Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum Snorri Másson skrifar 4. maí 2022 07:02 „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. Pawel vill gera allan Laugaveg að göngugötu, en hvernig liti það út? Í innslaginu hér að ofan er sú hugmynd sett fram myndrænt og sýnt hvernig hún gæti verið útfærð. Sömuleiðis er gengið niður Laugaveginn í félagsskap frambjóðandans. Lengra en Strikið í Kaupmannahöfn Eins og sakir standa er aðeins þrjú hundruð og fimmtíu metra kafli á milli Ingólfstorgs og Hlemms varanleg göngugata. Ef allt Austurstræti, Bankastræti og Laugavegur yrðu lögð undir göngugötu frá Ingólfstorgi og upp að Hlemmi yrði það eins og hálfs kílómetra löng gata. Strikið í Kaupmannahöfn er núna lengsta göngugata heims, en það er lagt til samanburðar við þessa hugmynd verður ljóst að Laugavegur yrði lengsta göngugata í heimi. Í Íslandi í dag var rætt við Pawel um þessa hugmynd, sem hann segir ekki kosningabrellu: „Ég held að þetta væri bara brilliant. Við sjáum að sá partur Laugavegar sem þegar er göngugata hefur heppnast mjög vel.“ Pawel Bartoszek er ötull talsmaður göngugatna í Reykjavík. Hann sagði frá hugmyndum um heimsmet í þeim efnum í Íslandi í dag.Vísir Þær áhyggjur eru jafnan viðraðar í tengslum við göngugötur að þar þrífist verslun síður, þar sem fólk vill heldur koma á bílum og geta lagt þeim. Pawel segir hins vegar að samkvæmt hans útreikningum þrífist verslun betur á þeim kafla Laugavegar sem hefur verið gerður að göngugötu. „Mér finnst borðleggjandi að taka kaflann upp að Barónsstíg á næstu fjórum árum. Það er smá flókinn kafli þarna efst sem er á milli Barónsstígs og Snorrabrautar, vegna þess að þar er í dag bílastæðahús. Það gæti því frekar verið spurning um fjögur árin þar á eftir, en sýnin er klárlega þangað,“ segir Pawel Bartoszek. Pawel segir að Reykvíkingar gætu að lokum vanist þessu, jafnvel þótt aðlögunin sé sannarlega að taka sinn tíma á þeim köflum sem þegar eru göngugötur, samanber þetta innslag hér frá því síðasta sumar: Borgarstjórn Reykjavík Göngugötur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Ísland í dag Tengdar fréttir Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10 Ánægja með göngugötur eykst á milli ára Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna. 24. september 2021 18:53 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Pawel vill gera allan Laugaveg að göngugötu, en hvernig liti það út? Í innslaginu hér að ofan er sú hugmynd sett fram myndrænt og sýnt hvernig hún gæti verið útfærð. Sömuleiðis er gengið niður Laugaveginn í félagsskap frambjóðandans. Lengra en Strikið í Kaupmannahöfn Eins og sakir standa er aðeins þrjú hundruð og fimmtíu metra kafli á milli Ingólfstorgs og Hlemms varanleg göngugata. Ef allt Austurstræti, Bankastræti og Laugavegur yrðu lögð undir göngugötu frá Ingólfstorgi og upp að Hlemmi yrði það eins og hálfs kílómetra löng gata. Strikið í Kaupmannahöfn er núna lengsta göngugata heims, en það er lagt til samanburðar við þessa hugmynd verður ljóst að Laugavegur yrði lengsta göngugata í heimi. Í Íslandi í dag var rætt við Pawel um þessa hugmynd, sem hann segir ekki kosningabrellu: „Ég held að þetta væri bara brilliant. Við sjáum að sá partur Laugavegar sem þegar er göngugata hefur heppnast mjög vel.“ Pawel Bartoszek er ötull talsmaður göngugatna í Reykjavík. Hann sagði frá hugmyndum um heimsmet í þeim efnum í Íslandi í dag.Vísir Þær áhyggjur eru jafnan viðraðar í tengslum við göngugötur að þar þrífist verslun síður, þar sem fólk vill heldur koma á bílum og geta lagt þeim. Pawel segir hins vegar að samkvæmt hans útreikningum þrífist verslun betur á þeim kafla Laugavegar sem hefur verið gerður að göngugötu. „Mér finnst borðleggjandi að taka kaflann upp að Barónsstíg á næstu fjórum árum. Það er smá flókinn kafli þarna efst sem er á milli Barónsstígs og Snorrabrautar, vegna þess að þar er í dag bílastæðahús. Það gæti því frekar verið spurning um fjögur árin þar á eftir, en sýnin er klárlega þangað,“ segir Pawel Bartoszek. Pawel segir að Reykvíkingar gætu að lokum vanist þessu, jafnvel þótt aðlögunin sé sannarlega að taka sinn tíma á þeim köflum sem þegar eru göngugötur, samanber þetta innslag hér frá því síðasta sumar:
Borgarstjórn Reykjavík Göngugötur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Ísland í dag Tengdar fréttir Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10 Ánægja með göngugötur eykst á milli ára Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna. 24. september 2021 18:53 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10
Ánægja með göngugötur eykst á milli ára Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna. 24. september 2021 18:53