Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingar, Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata verða gestir Sunnu Sæmundsdóttur í Pallborðinu.
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í borginni og kannanir benda til þess að meirihlutinn gæti haldið velli. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið á niðurleið og samkvæmt könnunum gæti flokkurinn tapað tveimur til þremur fulltrúum.
Píratar virðast hins vegar á góðri siglingu og gætu bætt við sig tveimur borgarfulltrúum.
Í Pallborðinu verður farið yfir helstu kosningamálin, kjörtímabilið gert upp og rýnt í kannanir.