Emil sá fyrsti í meira en áratug til að skora þrennu hjá Íslandsmeisturunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 11:00 Emil Atlason er kominn með fjögur mörk í fyrstu þremur umferðunum. Vísir/Hulda Margrét Emil Atlason var í miklu stuði í Bestu deildinni í gær en hann skoraði þá þrennu í 5-4 sigri Stjörnunnar á Íslandsmeisturum Víkings á Víkingsvellinum. Það var orðið langt síðan að ríkjandi meistarar fengu á sig þrennu. Emil er búinn að finna skotskóna því hann var að skora í öðrum leiknum í röð. Hann bauð líka upp á fjörbreyttar afgreiðslur í gær og innsiglaði þrennuna með skutluskalla sem minnti mikið á karl föður hans Atla Eðvaldsson heitinn. Hér fyrir neðan má sjá mörkin hans Emils í gær ásamt öllum níu mörkum leiksins. Klippa: Víkingur 4-5 Stjarnan Emil varð þarna sá fyrsti til að ná að skora þrennu hjá ríkjandi Íslandsmeisturunum í tíu ár og rúma sjö mánuði eða síðan 19. september 2011 þegar Björgólfur Hideaki Takefusa skoraði þrennu fyrir Víking í 6-2 sigri á Blikum. Þrenna Björgólfs kom í 20. umferð þegar Víkingsliðið var fallið og Blikar farnir að nálgast fallbaráttuna í erfiðri titilvörn sinni. Víkingar höfðu unnið tvö fyrstu heimaleiki sína í sumar auk þess að vinna þrjá síðustu heimaleiki sína í fyrra. Víkingsliðið fékk þrjú mörk á sig í þessum fimm leikjum eða jafnmörg og Emil skoraði einn í gær. Frá árinu 1980 hafa ellefu leikmenn náð því að skora þrennu á móti ríkjandi Íslandsmeisturum en Emil var þó aðeins sjá þriðji til að ná því síðan deildin innihélt fyrst tólf lið sumarið 2008. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þessar þrennur. Síðustu menn til að skora þrennu hjá ríkjandi Íslandsmeisturum: 2. maí 2022 Emil Atlason, fyrir Stjörnuna á móti Víkingi 19. september 2011 Björgólfur Hideaki Takefusa, fyrir Víking á móti Breiðabliki 2. júní 2008 Iddi Alkhag, fyrir HK á móti Val 20. september 2003 Guðmundur Sævarsson, fyrir FH á móti KR 15. september 2002 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, fyrir ÍBV á móti ÍA 29. maí 2002 Grétar Hjartason, fyrir Grindavík á móti ÍA 2. júlí 1997 Einar Þór Daníelsson, fyrir KR á móti ÍA 8. júní 1996 Rastislav Lazorik, fyrir Breiðablik á móti ÍA 31. ágúst 1995 Mihajlo Bibercic, fyrir KR á móti ÍA 31. maí 1981 Lárus Guðmundsson, fyrir Víking á móti Val 5. júlí 1980 Helgi Ragnarsson, fyrir FH á móti ÍBV Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Emil er búinn að finna skotskóna því hann var að skora í öðrum leiknum í röð. Hann bauð líka upp á fjörbreyttar afgreiðslur í gær og innsiglaði þrennuna með skutluskalla sem minnti mikið á karl föður hans Atla Eðvaldsson heitinn. Hér fyrir neðan má sjá mörkin hans Emils í gær ásamt öllum níu mörkum leiksins. Klippa: Víkingur 4-5 Stjarnan Emil varð þarna sá fyrsti til að ná að skora þrennu hjá ríkjandi Íslandsmeisturunum í tíu ár og rúma sjö mánuði eða síðan 19. september 2011 þegar Björgólfur Hideaki Takefusa skoraði þrennu fyrir Víking í 6-2 sigri á Blikum. Þrenna Björgólfs kom í 20. umferð þegar Víkingsliðið var fallið og Blikar farnir að nálgast fallbaráttuna í erfiðri titilvörn sinni. Víkingar höfðu unnið tvö fyrstu heimaleiki sína í sumar auk þess að vinna þrjá síðustu heimaleiki sína í fyrra. Víkingsliðið fékk þrjú mörk á sig í þessum fimm leikjum eða jafnmörg og Emil skoraði einn í gær. Frá árinu 1980 hafa ellefu leikmenn náð því að skora þrennu á móti ríkjandi Íslandsmeisturum en Emil var þó aðeins sjá þriðji til að ná því síðan deildin innihélt fyrst tólf lið sumarið 2008. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þessar þrennur. Síðustu menn til að skora þrennu hjá ríkjandi Íslandsmeisturum: 2. maí 2022 Emil Atlason, fyrir Stjörnuna á móti Víkingi 19. september 2011 Björgólfur Hideaki Takefusa, fyrir Víking á móti Breiðabliki 2. júní 2008 Iddi Alkhag, fyrir HK á móti Val 20. september 2003 Guðmundur Sævarsson, fyrir FH á móti KR 15. september 2002 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, fyrir ÍBV á móti ÍA 29. maí 2002 Grétar Hjartason, fyrir Grindavík á móti ÍA 2. júlí 1997 Einar Þór Daníelsson, fyrir KR á móti ÍA 8. júní 1996 Rastislav Lazorik, fyrir Breiðablik á móti ÍA 31. ágúst 1995 Mihajlo Bibercic, fyrir KR á móti ÍA 31. maí 1981 Lárus Guðmundsson, fyrir Víking á móti Val 5. júlí 1980 Helgi Ragnarsson, fyrir FH á móti ÍBV
Síðustu menn til að skora þrennu hjá ríkjandi Íslandsmeisturum: 2. maí 2022 Emil Atlason, fyrir Stjörnuna á móti Víkingi 19. september 2011 Björgólfur Hideaki Takefusa, fyrir Víking á móti Breiðabliki 2. júní 2008 Iddi Alkhag, fyrir HK á móti Val 20. september 2003 Guðmundur Sævarsson, fyrir FH á móti KR 15. september 2002 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, fyrir ÍBV á móti ÍA 29. maí 2002 Grétar Hjartason, fyrir Grindavík á móti ÍA 2. júlí 1997 Einar Þór Daníelsson, fyrir KR á móti ÍA 8. júní 1996 Rastislav Lazorik, fyrir Breiðablik á móti ÍA 31. ágúst 1995 Mihajlo Bibercic, fyrir KR á móti ÍA 31. maí 1981 Lárus Guðmundsson, fyrir Víking á móti Val 5. júlí 1980 Helgi Ragnarsson, fyrir FH á móti ÍBV
Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira