Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum Snorri Másson skrifar 4. maí 2022 07:02 „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. Pawel vill gera allan Laugaveg að göngugötu, en hvernig liti það út? Í innslaginu hér að ofan er sú hugmynd sett fram myndrænt og sýnt hvernig hún gæti verið útfærð. Sömuleiðis er gengið niður Laugaveginn í félagsskap frambjóðandans. Lengra en Strikið í Kaupmannahöfn Eins og sakir standa er aðeins þrjú hundruð og fimmtíu metra kafli á milli Ingólfstorgs og Hlemms varanleg göngugata. Ef allt Austurstræti, Bankastræti og Laugavegur yrðu lögð undir göngugötu frá Ingólfstorgi og upp að Hlemmi yrði það eins og hálfs kílómetra löng gata. Strikið í Kaupmannahöfn er núna lengsta göngugata heims, en það er lagt til samanburðar við þessa hugmynd verður ljóst að Laugavegur yrði lengsta göngugata í heimi. Í Íslandi í dag var rætt við Pawel um þessa hugmynd, sem hann segir ekki kosningabrellu: „Ég held að þetta væri bara brilliant. Við sjáum að sá partur Laugavegar sem þegar er göngugata hefur heppnast mjög vel.“ Pawel Bartoszek er ötull talsmaður göngugatna í Reykjavík. Hann sagði frá hugmyndum um heimsmet í þeim efnum í Íslandi í dag.Vísir Þær áhyggjur eru jafnan viðraðar í tengslum við göngugötur að þar þrífist verslun síður, þar sem fólk vill heldur koma á bílum og geta lagt þeim. Pawel segir hins vegar að samkvæmt hans útreikningum þrífist verslun betur á þeim kafla Laugavegar sem hefur verið gerður að göngugötu. „Mér finnst borðleggjandi að taka kaflann upp að Barónsstíg á næstu fjórum árum. Það er smá flókinn kafli þarna efst sem er á milli Barónsstígs og Snorrabrautar, vegna þess að þar er í dag bílastæðahús. Það gæti því frekar verið spurning um fjögur árin þar á eftir, en sýnin er klárlega þangað,“ segir Pawel Bartoszek. Pawel segir að Reykvíkingar gætu að lokum vanist þessu, jafnvel þótt aðlögunin sé sannarlega að taka sinn tíma á þeim köflum sem þegar eru göngugötur, samanber þetta innslag hér frá því síðasta sumar: Borgarstjórn Reykjavík Göngugötur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Ísland í dag Tengdar fréttir Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10 Ánægja með göngugötur eykst á milli ára Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna. 24. september 2021 18:53 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Pawel vill gera allan Laugaveg að göngugötu, en hvernig liti það út? Í innslaginu hér að ofan er sú hugmynd sett fram myndrænt og sýnt hvernig hún gæti verið útfærð. Sömuleiðis er gengið niður Laugaveginn í félagsskap frambjóðandans. Lengra en Strikið í Kaupmannahöfn Eins og sakir standa er aðeins þrjú hundruð og fimmtíu metra kafli á milli Ingólfstorgs og Hlemms varanleg göngugata. Ef allt Austurstræti, Bankastræti og Laugavegur yrðu lögð undir göngugötu frá Ingólfstorgi og upp að Hlemmi yrði það eins og hálfs kílómetra löng gata. Strikið í Kaupmannahöfn er núna lengsta göngugata heims, en það er lagt til samanburðar við þessa hugmynd verður ljóst að Laugavegur yrði lengsta göngugata í heimi. Í Íslandi í dag var rætt við Pawel um þessa hugmynd, sem hann segir ekki kosningabrellu: „Ég held að þetta væri bara brilliant. Við sjáum að sá partur Laugavegar sem þegar er göngugata hefur heppnast mjög vel.“ Pawel Bartoszek er ötull talsmaður göngugatna í Reykjavík. Hann sagði frá hugmyndum um heimsmet í þeim efnum í Íslandi í dag.Vísir Þær áhyggjur eru jafnan viðraðar í tengslum við göngugötur að þar þrífist verslun síður, þar sem fólk vill heldur koma á bílum og geta lagt þeim. Pawel segir hins vegar að samkvæmt hans útreikningum þrífist verslun betur á þeim kafla Laugavegar sem hefur verið gerður að göngugötu. „Mér finnst borðleggjandi að taka kaflann upp að Barónsstíg á næstu fjórum árum. Það er smá flókinn kafli þarna efst sem er á milli Barónsstígs og Snorrabrautar, vegna þess að þar er í dag bílastæðahús. Það gæti því frekar verið spurning um fjögur árin þar á eftir, en sýnin er klárlega þangað,“ segir Pawel Bartoszek. Pawel segir að Reykvíkingar gætu að lokum vanist þessu, jafnvel þótt aðlögunin sé sannarlega að taka sinn tíma á þeim köflum sem þegar eru göngugötur, samanber þetta innslag hér frá því síðasta sumar:
Borgarstjórn Reykjavík Göngugötur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Ísland í dag Tengdar fréttir Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10 Ánægja með göngugötur eykst á milli ára Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna. 24. september 2021 18:53 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10
Ánægja með göngugötur eykst á milli ára Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna. 24. september 2021 18:53