„Andverðleikasamfélagið“ Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 2. maí 2022 15:00 Ég og fjölskylda mín erum ein af þeim fjölmörgu fjölskyldum sem misstu allt sitt í hruninu. Faðir minn og móðir unnu af dugnaði og samvisku til að veita sér og börnum sínum gott líf. Þau söfnuðu peningum í stóra útborgun á íbúð sem var síðan öll étin upp í hruninu. Þannig varð dugnaður þeirra og vinna að engu.. Við sátum í sárum á meðan þeir sem báru raunverulega ábyrgð á stöðunni sluppu með létt högg á úlnliðinn. Þetta er saga um 10.000 Íslenskra fjölskyldna. Svona á þetta ekki að vera. Í góðu samfélagi, (svona að öllu jöfnu) er góðri hegðun verðlaunað og slæmri hegðun refsað. En Í samfélagi þar sem glæpamenn stjórna getur glæpsamleg hugsun smitað frá sér inn í alla kima samfélagsins. Þegar helstu ráðamenn, eigendur og stjórnendur í samfélagi eru spilltir fer fólk að upplifa hlutina þannig að þau standa ein gegn siðlausu samfélagi og fer að líða sem svo að þau verði sjálf að fara að gera allt sem þau komast upp með til að sjá fyrir sér og sínum. "Skítt með hina, þetta er allt rotið hvortsem er". Við verðum að snúa þeirri þróun við. Á Íslandi er kerfislæg skekkja í áttina að spillingu, fúski og frændhygli. Kerfislæg skekkja í áttina að pilsfaldakapítalisma og tækifærismennsku. "Einkavinavæðing" Íslandsbanka er bara nýjasta dæmið um þetta á Íslandi. Og þetta er ekkert klúður eins og sumir segja. Þetta er gert vísvitandi og meðvitað svo þeir útvöldu geti hagnast á kostnað okkur hinna. Hvernig eru þeir útvöldu valdir? Jú þau eru fólkið sem er á réttum stað á réttum tíma. Þeir sem hafa, með einu bolabragði eða öðru, komið sér að borði. Þetta fólk er ekki einstaklega samviskusamt, duglegt, gáfað eða hæft. Það er frekara, siðlausara og betur tengt en við hin. Það er einfalda ástæðan fyrir því að þau fá að kaupa í lokuðu útboði Ríkisins en ekki við hin. "Fagfjárfestar" líkt og Þorsteinn Már sem arðrændi fátæka Afríkuþjóð sem er nýbyrjuð að rétta úr sér fótunum eftir 100 ára ógnarstjórnun og nauðgun vesturlanda fær að græða feitt á sölu Íslandsbanka þegar hann ætti að sitja í fangelsi í Namibíu. Fjárglæpamennirnir og áhættufjárfestarnir sem settu samfélagið á hliðina fyrir 14 árum er verðlaunað með boði í lokað útboð ríkisins.Bjarna Ben er verðlaunað fyrir spillingu sína með því að fá að selja föður sínum hlut í banka. Hlut sem hann mun líklega erfa sjálfur eftir nokkur ár. Hvar verðum við sem samfélag eftir 20 ár með þessu framhaldi? Ætlum við að leyfa "gangsterisma" að vaxa og dafna? Nei! Ætlum við að leyfa glæpamönnum yfir okkur að drottna? Nei! Við eigum ekki að sætta sig okkur við þennan farveg sem við erum komin á. Það eru MIKLU betri valkostir í boði! Við eigum nýja stjórnarskrá! En hún er ekki klíkunni þóknanleg og það er eina alvöru ástæðan fyrir því að hún er ekki orðin að veruleika. Það eina sem þarf að gerast a Íslandi til þess að koma okkur á betri farveg er að Íslendingar segi NEI!! Við eigum ekki að sætta okkur við þetta kjaftæði lengur. Glæpamenn eiga EKKI að fá rauða dregilinn lagðann fyrir sig og stjórnmálamenn EIGA að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Það er algert lágmark!! Stjórnmálamenn líkt og Katrín Jakobsdóttir sem auglýsa sig sem framsækna og heiðarlega stjórnmálamenn verða að vera samkvæmir sjálfum sér eða víkja á brott!! Of oft á Íslandi ganga nýir stjórnmálaflokkar inn í samstarf með Sjálfstæðisflokknum (a.k.a Sjálftökuflokknum) og halda þá annaðhvort að þau fái eitthvað af sínum málum framgengt útúr því eða eru einfaldlega hungruð í völd og stöðu. Eins og Ögmundur Jónasson skrifaði gott um daginn; "Viljinn til þess að hafa áhrif verður að vilja til þess að komast til valda en ef ásæknin í völd verður of mikil verða áhrifin engin!"! Það er nákvæmlega það sem hefur gerst við Katrínu Jakobsdóttir. Ég skora á hana að taka ábyrgð á eigin ráðherrum. Það er aldrei of seint að gera það sem er rétt. Því segi ég góðu gestir; snúum þessari glæpsamlegu þróun við. Það eina sem við þurfum að gera er að halda áfram að mæta á Austurvöll og draga alla með okkur, mikill meirihluti samfélagsins sér beint í gegnum þessa vitleysu, fáum þau með okkur! Bjarni Ben og "fagfjárfestarnir" vilja ekkert meir en að við förum að gleyma þessu og að fólk fari að tala um eitthvað annað. EKKI SÉNS! Þau eru kominn langt yfir línuna og þess vegna drögum við línu í sandinn! Krefjumst þess að ríkisstjórnin taki ábyrgð á gjörðum sínum! Krefjumst þess að Bjarna verði vikið úr embætti! Krefjumst þess að nýja stjórnarskráin verði að veruleika! Krefjumst þess að samfélagið okkar sé réttlátt! Við getum gert svo miklu, miklu betur! Höfundur er meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Salan á Íslandsbanka Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Ég og fjölskylda mín erum ein af þeim fjölmörgu fjölskyldum sem misstu allt sitt í hruninu. Faðir minn og móðir unnu af dugnaði og samvisku til að veita sér og börnum sínum gott líf. Þau söfnuðu peningum í stóra útborgun á íbúð sem var síðan öll étin upp í hruninu. Þannig varð dugnaður þeirra og vinna að engu.. Við sátum í sárum á meðan þeir sem báru raunverulega ábyrgð á stöðunni sluppu með létt högg á úlnliðinn. Þetta er saga um 10.000 Íslenskra fjölskyldna. Svona á þetta ekki að vera. Í góðu samfélagi, (svona að öllu jöfnu) er góðri hegðun verðlaunað og slæmri hegðun refsað. En Í samfélagi þar sem glæpamenn stjórna getur glæpsamleg hugsun smitað frá sér inn í alla kima samfélagsins. Þegar helstu ráðamenn, eigendur og stjórnendur í samfélagi eru spilltir fer fólk að upplifa hlutina þannig að þau standa ein gegn siðlausu samfélagi og fer að líða sem svo að þau verði sjálf að fara að gera allt sem þau komast upp með til að sjá fyrir sér og sínum. "Skítt með hina, þetta er allt rotið hvortsem er". Við verðum að snúa þeirri þróun við. Á Íslandi er kerfislæg skekkja í áttina að spillingu, fúski og frændhygli. Kerfislæg skekkja í áttina að pilsfaldakapítalisma og tækifærismennsku. "Einkavinavæðing" Íslandsbanka er bara nýjasta dæmið um þetta á Íslandi. Og þetta er ekkert klúður eins og sumir segja. Þetta er gert vísvitandi og meðvitað svo þeir útvöldu geti hagnast á kostnað okkur hinna. Hvernig eru þeir útvöldu valdir? Jú þau eru fólkið sem er á réttum stað á réttum tíma. Þeir sem hafa, með einu bolabragði eða öðru, komið sér að borði. Þetta fólk er ekki einstaklega samviskusamt, duglegt, gáfað eða hæft. Það er frekara, siðlausara og betur tengt en við hin. Það er einfalda ástæðan fyrir því að þau fá að kaupa í lokuðu útboði Ríkisins en ekki við hin. "Fagfjárfestar" líkt og Þorsteinn Már sem arðrændi fátæka Afríkuþjóð sem er nýbyrjuð að rétta úr sér fótunum eftir 100 ára ógnarstjórnun og nauðgun vesturlanda fær að græða feitt á sölu Íslandsbanka þegar hann ætti að sitja í fangelsi í Namibíu. Fjárglæpamennirnir og áhættufjárfestarnir sem settu samfélagið á hliðina fyrir 14 árum er verðlaunað með boði í lokað útboð ríkisins.Bjarna Ben er verðlaunað fyrir spillingu sína með því að fá að selja föður sínum hlut í banka. Hlut sem hann mun líklega erfa sjálfur eftir nokkur ár. Hvar verðum við sem samfélag eftir 20 ár með þessu framhaldi? Ætlum við að leyfa "gangsterisma" að vaxa og dafna? Nei! Ætlum við að leyfa glæpamönnum yfir okkur að drottna? Nei! Við eigum ekki að sætta sig okkur við þennan farveg sem við erum komin á. Það eru MIKLU betri valkostir í boði! Við eigum nýja stjórnarskrá! En hún er ekki klíkunni þóknanleg og það er eina alvöru ástæðan fyrir því að hún er ekki orðin að veruleika. Það eina sem þarf að gerast a Íslandi til þess að koma okkur á betri farveg er að Íslendingar segi NEI!! Við eigum ekki að sætta okkur við þetta kjaftæði lengur. Glæpamenn eiga EKKI að fá rauða dregilinn lagðann fyrir sig og stjórnmálamenn EIGA að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Það er algert lágmark!! Stjórnmálamenn líkt og Katrín Jakobsdóttir sem auglýsa sig sem framsækna og heiðarlega stjórnmálamenn verða að vera samkvæmir sjálfum sér eða víkja á brott!! Of oft á Íslandi ganga nýir stjórnmálaflokkar inn í samstarf með Sjálfstæðisflokknum (a.k.a Sjálftökuflokknum) og halda þá annaðhvort að þau fái eitthvað af sínum málum framgengt útúr því eða eru einfaldlega hungruð í völd og stöðu. Eins og Ögmundur Jónasson skrifaði gott um daginn; "Viljinn til þess að hafa áhrif verður að vilja til þess að komast til valda en ef ásæknin í völd verður of mikil verða áhrifin engin!"! Það er nákvæmlega það sem hefur gerst við Katrínu Jakobsdóttir. Ég skora á hana að taka ábyrgð á eigin ráðherrum. Það er aldrei of seint að gera það sem er rétt. Því segi ég góðu gestir; snúum þessari glæpsamlegu þróun við. Það eina sem við þurfum að gera er að halda áfram að mæta á Austurvöll og draga alla með okkur, mikill meirihluti samfélagsins sér beint í gegnum þessa vitleysu, fáum þau með okkur! Bjarni Ben og "fagfjárfestarnir" vilja ekkert meir en að við förum að gleyma þessu og að fólk fari að tala um eitthvað annað. EKKI SÉNS! Þau eru kominn langt yfir línuna og þess vegna drögum við línu í sandinn! Krefjumst þess að ríkisstjórnin taki ábyrgð á gjörðum sínum! Krefjumst þess að Bjarna verði vikið úr embætti! Krefjumst þess að nýja stjórnarskráin verði að veruleika! Krefjumst þess að samfélagið okkar sé réttlátt! Við getum gert svo miklu, miklu betur! Höfundur er meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun