Tekst að kæla heitasta markað landsins? Halldór Kári Sigurðarson skrifar 2. maí 2022 07:31 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. Þrátt fyrir það lækkar árshækkunartakturinn aðeins, þ.e. úr 22,5% í 22,2% en það skýrist af því að húsnæðisverð hækkaði enn þá meira í mars í fyrra. Það er skörp áminning um hve lengi þessi seljendamarkaður hefur varað. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Aprílmæling Hagstofu Íslands leiddi í ljós að verðbólgan er komin upp í 7,2% en næsta vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands er núna á miðvikudaginn 4. maí. Sennilegt er að peningastefnunefnd sjái sig tilneydda til að hækka stýrivexti um 1%, eða upp í 3,75%, til að viðhalda trúverðugleika á verðbólgumarkmiðinu. Hækkandi vaxtastig mun hafa þó nokkur neikvæð áhrif á getu kaupenda til skuldsetningar og að sama skapi mun greiðslubyrði heimila með óverðtryggð jafngreiðslulán með breytilegum vöxtum hækka um 11-13% m.v. 30-40 ára lán ef lánveitendur velta stýrivaxtahækkuninni að fullu leyti út í vaxtakjörin. Heimildir: Greiningardeild Húsaskjóls Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum fóru hvað lægst niður í kringum 3,5% en gætu vel verið komnir upp í kringum 6% á næstu mánuðum. Það þýðir að greiðslubyrði á 30-40 ára óverðtryggðum jafngreiðslulánum á breytilegum vöxtum hefur þá vaxið um 33-42% á tæplega einu og hálfu ári. Það mun að sjálfsögðu kæla markaðinn. Við það bætist að talning Samtaka iðnaðarins sýnir fram á að aukið framboð á íbúðum er framundan. Tvöfalt fleiri íbúðir eru á fyrri byggingarstigum en fyrir ári síðan og Samtök iðnaðarins spá því að rúmlega 2.200 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári sem er tæplega 40% vöxtur m.v. áætlanir fyrir árið í ár. Heimildir: Samtök iðnaðarins og Greiningardeild Húsaskjóls Horft fram á við má vænta þess að draga taki úr krafti verðhækkana á næstum mánuðum og að árshækkunartakturinn fari lækkandi. Stökkbreyting á vaxtakostnaði lántakenda ofan í aukið framboð er til þess fallið að draga heitasta markað landsins niður á jörðina. Undirritaður væntir þess þ.a.l. að framundan sé ákveðinn vendipunktur á húsnæðismarkaði og að markaðurinn stefni í meira jafnvægi með haustinu. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. Þrátt fyrir það lækkar árshækkunartakturinn aðeins, þ.e. úr 22,5% í 22,2% en það skýrist af því að húsnæðisverð hækkaði enn þá meira í mars í fyrra. Það er skörp áminning um hve lengi þessi seljendamarkaður hefur varað. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Aprílmæling Hagstofu Íslands leiddi í ljós að verðbólgan er komin upp í 7,2% en næsta vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands er núna á miðvikudaginn 4. maí. Sennilegt er að peningastefnunefnd sjái sig tilneydda til að hækka stýrivexti um 1%, eða upp í 3,75%, til að viðhalda trúverðugleika á verðbólgumarkmiðinu. Hækkandi vaxtastig mun hafa þó nokkur neikvæð áhrif á getu kaupenda til skuldsetningar og að sama skapi mun greiðslubyrði heimila með óverðtryggð jafngreiðslulán með breytilegum vöxtum hækka um 11-13% m.v. 30-40 ára lán ef lánveitendur velta stýrivaxtahækkuninni að fullu leyti út í vaxtakjörin. Heimildir: Greiningardeild Húsaskjóls Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum fóru hvað lægst niður í kringum 3,5% en gætu vel verið komnir upp í kringum 6% á næstu mánuðum. Það þýðir að greiðslubyrði á 30-40 ára óverðtryggðum jafngreiðslulánum á breytilegum vöxtum hefur þá vaxið um 33-42% á tæplega einu og hálfu ári. Það mun að sjálfsögðu kæla markaðinn. Við það bætist að talning Samtaka iðnaðarins sýnir fram á að aukið framboð á íbúðum er framundan. Tvöfalt fleiri íbúðir eru á fyrri byggingarstigum en fyrir ári síðan og Samtök iðnaðarins spá því að rúmlega 2.200 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári sem er tæplega 40% vöxtur m.v. áætlanir fyrir árið í ár. Heimildir: Samtök iðnaðarins og Greiningardeild Húsaskjóls Horft fram á við má vænta þess að draga taki úr krafti verðhækkana á næstum mánuðum og að árshækkunartakturinn fari lækkandi. Stökkbreyting á vaxtakostnaði lántakenda ofan í aukið framboð er til þess fallið að draga heitasta markað landsins niður á jörðina. Undirritaður væntir þess þ.a.l. að framundan sé ákveðinn vendipunktur á húsnæðismarkaði og að markaðurinn stefni í meira jafnvægi með haustinu. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls fasteignasölu.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar