Félag grunnskólakennara lagði sveitarfélögin í máli um veikindarétt félagsmanns Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2022 15:29 Félagsdómur úrskurðaði að umræddur kennari ætti rétt á forfallalaunum í veikindum sínum. Vísir/Vilhelm Félag grunnskólakennara hafði betur í máli gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga í máli sem snýst um veikindarétt og ætlar sér að ná fram leiðréttingum handa þeim kennurum sem brotið var á. Málavextir snúa að veikindarétti starfsmanna sem hafa verið starfandi í meira en átján ár. Í tilkynningu frá FG kemur fram að grunnskólakennarinn hafi átt að baki lengri starfsferil en átján ár og fellur því undir svokallaða 360 daga reglu. Þar kemur fram að starfsmaður haldi launum svo lengi sem veikindadagar, taldir í almanaksdögum, verði ekki fleiri á hverjum tólf mánuðum en 360 dagar. Í þessu tiltekna máli var kennarinn frá störfum vegna veikinda frá 5.september 2019 og þar til 16.október árið eftir þegar lá fyrir vottorð um að kennarinn væri fullvinnufær. Þremur vikum síðar veiktist kennarinn á nýjan leik og hefur verið fjarverandi síðan. Vinnuveitandinn túlkaði málið sem svo að kennarinn hefði fullnýtt veikindarétt sinn og lagði áherslu á að veikindaréttur félagsmannsins hafi ekki endurnýjast eða orðið virkur á ný þrátt fyrir að hann hafi snúið aftur til starfa eftir fyrra veikindatímabil segir í dómi Félagsdóms. Á þetta var ekki fallið í dómnum. Þar segir að leggja verði til grundvallar að félagsmaðurinn hafi ekki nýtt alla 360 veikindadaga sína þegar veikndin komu upp þann 6.nóvember. „Sé litið til síðustu tólf mánaða þar á undan hafi félagsmaðurinn verið frá vinnu í um 345 daga og voru veikindadagar hans því ekki tæmdir.“ Því var fallist á kröfu stefnanda og kennarinn á því rétt á forfallalaunum í veikndum sínum. „Fyrir okkur sem berjumst fyrir réttindum kennara er þessi niðurstaða Félagsdóms gríðarlega gleðileg og ánægjuleg. Samband íslenskra sveitarfélag ákvað einhliða að hætta að fara eftir umræddu ákvæði kjarasamningsins og áratuga framkvæmd en þetta ákvæði varðar mjög mikilvæg réttindi kennara,“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, í tilkynningu. „Nú tekur við barátta að ná fram leiðréttingum tilhanda þeim kennurum sem sveitarfélögin brutu á.“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir ennfremur. Félagsmál Skóla - og menntamál Stéttarfélög Vinnumarkaður Grunnskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Málavextir snúa að veikindarétti starfsmanna sem hafa verið starfandi í meira en átján ár. Í tilkynningu frá FG kemur fram að grunnskólakennarinn hafi átt að baki lengri starfsferil en átján ár og fellur því undir svokallaða 360 daga reglu. Þar kemur fram að starfsmaður haldi launum svo lengi sem veikindadagar, taldir í almanaksdögum, verði ekki fleiri á hverjum tólf mánuðum en 360 dagar. Í þessu tiltekna máli var kennarinn frá störfum vegna veikinda frá 5.september 2019 og þar til 16.október árið eftir þegar lá fyrir vottorð um að kennarinn væri fullvinnufær. Þremur vikum síðar veiktist kennarinn á nýjan leik og hefur verið fjarverandi síðan. Vinnuveitandinn túlkaði málið sem svo að kennarinn hefði fullnýtt veikindarétt sinn og lagði áherslu á að veikindaréttur félagsmannsins hafi ekki endurnýjast eða orðið virkur á ný þrátt fyrir að hann hafi snúið aftur til starfa eftir fyrra veikindatímabil segir í dómi Félagsdóms. Á þetta var ekki fallið í dómnum. Þar segir að leggja verði til grundvallar að félagsmaðurinn hafi ekki nýtt alla 360 veikindadaga sína þegar veikndin komu upp þann 6.nóvember. „Sé litið til síðustu tólf mánaða þar á undan hafi félagsmaðurinn verið frá vinnu í um 345 daga og voru veikindadagar hans því ekki tæmdir.“ Því var fallist á kröfu stefnanda og kennarinn á því rétt á forfallalaunum í veikndum sínum. „Fyrir okkur sem berjumst fyrir réttindum kennara er þessi niðurstaða Félagsdóms gríðarlega gleðileg og ánægjuleg. Samband íslenskra sveitarfélag ákvað einhliða að hætta að fara eftir umræddu ákvæði kjarasamningsins og áratuga framkvæmd en þetta ákvæði varðar mjög mikilvæg réttindi kennara,“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, í tilkynningu. „Nú tekur við barátta að ná fram leiðréttingum tilhanda þeim kennurum sem sveitarfélögin brutu á.“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir ennfremur.
Félagsmál Skóla - og menntamál Stéttarfélög Vinnumarkaður Grunnskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira