Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig Árni Jóhannsson skrifar 2. maí 2022 21:40 Guðmundur fagnar marki sínu. Vísir/Vilhelm „Já já, fínt að fá fyrsta stigið í sumar enda búnir að vera að leita eftir því í síðustu tveimur leikjum“, sagði Guðmundur Magnússon markaskorari Fram eftir 1-1 jafntefli þeirra við ÍA í þriðju umferð Bestu deildarinnar fyrr í kvöld. Eins og komið hefur fram var hann sáttur við stigið og frammistaða Framara kætti hann einnig. „Frammistöðulega séð fannst mér við vera betri aðilinn mikinn part í fyrri hálfleiknum. Eftir markið dettum við aðeins niður og þeir ná að jafna með ódýru marki. Í seinni hálfleik þá var þetta stál í stál til að byrja með en mér fannst við vera hættulegri þó að þeir hafi náð að skapa sér eitthvað smá með löngum boltum. Fótboltalega séð fannst mér við vera betri í kvöld.“ Það er bæting í leik Framara og jákvæð teikn á lofti en hvernig sér Guðmundur þróunina vera á liðinu? „Við erum nýliðar og það er alltaf erfitt að koma inn í deildina og mæta KR og FH sem eru betri lið en við erum. Mér finnst við samt hafa sýnt ágætis spilamennsku framan af og þurfum síðan að byggja ofan á frammistöður eins og í kvöld. Það er langt eftir og nægur tími til að bæta okkar leik.“ Guðmundur skoraði eitt mark og setti svo knöttinn yfir línuna öðru sinni 50. mínútu en var dæmdur rangstæður. Rangstæðan var tæp og var Guðmundur spurður út í hans álit á atvikinu. „Mér fannst það tæpt. Sóknarmanni finnst hann náttúrlega aldrei rangstæður en tilfinningin var þannig að ég var ekki fyrir innan. En ég var síðan nokkrum sinnum tæpur eftir það þannig að vonandi er þetta eins og með tómatsósuna að þetta komi bara núna.“ Framarar fara í Garðabæinn næst og geta verið bjartsýnir fyrir þann leik eftir leikinn í kvöld. Eða hvað? „Við getum haldið áfram í því sem við erum að gera. Við viljum spila fótbolta. Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig með því að vera í einhverri baráttu. Við viljum spila fótbolta og erum með gott fótbolta lið. Við erum bara að byggja upp sjálfstraustið hjá okkur og halda áfram. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fram Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. 2. maí 2022 20:15 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Eins og komið hefur fram var hann sáttur við stigið og frammistaða Framara kætti hann einnig. „Frammistöðulega séð fannst mér við vera betri aðilinn mikinn part í fyrri hálfleiknum. Eftir markið dettum við aðeins niður og þeir ná að jafna með ódýru marki. Í seinni hálfleik þá var þetta stál í stál til að byrja með en mér fannst við vera hættulegri þó að þeir hafi náð að skapa sér eitthvað smá með löngum boltum. Fótboltalega séð fannst mér við vera betri í kvöld.“ Það er bæting í leik Framara og jákvæð teikn á lofti en hvernig sér Guðmundur þróunina vera á liðinu? „Við erum nýliðar og það er alltaf erfitt að koma inn í deildina og mæta KR og FH sem eru betri lið en við erum. Mér finnst við samt hafa sýnt ágætis spilamennsku framan af og þurfum síðan að byggja ofan á frammistöður eins og í kvöld. Það er langt eftir og nægur tími til að bæta okkar leik.“ Guðmundur skoraði eitt mark og setti svo knöttinn yfir línuna öðru sinni 50. mínútu en var dæmdur rangstæður. Rangstæðan var tæp og var Guðmundur spurður út í hans álit á atvikinu. „Mér fannst það tæpt. Sóknarmanni finnst hann náttúrlega aldrei rangstæður en tilfinningin var þannig að ég var ekki fyrir innan. En ég var síðan nokkrum sinnum tæpur eftir það þannig að vonandi er þetta eins og með tómatsósuna að þetta komi bara núna.“ Framarar fara í Garðabæinn næst og geta verið bjartsýnir fyrir þann leik eftir leikinn í kvöld. Eða hvað? „Við getum haldið áfram í því sem við erum að gera. Við viljum spila fótbolta. Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig með því að vera í einhverri baráttu. Við viljum spila fótbolta og erum með gott fótbolta lið. Við erum bara að byggja upp sjálfstraustið hjá okkur og halda áfram. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Fram Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. 2. maí 2022 20:15 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. 2. maí 2022 20:15