Hildur ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan í febrúar Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2022 15:29 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborðinu á Vísi í gær. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni í komandi kosningum hefur ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hún segir annir í kosningabaráttunni vera ástæðuna. Fundur stendur yfir í borgarstjórn þessa stundina þar sem Hildur er fjarri góðu gamni. Vakin hefur verið athygli fréttastofu á því að Hildur Björnsdóttir, sem leiðir framboðslista Sjálfstæðisflokksins í borginni, en kosningar eru nú eftir rúma viku, hafi látið sig vanta á fundi borgarstjórnar að undanförnu. Og það passar. Ef fundagerðir borgarstjórnar eru skoðaðar hefur Hildur ekki mætt síðan 15. febrúar; hún mætti ekki á fund 1. og 15. mars né heldur á fund borgarstjórnar 5. apríl. Þá lét hún sig vanta á sérstakan aukafund sem haldinn var 26. apríl þar sem ársreikningur borgarinnar, a og b, var til umræðu. „Þá eru oddvitaumræður, enginn má tjá sig nema sitjandi oddviti sem er Eyþór Arnalds fyrir okkur Sjálfstæðismenn,“ segir Hildur spurð hvað skýri þessa fjarveru hennar um aukafundinn. Hún segir að enginn megi þá taka til máls nema oddvitarnir og því hafi hún talið rétt að Eyþór sæi alfarið um það hlutverk. Hildur ásamt Eyþóri Arnalds, fráfarandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, á fundi borgarstjórnar fyrr á kjörtímabilinu.Vísir/vilhelm Hvað hina fundina varðar, reglubundna fundi borgarstjórnar, þá segist Hildur einfaldlega hafa verið með fangið fullt við að sinna framboðinu sem hún leiðir. Misst af mörgum fundum Auk þess að sitja í borgarstjórn er Hildur aðalmaður í eftirtöldu ráðum og nefndum á vegum borgarinnar; Borgarráði, skóla- og frístundaráði, fjölmenningarráði, Íbúaráði Vesturbæjar, Fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en auk þess á hún sæti í stjórn Orkuveitunnar. Hildur hefur frá því í lok febrúar verið fjarverandi á fundum skóla- og frístundaráðs utan eins sem hún sat í gegnum fjarfundarbúnað. Hún hefur mætt á fundi borgarráðs en yfirleitt með hjálp fjarfundarbúnaðs eins og heimild er fyrir. Fundur í borgarstjórn stendur yfir. Fylgjast má með umræðum í spilaranum að neðan. Hildur er eins og fleiri borgarfulltrúar með rúmlega 1,4 milljónir króna í laun fyrir störf sín sem borgarfulltrúi. Grunnlaun upp á 892 þúsund krónur, 223 þúsund krónur fyrir setu í borgarráði, 223 þúsund fyrir setu í þremur nefndum auk starfskostnaðar upp á 64 þúsund krónur. Rosalegur sprettur Hildur bendir á að því sé þannig háttað í landsmálunum, í aðdraganda alþingiskosninga, að þá fari flokkarnir í frí til að sinna kosningabaráttunni. En því sé ekki að heilsa hvað varðar sveitarstjórnarstigið. Því hafi Sjálfstæðismenn haft þann hátt á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá nýjum skoðanakönnunum um fylgi flokkanna, bæði á landsvísu og í borginni. Hildur segir það rétt, þetta sé brekka. „Svo finnst mér að kosningabaráttan hafi hafist svo seint. Þetta er rosa sprettur og vonandi að við náum að lyfta okkur upp.“ Hildur segir að hún og hennar fólk takist bjartsýn á við verkefnið. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur gefur lítið fyrir ásakanir um óheiðarleika Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborði Vísis. 2. maí 2022 15:17 Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Vakin hefur verið athygli fréttastofu á því að Hildur Björnsdóttir, sem leiðir framboðslista Sjálfstæðisflokksins í borginni, en kosningar eru nú eftir rúma viku, hafi látið sig vanta á fundi borgarstjórnar að undanförnu. Og það passar. Ef fundagerðir borgarstjórnar eru skoðaðar hefur Hildur ekki mætt síðan 15. febrúar; hún mætti ekki á fund 1. og 15. mars né heldur á fund borgarstjórnar 5. apríl. Þá lét hún sig vanta á sérstakan aukafund sem haldinn var 26. apríl þar sem ársreikningur borgarinnar, a og b, var til umræðu. „Þá eru oddvitaumræður, enginn má tjá sig nema sitjandi oddviti sem er Eyþór Arnalds fyrir okkur Sjálfstæðismenn,“ segir Hildur spurð hvað skýri þessa fjarveru hennar um aukafundinn. Hún segir að enginn megi þá taka til máls nema oddvitarnir og því hafi hún talið rétt að Eyþór sæi alfarið um það hlutverk. Hildur ásamt Eyþóri Arnalds, fráfarandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, á fundi borgarstjórnar fyrr á kjörtímabilinu.Vísir/vilhelm Hvað hina fundina varðar, reglubundna fundi borgarstjórnar, þá segist Hildur einfaldlega hafa verið með fangið fullt við að sinna framboðinu sem hún leiðir. Misst af mörgum fundum Auk þess að sitja í borgarstjórn er Hildur aðalmaður í eftirtöldu ráðum og nefndum á vegum borgarinnar; Borgarráði, skóla- og frístundaráði, fjölmenningarráði, Íbúaráði Vesturbæjar, Fulltrúaráði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en auk þess á hún sæti í stjórn Orkuveitunnar. Hildur hefur frá því í lok febrúar verið fjarverandi á fundum skóla- og frístundaráðs utan eins sem hún sat í gegnum fjarfundarbúnað. Hún hefur mætt á fundi borgarráðs en yfirleitt með hjálp fjarfundarbúnaðs eins og heimild er fyrir. Fundur í borgarstjórn stendur yfir. Fylgjast má með umræðum í spilaranum að neðan. Hildur er eins og fleiri borgarfulltrúar með rúmlega 1,4 milljónir króna í laun fyrir störf sín sem borgarfulltrúi. Grunnlaun upp á 892 þúsund krónur, 223 þúsund krónur fyrir setu í borgarráði, 223 þúsund fyrir setu í þremur nefndum auk starfskostnaðar upp á 64 þúsund krónur. Rosalegur sprettur Hildur bendir á að því sé þannig háttað í landsmálunum, í aðdraganda alþingiskosninga, að þá fari flokkarnir í frí til að sinna kosningabaráttunni. En því sé ekki að heilsa hvað varðar sveitarstjórnarstigið. Því hafi Sjálfstæðismenn haft þann hátt á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið að ríða feitum hesti frá nýjum skoðanakönnunum um fylgi flokkanna, bæði á landsvísu og í borginni. Hildur segir það rétt, þetta sé brekka. „Svo finnst mér að kosningabaráttan hafi hafist svo seint. Þetta er rosa sprettur og vonandi að við náum að lyfta okkur upp.“ Hildur segir að hún og hennar fólk takist bjartsýn á við verkefnið.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur gefur lítið fyrir ásakanir um óheiðarleika Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborði Vísis. 2. maí 2022 15:17 Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Dagur gefur lítið fyrir ásakanir um óheiðarleika Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni sótti hart að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar í Pallborði Vísis. 2. maí 2022 15:17
Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. 28. apríl 2022 19:31