Fólkið sem vildi ráða sér sjálft Gísli Rafn Ólafsson skrifar 1. maí 2022 08:30 Kæri verkalýður, gleðilegan baráttudag. Í tilefni dagsins langaði mig að skrifa stutta hugvekju um verkalýðinn, baráttuna fyrir lýðræði, réttlæti og jöfnuði – og hvetja verkalýðsstéttina, stéttina sem snýr hjólum atvinnulífsins með eigin blóði, svita og tárum til dáða og samtaka. Ég ólst upp í mikilli nánd og samlífi með verkalýðsbaráttunni. Faðir minn, Ólafur Rafn Einarsson, var sá sagnfræðingur sem rannsakaði upphaf og uppbyggingu íslensks verkalýðsbaráttu einna hvað mest, og sömuleiðis var afi minn, Einar Olgeirsson, stórvirkur baráttumaður fyrir réttindum og hagsmunum verkafólks. Baráttudagurinn hefur því, allt frá því ég man eftir mér, verið mikill hátíðardagur – ég gekk mína fyrstu kröfugöngu ungur, með rauðan fána í hönd og sönglandi internasjónalinn. Með aldrinum tók ég svo síaukinn og virkari þátt í baráttunni sjálfri. Þegar ég var á menntaskólaaldri tók ég þátt í verkfallsvörslum og upplifði þá heil 3 verkföll á 4 árum. Með því að taka þennan virka þátt varð mér ljóst hversu mikilvægar aðgerðir verkföllin voru í raun, sem og verkalýðsbaráttan í heild sinni. Baráttan hefur í gegnum tíðina skilað gífurlegum kjarabótum og stórauknum réttindum fyrir vinnandi fólk – og þegar ríkisvaldið sofnar á verðinum eða verður jafnvel auðvaldinu að liðsinni eru verkföllin eina vopnið sem verkalýðurinn getur gripið til. Þótt einstaka sigrar geti virst áhrifalitlir og koma til fyrir mikinn fórnarkostnað megum við ekki gleyma því að hver skæra sem verkalýðurinn vinnur sér í hag er liður í langri sögulegri hagsmunadeilu. Þetta er slagur sem skilar raunverulegum árangri og raunverulegum lífskjörum, jafnvel þótt stríðið geisi enn þann dag í dag – og jafnvel þótt stundum kunni að virðast langt í land. Blikan verður sérstaklega svört þegar samstöðu og einingu skortir innan verkalýðsfélaganna sem eiga að gæta hagsmuna verkafólks. Tíma og orku verkalýðsleiðtoga okkar er best varið í að taka slaginn við stjórnvöld og auðvöld í stað þess að honum sé varið í innanhússlagi og rifrildi. Markmið mitt er ekki að benda fingrum og útnefna blóraböggla, því mig grunar að það sé einmitt vandamálið. Þegar mikið er í húfi geta réttmætar tilfinningar orðið yfirþyrmandi, og ef við förum óvarlega og af gáleysi er hætta á því að það bitni á fólkinu sem okkur þykir vænt um og við viljum þjóna. Ég vil því í innilegri einlægni hvetja íslenskan verkalýð allan til þess að gera sitt besta við að ná sáttum og sameinast undir gunnfána lýðræðis, réttlætis og jöfnuðar. Þegar allt kemur til alls er verkalýðsbaráttan ekkert nema nýjasta erindið í kvæðinu endalausa um mannlegt frelsi – frelsið sem er okkar daglega brauð, frelsið sem sögubækurnar okkar fjalla um. Þegar allt kemur til alls er barátta verkalýðsins ekkert annað en baráttan fyrir lýðræði, barátta fólksins sem vill fá að ráða sér sjálft. Tökum ótrauð slaginn og höldum til kröfugöngunnar stolt, sterk og sameinuð í dag. Við skuldum sjálfum okkur það – og við skuldum komandi kynslóðum það. Látum sverfa til stáls fyrir fólkið sem vill ráða sér sjálft. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Vinnumarkaður Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Kæri verkalýður, gleðilegan baráttudag. Í tilefni dagsins langaði mig að skrifa stutta hugvekju um verkalýðinn, baráttuna fyrir lýðræði, réttlæti og jöfnuði – og hvetja verkalýðsstéttina, stéttina sem snýr hjólum atvinnulífsins með eigin blóði, svita og tárum til dáða og samtaka. Ég ólst upp í mikilli nánd og samlífi með verkalýðsbaráttunni. Faðir minn, Ólafur Rafn Einarsson, var sá sagnfræðingur sem rannsakaði upphaf og uppbyggingu íslensks verkalýðsbaráttu einna hvað mest, og sömuleiðis var afi minn, Einar Olgeirsson, stórvirkur baráttumaður fyrir réttindum og hagsmunum verkafólks. Baráttudagurinn hefur því, allt frá því ég man eftir mér, verið mikill hátíðardagur – ég gekk mína fyrstu kröfugöngu ungur, með rauðan fána í hönd og sönglandi internasjónalinn. Með aldrinum tók ég svo síaukinn og virkari þátt í baráttunni sjálfri. Þegar ég var á menntaskólaaldri tók ég þátt í verkfallsvörslum og upplifði þá heil 3 verkföll á 4 árum. Með því að taka þennan virka þátt varð mér ljóst hversu mikilvægar aðgerðir verkföllin voru í raun, sem og verkalýðsbaráttan í heild sinni. Baráttan hefur í gegnum tíðina skilað gífurlegum kjarabótum og stórauknum réttindum fyrir vinnandi fólk – og þegar ríkisvaldið sofnar á verðinum eða verður jafnvel auðvaldinu að liðsinni eru verkföllin eina vopnið sem verkalýðurinn getur gripið til. Þótt einstaka sigrar geti virst áhrifalitlir og koma til fyrir mikinn fórnarkostnað megum við ekki gleyma því að hver skæra sem verkalýðurinn vinnur sér í hag er liður í langri sögulegri hagsmunadeilu. Þetta er slagur sem skilar raunverulegum árangri og raunverulegum lífskjörum, jafnvel þótt stríðið geisi enn þann dag í dag – og jafnvel þótt stundum kunni að virðast langt í land. Blikan verður sérstaklega svört þegar samstöðu og einingu skortir innan verkalýðsfélaganna sem eiga að gæta hagsmuna verkafólks. Tíma og orku verkalýðsleiðtoga okkar er best varið í að taka slaginn við stjórnvöld og auðvöld í stað þess að honum sé varið í innanhússlagi og rifrildi. Markmið mitt er ekki að benda fingrum og útnefna blóraböggla, því mig grunar að það sé einmitt vandamálið. Þegar mikið er í húfi geta réttmætar tilfinningar orðið yfirþyrmandi, og ef við förum óvarlega og af gáleysi er hætta á því að það bitni á fólkinu sem okkur þykir vænt um og við viljum þjóna. Ég vil því í innilegri einlægni hvetja íslenskan verkalýð allan til þess að gera sitt besta við að ná sáttum og sameinast undir gunnfána lýðræðis, réttlætis og jöfnuðar. Þegar allt kemur til alls er verkalýðsbaráttan ekkert nema nýjasta erindið í kvæðinu endalausa um mannlegt frelsi – frelsið sem er okkar daglega brauð, frelsið sem sögubækurnar okkar fjalla um. Þegar allt kemur til alls er barátta verkalýðsins ekkert annað en baráttan fyrir lýðræði, barátta fólksins sem vill fá að ráða sér sjálft. Tökum ótrauð slaginn og höldum til kröfugöngunnar stolt, sterk og sameinuð í dag. Við skuldum sjálfum okkur það – og við skuldum komandi kynslóðum það. Látum sverfa til stáls fyrir fólkið sem vill ráða sér sjálft. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er þingmaður Pírata.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun