skýrslu stjórnar (prýddri áberandi myndum af honum sjálfum) og gjaldkeri fór yfir reikninga. Undir þeim lið, sem heitir því langa nafni „Aðrir fundir, námskeið, gönguferðir“ kom spurning úr sal um hvers vegna þessi útgjöld hefðu hækkað um ríflega 2 milljónir á milli ára og spurt um sundurliðun. Gjaldkeri byrjaði að svara og nefndi meðal margs annars að áður hefði verið covid-ástand en ekki lengur. Greip þá fundarstjóri inn í og sagði; „Þetta hefur verið út af covid, takk fyrir, er fleira?“ Sem betur fer spurði annar fundargestur út í þetta aftur og var þá þakkað fyrir athugasemdina og þetta yrði betur sundurliðað næst. Samkvæmt dagskrá voru framboðsræður formannsefna næstar og kosning um þá, sem fundarstjóri ákvað að hafa í stafrófsröð frekar en að láta draga um. –Í góðu lagi með það fyrir mig sem er framarlega í stafrófinu, en áður þurfti nauðsynlega, sagði fundarstjóri, að koma að öðrum lið og kynnti ekki frekar. Í pontu steig stjórnarkona (NB. almennt stjórnarkjör var í fundardagskrá í liðnum á eftir þessum lið), sem sagðist draga framboð sitt til baka til áframahaldandi stjórnarsetu þar sem hún væri að starfa af heilindum en yrði ekki rík af stjórnarsetu í KFR. Hins vegar hefði henni „verið brígslað um að vera ólýðræðisleg og væri því hætt“. Ég kom að fjöllum en skildi seinna á fundinum að hún hafði ekki stutt rafrænar kosningar og talið þær ólöglegar skv. formanni sínum, en samstarfsfélagi hafi gagnrýnt hana fyrir það. Svo komu framboðsræður og kosningar. Gott mál að byrja á öðrum málum á meðan beðið var talningar um formennsku, sem dróst á langinn. Þegar atkvæði höfðu verið talin steig fundarstjóri í pontu og tilkynnti glaðlega að brátt myndum við vita hvers vegna formaður gæti vel beðið með að svara síðustu spurningunni um hvers vegna hefðu ekki verið rafrænar kosningar, og kynnti síðan niðurstöðu kosninganna. Úrslit voru þau að sitjandi formaður fékk 48 atkvæði gegn 25, sem þýðir 2% kjörsókn. Í kjölfar sigurs fagnaði hann og þakkaði stuðninginn á Facebook síðu félagsins með mynd af sjálfum sér og gleði yfir 2/3 hlut atkvæða. Ég átti aldrei von á þökkum fyrir kosningabaráttu, en ég átti von á mynd og kynningu á nýrri stjórn, þar sem mannaskipti urðu nær alger. Slíkt hefur ennþá hvorki birtst á Facebooksíðu KFR né vefsíðu. Og enn gerast atburðir. Á sunnudaginn var 1. maí, setti formaður KFR inn á Facebook síðu hópsins viðvörnun um að ljótum innlögnum og aðdróttunum yrði eytt út af síðunn og höfundum þeirra meinaður aðgangur. Þar sem ég hafði fylgst með síðunni í fimm vikur kom ég alveg að fjöllum. Þar var að finna mínar greinar í bland við fjölda frétta úr uppbyggilegu og góðu skólastarfi grunnskólum í Reykjavíkur, sem mótframbjóðandi minn og starfandi formaður póstuðu inn, lítið annað. Og þó, þar mátti líka finna nýlega gagnrýni og umræðu um að ekki hefðu verið lýðræðislegar rafrænar kosningar til embætta á aðalfundi og að fundinum hefði ekki verið streymt. Þó nokkrir tóku þátt, aldrei slíku vant. Ég hafði líka lýst þar yfir stuðningi við Mjöll Matthíasdóttur til formennsku í Félagi grunnskólakennara og lét þess líka getið að ég væri andsnúin einkaklúbbum í stéttafélögum. Núverandi formaður styður hinsvegar Þorgerði L. Diðriksdóttur. Spurning hvað teljast „aðdróttanir og ljót innlegg“? Eftir framboð til formanns Kennarafélags Reykjavíkur og kosningabaráttu sem var opinber og gagnsæ af minni hálfu í formi blaðaskrifa um skólamál, er ég ekki orðlausari en að ofan kemur fram. Ég er hins vegar forviða yfir dapurlegri frammistöðu fyrrum stjórnar KFR í lýðræðislegum vinnubrögðum og sorgmædd yfir þeirri stöðu sem grunnskólakennarar í Reykjavík þurfa að sætta sig við að sé í stéttarfélaginu þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og stuðningskona Mjallar Matthíasdóttur til formanns í FG.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun