Fólkið sem vildi ráða sér sjálft Gísli Rafn Ólafsson skrifar 1. maí 2022 08:30 Kæri verkalýður, gleðilegan baráttudag. Í tilefni dagsins langaði mig að skrifa stutta hugvekju um verkalýðinn, baráttuna fyrir lýðræði, réttlæti og jöfnuði – og hvetja verkalýðsstéttina, stéttina sem snýr hjólum atvinnulífsins með eigin blóði, svita og tárum til dáða og samtaka. Ég ólst upp í mikilli nánd og samlífi með verkalýðsbaráttunni. Faðir minn, Ólafur Rafn Einarsson, var sá sagnfræðingur sem rannsakaði upphaf og uppbyggingu íslensks verkalýðsbaráttu einna hvað mest, og sömuleiðis var afi minn, Einar Olgeirsson, stórvirkur baráttumaður fyrir réttindum og hagsmunum verkafólks. Baráttudagurinn hefur því, allt frá því ég man eftir mér, verið mikill hátíðardagur – ég gekk mína fyrstu kröfugöngu ungur, með rauðan fána í hönd og sönglandi internasjónalinn. Með aldrinum tók ég svo síaukinn og virkari þátt í baráttunni sjálfri. Þegar ég var á menntaskólaaldri tók ég þátt í verkfallsvörslum og upplifði þá heil 3 verkföll á 4 árum. Með því að taka þennan virka þátt varð mér ljóst hversu mikilvægar aðgerðir verkföllin voru í raun, sem og verkalýðsbaráttan í heild sinni. Baráttan hefur í gegnum tíðina skilað gífurlegum kjarabótum og stórauknum réttindum fyrir vinnandi fólk – og þegar ríkisvaldið sofnar á verðinum eða verður jafnvel auðvaldinu að liðsinni eru verkföllin eina vopnið sem verkalýðurinn getur gripið til. Þótt einstaka sigrar geti virst áhrifalitlir og koma til fyrir mikinn fórnarkostnað megum við ekki gleyma því að hver skæra sem verkalýðurinn vinnur sér í hag er liður í langri sögulegri hagsmunadeilu. Þetta er slagur sem skilar raunverulegum árangri og raunverulegum lífskjörum, jafnvel þótt stríðið geisi enn þann dag í dag – og jafnvel þótt stundum kunni að virðast langt í land. Blikan verður sérstaklega svört þegar samstöðu og einingu skortir innan verkalýðsfélaganna sem eiga að gæta hagsmuna verkafólks. Tíma og orku verkalýðsleiðtoga okkar er best varið í að taka slaginn við stjórnvöld og auðvöld í stað þess að honum sé varið í innanhússlagi og rifrildi. Markmið mitt er ekki að benda fingrum og útnefna blóraböggla, því mig grunar að það sé einmitt vandamálið. Þegar mikið er í húfi geta réttmætar tilfinningar orðið yfirþyrmandi, og ef við förum óvarlega og af gáleysi er hætta á því að það bitni á fólkinu sem okkur þykir vænt um og við viljum þjóna. Ég vil því í innilegri einlægni hvetja íslenskan verkalýð allan til þess að gera sitt besta við að ná sáttum og sameinast undir gunnfána lýðræðis, réttlætis og jöfnuðar. Þegar allt kemur til alls er verkalýðsbaráttan ekkert nema nýjasta erindið í kvæðinu endalausa um mannlegt frelsi – frelsið sem er okkar daglega brauð, frelsið sem sögubækurnar okkar fjalla um. Þegar allt kemur til alls er barátta verkalýðsins ekkert annað en baráttan fyrir lýðræði, barátta fólksins sem vill fá að ráða sér sjálft. Tökum ótrauð slaginn og höldum til kröfugöngunnar stolt, sterk og sameinuð í dag. Við skuldum sjálfum okkur það – og við skuldum komandi kynslóðum það. Látum sverfa til stáls fyrir fólkið sem vill ráða sér sjálft. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Vinnumarkaður Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Kæri verkalýður, gleðilegan baráttudag. Í tilefni dagsins langaði mig að skrifa stutta hugvekju um verkalýðinn, baráttuna fyrir lýðræði, réttlæti og jöfnuði – og hvetja verkalýðsstéttina, stéttina sem snýr hjólum atvinnulífsins með eigin blóði, svita og tárum til dáða og samtaka. Ég ólst upp í mikilli nánd og samlífi með verkalýðsbaráttunni. Faðir minn, Ólafur Rafn Einarsson, var sá sagnfræðingur sem rannsakaði upphaf og uppbyggingu íslensks verkalýðsbaráttu einna hvað mest, og sömuleiðis var afi minn, Einar Olgeirsson, stórvirkur baráttumaður fyrir réttindum og hagsmunum verkafólks. Baráttudagurinn hefur því, allt frá því ég man eftir mér, verið mikill hátíðardagur – ég gekk mína fyrstu kröfugöngu ungur, með rauðan fána í hönd og sönglandi internasjónalinn. Með aldrinum tók ég svo síaukinn og virkari þátt í baráttunni sjálfri. Þegar ég var á menntaskólaaldri tók ég þátt í verkfallsvörslum og upplifði þá heil 3 verkföll á 4 árum. Með því að taka þennan virka þátt varð mér ljóst hversu mikilvægar aðgerðir verkföllin voru í raun, sem og verkalýðsbaráttan í heild sinni. Baráttan hefur í gegnum tíðina skilað gífurlegum kjarabótum og stórauknum réttindum fyrir vinnandi fólk – og þegar ríkisvaldið sofnar á verðinum eða verður jafnvel auðvaldinu að liðsinni eru verkföllin eina vopnið sem verkalýðurinn getur gripið til. Þótt einstaka sigrar geti virst áhrifalitlir og koma til fyrir mikinn fórnarkostnað megum við ekki gleyma því að hver skæra sem verkalýðurinn vinnur sér í hag er liður í langri sögulegri hagsmunadeilu. Þetta er slagur sem skilar raunverulegum árangri og raunverulegum lífskjörum, jafnvel þótt stríðið geisi enn þann dag í dag – og jafnvel þótt stundum kunni að virðast langt í land. Blikan verður sérstaklega svört þegar samstöðu og einingu skortir innan verkalýðsfélaganna sem eiga að gæta hagsmuna verkafólks. Tíma og orku verkalýðsleiðtoga okkar er best varið í að taka slaginn við stjórnvöld og auðvöld í stað þess að honum sé varið í innanhússlagi og rifrildi. Markmið mitt er ekki að benda fingrum og útnefna blóraböggla, því mig grunar að það sé einmitt vandamálið. Þegar mikið er í húfi geta réttmætar tilfinningar orðið yfirþyrmandi, og ef við förum óvarlega og af gáleysi er hætta á því að það bitni á fólkinu sem okkur þykir vænt um og við viljum þjóna. Ég vil því í innilegri einlægni hvetja íslenskan verkalýð allan til þess að gera sitt besta við að ná sáttum og sameinast undir gunnfána lýðræðis, réttlætis og jöfnuðar. Þegar allt kemur til alls er verkalýðsbaráttan ekkert nema nýjasta erindið í kvæðinu endalausa um mannlegt frelsi – frelsið sem er okkar daglega brauð, frelsið sem sögubækurnar okkar fjalla um. Þegar allt kemur til alls er barátta verkalýðsins ekkert annað en baráttan fyrir lýðræði, barátta fólksins sem vill fá að ráða sér sjálft. Tökum ótrauð slaginn og höldum til kröfugöngunnar stolt, sterk og sameinuð í dag. Við skuldum sjálfum okkur það – og við skuldum komandi kynslóðum það. Látum sverfa til stáls fyrir fólkið sem vill ráða sér sjálft. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er þingmaður Pírata.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun