Tryggðu toppsætið og brutu 100 marka múrinn með stórsigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2022 18:15 Fulham raðaði inn mörkum. Clive Rose/Getty Images Fulham tryggði sér endanlega sigur í ensku B-deildinni með öruggum 7-0 sigri á Luton Town í kvöld. Nokkuð er síðan liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik en nú er toppsætið loks öruggt. Sigur heimamanna var í raun aldrei í hættu og virtust gestirnir of uppteknir við að safna gulum spjöldum til að átta sig á að það væri verið að raða inn mörkum gegn þeim. Skoski miðjumaðurinn Tom Cairney kom Fulham á bragðið eftir hálftíma leik og Kenny Tete sá til þess að staðan var 2-0 í hálfleik. Ef gestirnir héldu að þeir ættu einhverja möguleika var slökkt á þeim snemma í síðari hálfleik og þar hélt mörkunum áfram að rigna inn. Fabio Carvalho skoraði þriðja mark Fulham á 54. mínútu, serbneski markakóngurinn Aleksandar Mitrović skoraði fjórða markið á 62. mínútu og Bobby Reid það fimmta aðeins tveimur mínútum síðar. Þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Jean Michael Seri svo sjötta mark heimamanna og Mitrović bætti sjöunda markinu við áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 7-0 í hreint út sagt ótrúlegum leik, er þetta þriðji 7-0 sigur Fulham á leiktíðinni. Gestirnir í Luton Town unnu þó spjaldaleikinn, lokatölur í gulum spjöldum 2-6. Fulham hefur nú tryggt toppsæti Championship-deildarinnar en liðið er með 90 stig þegar ein umferð er eftir. Þá braut liðið 100 marka múrinn með markaveislu kvöldsins en Fulham hefur skorað alls 106 deildarmörk á leiktíðinni - þar af hefur Mitrović skorað 43 stykki. Markamet deildarinnar er 108 mörk og ekki ólíklegt að Fulham slái það í lokaumferðinni. . Doing it the Fulham way. #FULLUT pic.twitter.com/Swffrgbqog— Fulham Football Club: Promoted (@FulhamFC) May 2, 2022 Luton Town er hins vegar enn í harðri barátt um umspilssæti en liðið er í 6. sæti með 72 stig líkt og Sheffield United sem er sæti ofar. Middlesbrough er svo þar fyrir neðan með 70. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Sigur heimamanna var í raun aldrei í hættu og virtust gestirnir of uppteknir við að safna gulum spjöldum til að átta sig á að það væri verið að raða inn mörkum gegn þeim. Skoski miðjumaðurinn Tom Cairney kom Fulham á bragðið eftir hálftíma leik og Kenny Tete sá til þess að staðan var 2-0 í hálfleik. Ef gestirnir héldu að þeir ættu einhverja möguleika var slökkt á þeim snemma í síðari hálfleik og þar hélt mörkunum áfram að rigna inn. Fabio Carvalho skoraði þriðja mark Fulham á 54. mínútu, serbneski markakóngurinn Aleksandar Mitrović skoraði fjórða markið á 62. mínútu og Bobby Reid það fimmta aðeins tveimur mínútum síðar. Þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Jean Michael Seri svo sjötta mark heimamanna og Mitrović bætti sjöunda markinu við áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 7-0 í hreint út sagt ótrúlegum leik, er þetta þriðji 7-0 sigur Fulham á leiktíðinni. Gestirnir í Luton Town unnu þó spjaldaleikinn, lokatölur í gulum spjöldum 2-6. Fulham hefur nú tryggt toppsæti Championship-deildarinnar en liðið er með 90 stig þegar ein umferð er eftir. Þá braut liðið 100 marka múrinn með markaveislu kvöldsins en Fulham hefur skorað alls 106 deildarmörk á leiktíðinni - þar af hefur Mitrović skorað 43 stykki. Markamet deildarinnar er 108 mörk og ekki ólíklegt að Fulham slái það í lokaumferðinni. . Doing it the Fulham way. #FULLUT pic.twitter.com/Swffrgbqog— Fulham Football Club: Promoted (@FulhamFC) May 2, 2022 Luton Town er hins vegar enn í harðri barátt um umspilssæti en liðið er í 6. sæti með 72 stig líkt og Sheffield United sem er sæti ofar. Middlesbrough er svo þar fyrir neðan með 70. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira