Komum skikki á leigumarkaðinn, áður en eitthvað brestur Yngvi Ómar Sighvatsson og Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifa 2. maí 2022 08:32 Undanfarið höfum við í samtökum leigjenda dregið fram áhugaverðar staðreyndir um leigumarkaðinn sem sýna klárlega að þar er úrbóta þörf. Mánaðarleiga er að meðaltali 80-100.000 kr hærri hér á landi en víða annars staðar í Evrópu, miðað við kaupverð íbúðar og aðrar hagrænar forsendur. Húsnæðismarkaðurinn er orðin fyrst og fremst fjárfestingamarkaður. Besta og öruggasta fjárfesting á Íslandi er að kaupa fasteign. Þessi staðreynd birtist svo í þeim tölum Hagstofunnar að 67.5% allra íbúða sem bæst hafa við fasteignamarkaðinn frá 2005 hafa farið í hendur lögaðila og eignafólks. Ásókn og uppkaup á húsnæði til leigja út hefur haft mikil áhrif á leiguverð sem og kaupverð og okurleiga orðið langalgengasta fyrirkomulagið. Gjarnan er venjulegt fjölskyldufólk yfirboðið af fjárfestum og eigna-fólki þegar það reynir að kaupa sér íbúð, en þarf svo að hírast á leigumarkaði með mun hærri húsnæðiskostnað (HMS). Leiguverð hefur hækkað að jafnaði um og yfir 100% hér á landi á síðustu 10 árum (skv. Hagstofu Íslands) en á sama tíma um aðeins 15.3% á meginlandi Evrópu (Eurostat). Leigumarkaðurinn og þau stuðningskerfi sem notuð eru til að viðhalda okurleigu eru fátækragildra þar sem efnuðu fólki er gert kleift að hagnast óeðlilega mikið á þeim sem minna mega sín, og soga til sín framfærslufé og húsnæðisbætur fólks. Hlutfall leiguhúsnæðis í óhagnaðardrifnum rekstri á almennum leigumarkaði er vart mælanlegur hér á landi á meðan á meginlandi Evrópu er það oft um 15 - 50% Nú segir skýrt í 37. Gr Húsaleigulaganna að leiguverð skuli vera sanngjarnt og eðlilegt fyrir báða aðila. En í núverandi ástandi er engin sanngjörn né eðlileg verðmyndun, því samningsstaðan er mjög ójöfn. Ekki bara er leiguverð allt of hátt heldur eru settar hinar ýmsu kvaðir á leigjendur, þeim er bannað að hengja upp myndir og jafnvel gert að hafa uppi myndir af börnum eigenda á veggjunum, mega ekki fá gesti, mála veggi né aðgang geymslum. Leigjendum er oft gert að skila in skattaskýrslum, credit info upplýsingum, sakavottorði auk þess sem dýrahald er yfirleitt bannað og stundum má ekki hafa börn! Leigusalar taka að sér oft mikla siðferðisleiðsögn gagnvart leigjendum, eitthvað sem myndi aldrei eiga sér stað á virkum leigumarkaði þar sem jafnræðis er gætt. Í lífskjarasamningunum 2019-2022 lofaði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur því að setja hér lög sem takmarka hækkun á leiguverði og einnig að styðja við samtök leigjenda, við hvorugt hefur verið staðið. Núna biðjum við leigjendur þessa sömu ríkisstjórn að standa við gefin loforð og að koma stórum hluta þjóðarinnar sem leigir til hjálpar en samkvæmt opinberum áætlunum eru um 45.000 heimili á leigumarkaði. Þrátt fyrir stækkun leigumarkaðarins og fjölgun leigjenda þá fækkar þinglýstum og skráðum leigusamningum. Helst það í hendur við hækkandi leiguverð, því helsti hvatinn fyrir þinglýsingu leigusamnings er vegna húsnæðisbóta. Húsaleiguverð er hinsvegar orðið það hátt, að ef þú getur borgað þá húsaleigu, þá ertu í mörgum tilfellum of tekjuhár fyrir húsnæðisbætur. Íbúðarhúsnæði á fyrst og fremst að vera heimili fólks en ekki fjárfesting fyrir efnafólk. Samtök leigjenda setja fram þá kröfu að sett verði á viðmiðunarverð fyrir útleigu húsnæðis hið fyrsta. Við teljum að hagnaður leigusala ætti að reiknast sem sú eignamyndun og verðhækkun sem verður á leigutímanum, og að húsaleiga eigi alls ekki að standa straum af öllum þeirra kostnaði, fari hann framyfir viðmiðunarverð. Fjárfesting í húsnæði hefur reynst vera öruggasti fjárfestingakostur sem finnst fyrir einstaklinga með sparifé og spákaupmenn. Það er vegna þess hversu mikilvægt það er fyrir fólk að hafa þak yfir höfuðið, en heimilið er súrefni fjölskyldunnar. Húsaleigubætur eins og þær eru í dag eru í raun skattheimta á almenning sem fer beint í hendurnar á leigusalanum. Það hefur margoft sannast að ef húsnæðisbæturnar hækka þá hækkar húsaleigan í beinu hlutfalli. Því leggjum við til að húsaleigubótakerfið verði lagt niður í núverandi mynd og komið verði á nýju kerfi samhliða lögfestu viðmiðunarverði húsaleigu. Í því kerfi getur leigusalinn getur sótt sér leigbætur til ríkisins ef kostnaður hans er hærri en viðmiðunarverðið, að teknu tilliti til tekna í formi eignamyndunar og hækkunar á markaðsvirði. Þess háttar kerfi myndi spara ríki og sveitarfélögum stórar upphæðir. Þetta fyrirkomulag myndi einfalda leigumarkaðinn, gera fleirum kleift að velja sér að leigja í stað þess að kaupa og við myndum hætta að moka almannafé í hendur ríkasta fólks landsins. Hafa ber í huga að stærsti hluti leiguíbúða eru íbúðir sem hafa verið á leigumarkaðnum lengi og ekki verið keyptar á allra síðustu árum á yfirsprengdu verði. Það er því ljóst að núverandi leiguverð er í engu samræmi við kostnað yfirgnæfandi meirihluta leigusala. Þess vegna þarf að breyta kerfi sem viðheldur okurleigu og gera verðmyndun sanngjarna. Verðmyndun verður aldrei sanngjörn í núverandi ástandi nema með lagasetningu og inngripum stjórnvalda. Helstu rök leigusala gegn slíku kerfi eru þau að þá færist leiga á svarta markaðinn. Hinn svarti leigumarkaður er mjög stór og hefur bara stækkað ef eitthvað er án þess að einhverjar takmarkanir séu settar á leigumarkaðinn. Meira að segja hafa stjórnvöld ákveðið að gefa leigusölum 50% afslátt af skatti, án þess að það hafi skilað sérlega miklum árangri. Lausnin við þessu er einfaldlega sú að gera svarta leigustarfsemi refsiverða svo um muni og jafnvel setja inn hvata fyrir leigjendur að upplýsa um slíkt. Það er rík nauðsyn fyrir því að setja regluverk fyrir leigumarkaðinn strax. Ástandið var slæmt árið 2015 þegar forsætisráðherra vildi bregðast harkalega við og hefur bara farið hríðversnandi síðan. Núna erum við að horfa upp á hækkanir og ástand sem á sér fá fordæmi í íslenskri sögu. Mörg loforð hafa verið gefin og núna krefjast leigjendur efnda. Það þarf neyðarlög og leiguþak á leigumarkaðinn strax. Komum í veg fyrir klerkamenningu á meðal íslenskra leigusala og komum skikki á leigumarkaðinn áður en eitthvað annað og verra brestur. Höfundar eru í stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Leigumarkaður Guðmundur Hrafn Arngrímsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið höfum við í samtökum leigjenda dregið fram áhugaverðar staðreyndir um leigumarkaðinn sem sýna klárlega að þar er úrbóta þörf. Mánaðarleiga er að meðaltali 80-100.000 kr hærri hér á landi en víða annars staðar í Evrópu, miðað við kaupverð íbúðar og aðrar hagrænar forsendur. Húsnæðismarkaðurinn er orðin fyrst og fremst fjárfestingamarkaður. Besta og öruggasta fjárfesting á Íslandi er að kaupa fasteign. Þessi staðreynd birtist svo í þeim tölum Hagstofunnar að 67.5% allra íbúða sem bæst hafa við fasteignamarkaðinn frá 2005 hafa farið í hendur lögaðila og eignafólks. Ásókn og uppkaup á húsnæði til leigja út hefur haft mikil áhrif á leiguverð sem og kaupverð og okurleiga orðið langalgengasta fyrirkomulagið. Gjarnan er venjulegt fjölskyldufólk yfirboðið af fjárfestum og eigna-fólki þegar það reynir að kaupa sér íbúð, en þarf svo að hírast á leigumarkaði með mun hærri húsnæðiskostnað (HMS). Leiguverð hefur hækkað að jafnaði um og yfir 100% hér á landi á síðustu 10 árum (skv. Hagstofu Íslands) en á sama tíma um aðeins 15.3% á meginlandi Evrópu (Eurostat). Leigumarkaðurinn og þau stuðningskerfi sem notuð eru til að viðhalda okurleigu eru fátækragildra þar sem efnuðu fólki er gert kleift að hagnast óeðlilega mikið á þeim sem minna mega sín, og soga til sín framfærslufé og húsnæðisbætur fólks. Hlutfall leiguhúsnæðis í óhagnaðardrifnum rekstri á almennum leigumarkaði er vart mælanlegur hér á landi á meðan á meginlandi Evrópu er það oft um 15 - 50% Nú segir skýrt í 37. Gr Húsaleigulaganna að leiguverð skuli vera sanngjarnt og eðlilegt fyrir báða aðila. En í núverandi ástandi er engin sanngjörn né eðlileg verðmyndun, því samningsstaðan er mjög ójöfn. Ekki bara er leiguverð allt of hátt heldur eru settar hinar ýmsu kvaðir á leigjendur, þeim er bannað að hengja upp myndir og jafnvel gert að hafa uppi myndir af börnum eigenda á veggjunum, mega ekki fá gesti, mála veggi né aðgang geymslum. Leigjendum er oft gert að skila in skattaskýrslum, credit info upplýsingum, sakavottorði auk þess sem dýrahald er yfirleitt bannað og stundum má ekki hafa börn! Leigusalar taka að sér oft mikla siðferðisleiðsögn gagnvart leigjendum, eitthvað sem myndi aldrei eiga sér stað á virkum leigumarkaði þar sem jafnræðis er gætt. Í lífskjarasamningunum 2019-2022 lofaði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur því að setja hér lög sem takmarka hækkun á leiguverði og einnig að styðja við samtök leigjenda, við hvorugt hefur verið staðið. Núna biðjum við leigjendur þessa sömu ríkisstjórn að standa við gefin loforð og að koma stórum hluta þjóðarinnar sem leigir til hjálpar en samkvæmt opinberum áætlunum eru um 45.000 heimili á leigumarkaði. Þrátt fyrir stækkun leigumarkaðarins og fjölgun leigjenda þá fækkar þinglýstum og skráðum leigusamningum. Helst það í hendur við hækkandi leiguverð, því helsti hvatinn fyrir þinglýsingu leigusamnings er vegna húsnæðisbóta. Húsaleiguverð er hinsvegar orðið það hátt, að ef þú getur borgað þá húsaleigu, þá ertu í mörgum tilfellum of tekjuhár fyrir húsnæðisbætur. Íbúðarhúsnæði á fyrst og fremst að vera heimili fólks en ekki fjárfesting fyrir efnafólk. Samtök leigjenda setja fram þá kröfu að sett verði á viðmiðunarverð fyrir útleigu húsnæðis hið fyrsta. Við teljum að hagnaður leigusala ætti að reiknast sem sú eignamyndun og verðhækkun sem verður á leigutímanum, og að húsaleiga eigi alls ekki að standa straum af öllum þeirra kostnaði, fari hann framyfir viðmiðunarverð. Fjárfesting í húsnæði hefur reynst vera öruggasti fjárfestingakostur sem finnst fyrir einstaklinga með sparifé og spákaupmenn. Það er vegna þess hversu mikilvægt það er fyrir fólk að hafa þak yfir höfuðið, en heimilið er súrefni fjölskyldunnar. Húsaleigubætur eins og þær eru í dag eru í raun skattheimta á almenning sem fer beint í hendurnar á leigusalanum. Það hefur margoft sannast að ef húsnæðisbæturnar hækka þá hækkar húsaleigan í beinu hlutfalli. Því leggjum við til að húsaleigubótakerfið verði lagt niður í núverandi mynd og komið verði á nýju kerfi samhliða lögfestu viðmiðunarverði húsaleigu. Í því kerfi getur leigusalinn getur sótt sér leigbætur til ríkisins ef kostnaður hans er hærri en viðmiðunarverðið, að teknu tilliti til tekna í formi eignamyndunar og hækkunar á markaðsvirði. Þess háttar kerfi myndi spara ríki og sveitarfélögum stórar upphæðir. Þetta fyrirkomulag myndi einfalda leigumarkaðinn, gera fleirum kleift að velja sér að leigja í stað þess að kaupa og við myndum hætta að moka almannafé í hendur ríkasta fólks landsins. Hafa ber í huga að stærsti hluti leiguíbúða eru íbúðir sem hafa verið á leigumarkaðnum lengi og ekki verið keyptar á allra síðustu árum á yfirsprengdu verði. Það er því ljóst að núverandi leiguverð er í engu samræmi við kostnað yfirgnæfandi meirihluta leigusala. Þess vegna þarf að breyta kerfi sem viðheldur okurleigu og gera verðmyndun sanngjarna. Verðmyndun verður aldrei sanngjörn í núverandi ástandi nema með lagasetningu og inngripum stjórnvalda. Helstu rök leigusala gegn slíku kerfi eru þau að þá færist leiga á svarta markaðinn. Hinn svarti leigumarkaður er mjög stór og hefur bara stækkað ef eitthvað er án þess að einhverjar takmarkanir séu settar á leigumarkaðinn. Meira að segja hafa stjórnvöld ákveðið að gefa leigusölum 50% afslátt af skatti, án þess að það hafi skilað sérlega miklum árangri. Lausnin við þessu er einfaldlega sú að gera svarta leigustarfsemi refsiverða svo um muni og jafnvel setja inn hvata fyrir leigjendur að upplýsa um slíkt. Það er rík nauðsyn fyrir því að setja regluverk fyrir leigumarkaðinn strax. Ástandið var slæmt árið 2015 þegar forsætisráðherra vildi bregðast harkalega við og hefur bara farið hríðversnandi síðan. Núna erum við að horfa upp á hækkanir og ástand sem á sér fá fordæmi í íslenskri sögu. Mörg loforð hafa verið gefin og núna krefjast leigjendur efnda. Það þarf neyðarlög og leiguþak á leigumarkaðinn strax. Komum í veg fyrir klerkamenningu á meðal íslenskra leigusala og komum skikki á leigumarkaðinn áður en eitthvað annað og verra brestur. Höfundar eru í stjórn Samtaka leigjenda á Íslandi.
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar