Tryggðu toppsætið og brutu 100 marka múrinn með stórsigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2022 18:15 Fulham raðaði inn mörkum. Clive Rose/Getty Images Fulham tryggði sér endanlega sigur í ensku B-deildinni með öruggum 7-0 sigri á Luton Town í kvöld. Nokkuð er síðan liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik en nú er toppsætið loks öruggt. Sigur heimamanna var í raun aldrei í hættu og virtust gestirnir of uppteknir við að safna gulum spjöldum til að átta sig á að það væri verið að raða inn mörkum gegn þeim. Skoski miðjumaðurinn Tom Cairney kom Fulham á bragðið eftir hálftíma leik og Kenny Tete sá til þess að staðan var 2-0 í hálfleik. Ef gestirnir héldu að þeir ættu einhverja möguleika var slökkt á þeim snemma í síðari hálfleik og þar hélt mörkunum áfram að rigna inn. Fabio Carvalho skoraði þriðja mark Fulham á 54. mínútu, serbneski markakóngurinn Aleksandar Mitrović skoraði fjórða markið á 62. mínútu og Bobby Reid það fimmta aðeins tveimur mínútum síðar. Þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Jean Michael Seri svo sjötta mark heimamanna og Mitrović bætti sjöunda markinu við áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 7-0 í hreint út sagt ótrúlegum leik, er þetta þriðji 7-0 sigur Fulham á leiktíðinni. Gestirnir í Luton Town unnu þó spjaldaleikinn, lokatölur í gulum spjöldum 2-6. Fulham hefur nú tryggt toppsæti Championship-deildarinnar en liðið er með 90 stig þegar ein umferð er eftir. Þá braut liðið 100 marka múrinn með markaveislu kvöldsins en Fulham hefur skorað alls 106 deildarmörk á leiktíðinni - þar af hefur Mitrović skorað 43 stykki. Markamet deildarinnar er 108 mörk og ekki ólíklegt að Fulham slái það í lokaumferðinni. . Doing it the Fulham way. #FULLUT pic.twitter.com/Swffrgbqog— Fulham Football Club: Promoted (@FulhamFC) May 2, 2022 Luton Town er hins vegar enn í harðri barátt um umspilssæti en liðið er í 6. sæti með 72 stig líkt og Sheffield United sem er sæti ofar. Middlesbrough er svo þar fyrir neðan með 70. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Sigur heimamanna var í raun aldrei í hættu og virtust gestirnir of uppteknir við að safna gulum spjöldum til að átta sig á að það væri verið að raða inn mörkum gegn þeim. Skoski miðjumaðurinn Tom Cairney kom Fulham á bragðið eftir hálftíma leik og Kenny Tete sá til þess að staðan var 2-0 í hálfleik. Ef gestirnir héldu að þeir ættu einhverja möguleika var slökkt á þeim snemma í síðari hálfleik og þar hélt mörkunum áfram að rigna inn. Fabio Carvalho skoraði þriðja mark Fulham á 54. mínútu, serbneski markakóngurinn Aleksandar Mitrović skoraði fjórða markið á 62. mínútu og Bobby Reid það fimmta aðeins tveimur mínútum síðar. Þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Jean Michael Seri svo sjötta mark heimamanna og Mitrović bætti sjöunda markinu við áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 7-0 í hreint út sagt ótrúlegum leik, er þetta þriðji 7-0 sigur Fulham á leiktíðinni. Gestirnir í Luton Town unnu þó spjaldaleikinn, lokatölur í gulum spjöldum 2-6. Fulham hefur nú tryggt toppsæti Championship-deildarinnar en liðið er með 90 stig þegar ein umferð er eftir. Þá braut liðið 100 marka múrinn með markaveislu kvöldsins en Fulham hefur skorað alls 106 deildarmörk á leiktíðinni - þar af hefur Mitrović skorað 43 stykki. Markamet deildarinnar er 108 mörk og ekki ólíklegt að Fulham slái það í lokaumferðinni. . Doing it the Fulham way. #FULLUT pic.twitter.com/Swffrgbqog— Fulham Football Club: Promoted (@FulhamFC) May 2, 2022 Luton Town er hins vegar enn í harðri barátt um umspilssæti en liðið er í 6. sæti með 72 stig líkt og Sheffield United sem er sæti ofar. Middlesbrough er svo þar fyrir neðan með 70. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira