Félag grunnskólakennara lagði sveitarfélögin í máli um veikindarétt félagsmanns Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2022 15:29 Félagsdómur úrskurðaði að umræddur kennari ætti rétt á forfallalaunum í veikindum sínum. Vísir/Vilhelm Félag grunnskólakennara hafði betur í máli gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga í máli sem snýst um veikindarétt og ætlar sér að ná fram leiðréttingum handa þeim kennurum sem brotið var á. Málavextir snúa að veikindarétti starfsmanna sem hafa verið starfandi í meira en átján ár. Í tilkynningu frá FG kemur fram að grunnskólakennarinn hafi átt að baki lengri starfsferil en átján ár og fellur því undir svokallaða 360 daga reglu. Þar kemur fram að starfsmaður haldi launum svo lengi sem veikindadagar, taldir í almanaksdögum, verði ekki fleiri á hverjum tólf mánuðum en 360 dagar. Í þessu tiltekna máli var kennarinn frá störfum vegna veikinda frá 5.september 2019 og þar til 16.október árið eftir þegar lá fyrir vottorð um að kennarinn væri fullvinnufær. Þremur vikum síðar veiktist kennarinn á nýjan leik og hefur verið fjarverandi síðan. Vinnuveitandinn túlkaði málið sem svo að kennarinn hefði fullnýtt veikindarétt sinn og lagði áherslu á að veikindaréttur félagsmannsins hafi ekki endurnýjast eða orðið virkur á ný þrátt fyrir að hann hafi snúið aftur til starfa eftir fyrra veikindatímabil segir í dómi Félagsdóms. Á þetta var ekki fallið í dómnum. Þar segir að leggja verði til grundvallar að félagsmaðurinn hafi ekki nýtt alla 360 veikindadaga sína þegar veikndin komu upp þann 6.nóvember. „Sé litið til síðustu tólf mánaða þar á undan hafi félagsmaðurinn verið frá vinnu í um 345 daga og voru veikindadagar hans því ekki tæmdir.“ Því var fallist á kröfu stefnanda og kennarinn á því rétt á forfallalaunum í veikndum sínum. „Fyrir okkur sem berjumst fyrir réttindum kennara er þessi niðurstaða Félagsdóms gríðarlega gleðileg og ánægjuleg. Samband íslenskra sveitarfélag ákvað einhliða að hætta að fara eftir umræddu ákvæði kjarasamningsins og áratuga framkvæmd en þetta ákvæði varðar mjög mikilvæg réttindi kennara,“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, í tilkynningu. „Nú tekur við barátta að ná fram leiðréttingum tilhanda þeim kennurum sem sveitarfélögin brutu á.“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir ennfremur. Félagsmál Skóla - og menntamál Stéttarfélög Vinnumarkaður Grunnskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Málavextir snúa að veikindarétti starfsmanna sem hafa verið starfandi í meira en átján ár. Í tilkynningu frá FG kemur fram að grunnskólakennarinn hafi átt að baki lengri starfsferil en átján ár og fellur því undir svokallaða 360 daga reglu. Þar kemur fram að starfsmaður haldi launum svo lengi sem veikindadagar, taldir í almanaksdögum, verði ekki fleiri á hverjum tólf mánuðum en 360 dagar. Í þessu tiltekna máli var kennarinn frá störfum vegna veikinda frá 5.september 2019 og þar til 16.október árið eftir þegar lá fyrir vottorð um að kennarinn væri fullvinnufær. Þremur vikum síðar veiktist kennarinn á nýjan leik og hefur verið fjarverandi síðan. Vinnuveitandinn túlkaði málið sem svo að kennarinn hefði fullnýtt veikindarétt sinn og lagði áherslu á að veikindaréttur félagsmannsins hafi ekki endurnýjast eða orðið virkur á ný þrátt fyrir að hann hafi snúið aftur til starfa eftir fyrra veikindatímabil segir í dómi Félagsdóms. Á þetta var ekki fallið í dómnum. Þar segir að leggja verði til grundvallar að félagsmaðurinn hafi ekki nýtt alla 360 veikindadaga sína þegar veikndin komu upp þann 6.nóvember. „Sé litið til síðustu tólf mánaða þar á undan hafi félagsmaðurinn verið frá vinnu í um 345 daga og voru veikindadagar hans því ekki tæmdir.“ Því var fallist á kröfu stefnanda og kennarinn á því rétt á forfallalaunum í veikndum sínum. „Fyrir okkur sem berjumst fyrir réttindum kennara er þessi niðurstaða Félagsdóms gríðarlega gleðileg og ánægjuleg. Samband íslenskra sveitarfélag ákvað einhliða að hætta að fara eftir umræddu ákvæði kjarasamningsins og áratuga framkvæmd en þetta ákvæði varðar mjög mikilvæg réttindi kennara,“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, í tilkynningu. „Nú tekur við barátta að ná fram leiðréttingum tilhanda þeim kennurum sem sveitarfélögin brutu á.“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir ennfremur.
Félagsmál Skóla - og menntamál Stéttarfélög Vinnumarkaður Grunnskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira