Fólkið sem vildi ráða sér sjálft Gísli Rafn Ólafsson skrifar 1. maí 2022 08:30 Kæri verkalýður, gleðilegan baráttudag. Í tilefni dagsins langaði mig að skrifa stutta hugvekju um verkalýðinn, baráttuna fyrir lýðræði, réttlæti og jöfnuði – og hvetja verkalýðsstéttina, stéttina sem snýr hjólum atvinnulífsins með eigin blóði, svita og tárum til dáða og samtaka. Ég ólst upp í mikilli nánd og samlífi með verkalýðsbaráttunni. Faðir minn, Ólafur Rafn Einarsson, var sá sagnfræðingur sem rannsakaði upphaf og uppbyggingu íslensks verkalýðsbaráttu einna hvað mest, og sömuleiðis var afi minn, Einar Olgeirsson, stórvirkur baráttumaður fyrir réttindum og hagsmunum verkafólks. Baráttudagurinn hefur því, allt frá því ég man eftir mér, verið mikill hátíðardagur – ég gekk mína fyrstu kröfugöngu ungur, með rauðan fána í hönd og sönglandi internasjónalinn. Með aldrinum tók ég svo síaukinn og virkari þátt í baráttunni sjálfri. Þegar ég var á menntaskólaaldri tók ég þátt í verkfallsvörslum og upplifði þá heil 3 verkföll á 4 árum. Með því að taka þennan virka þátt varð mér ljóst hversu mikilvægar aðgerðir verkföllin voru í raun, sem og verkalýðsbaráttan í heild sinni. Baráttan hefur í gegnum tíðina skilað gífurlegum kjarabótum og stórauknum réttindum fyrir vinnandi fólk – og þegar ríkisvaldið sofnar á verðinum eða verður jafnvel auðvaldinu að liðsinni eru verkföllin eina vopnið sem verkalýðurinn getur gripið til. Þótt einstaka sigrar geti virst áhrifalitlir og koma til fyrir mikinn fórnarkostnað megum við ekki gleyma því að hver skæra sem verkalýðurinn vinnur sér í hag er liður í langri sögulegri hagsmunadeilu. Þetta er slagur sem skilar raunverulegum árangri og raunverulegum lífskjörum, jafnvel þótt stríðið geisi enn þann dag í dag – og jafnvel þótt stundum kunni að virðast langt í land. Blikan verður sérstaklega svört þegar samstöðu og einingu skortir innan verkalýðsfélaganna sem eiga að gæta hagsmuna verkafólks. Tíma og orku verkalýðsleiðtoga okkar er best varið í að taka slaginn við stjórnvöld og auðvöld í stað þess að honum sé varið í innanhússlagi og rifrildi. Markmið mitt er ekki að benda fingrum og útnefna blóraböggla, því mig grunar að það sé einmitt vandamálið. Þegar mikið er í húfi geta réttmætar tilfinningar orðið yfirþyrmandi, og ef við förum óvarlega og af gáleysi er hætta á því að það bitni á fólkinu sem okkur þykir vænt um og við viljum þjóna. Ég vil því í innilegri einlægni hvetja íslenskan verkalýð allan til þess að gera sitt besta við að ná sáttum og sameinast undir gunnfána lýðræðis, réttlætis og jöfnuðar. Þegar allt kemur til alls er verkalýðsbaráttan ekkert nema nýjasta erindið í kvæðinu endalausa um mannlegt frelsi – frelsið sem er okkar daglega brauð, frelsið sem sögubækurnar okkar fjalla um. Þegar allt kemur til alls er barátta verkalýðsins ekkert annað en baráttan fyrir lýðræði, barátta fólksins sem vill fá að ráða sér sjálft. Tökum ótrauð slaginn og höldum til kröfugöngunnar stolt, sterk og sameinuð í dag. Við skuldum sjálfum okkur það – og við skuldum komandi kynslóðum það. Látum sverfa til stáls fyrir fólkið sem vill ráða sér sjálft. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Vinnumarkaður Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Sjá meira
Kæri verkalýður, gleðilegan baráttudag. Í tilefni dagsins langaði mig að skrifa stutta hugvekju um verkalýðinn, baráttuna fyrir lýðræði, réttlæti og jöfnuði – og hvetja verkalýðsstéttina, stéttina sem snýr hjólum atvinnulífsins með eigin blóði, svita og tárum til dáða og samtaka. Ég ólst upp í mikilli nánd og samlífi með verkalýðsbaráttunni. Faðir minn, Ólafur Rafn Einarsson, var sá sagnfræðingur sem rannsakaði upphaf og uppbyggingu íslensks verkalýðsbaráttu einna hvað mest, og sömuleiðis var afi minn, Einar Olgeirsson, stórvirkur baráttumaður fyrir réttindum og hagsmunum verkafólks. Baráttudagurinn hefur því, allt frá því ég man eftir mér, verið mikill hátíðardagur – ég gekk mína fyrstu kröfugöngu ungur, með rauðan fána í hönd og sönglandi internasjónalinn. Með aldrinum tók ég svo síaukinn og virkari þátt í baráttunni sjálfri. Þegar ég var á menntaskólaaldri tók ég þátt í verkfallsvörslum og upplifði þá heil 3 verkföll á 4 árum. Með því að taka þennan virka þátt varð mér ljóst hversu mikilvægar aðgerðir verkföllin voru í raun, sem og verkalýðsbaráttan í heild sinni. Baráttan hefur í gegnum tíðina skilað gífurlegum kjarabótum og stórauknum réttindum fyrir vinnandi fólk – og þegar ríkisvaldið sofnar á verðinum eða verður jafnvel auðvaldinu að liðsinni eru verkföllin eina vopnið sem verkalýðurinn getur gripið til. Þótt einstaka sigrar geti virst áhrifalitlir og koma til fyrir mikinn fórnarkostnað megum við ekki gleyma því að hver skæra sem verkalýðurinn vinnur sér í hag er liður í langri sögulegri hagsmunadeilu. Þetta er slagur sem skilar raunverulegum árangri og raunverulegum lífskjörum, jafnvel þótt stríðið geisi enn þann dag í dag – og jafnvel þótt stundum kunni að virðast langt í land. Blikan verður sérstaklega svört þegar samstöðu og einingu skortir innan verkalýðsfélaganna sem eiga að gæta hagsmuna verkafólks. Tíma og orku verkalýðsleiðtoga okkar er best varið í að taka slaginn við stjórnvöld og auðvöld í stað þess að honum sé varið í innanhússlagi og rifrildi. Markmið mitt er ekki að benda fingrum og útnefna blóraböggla, því mig grunar að það sé einmitt vandamálið. Þegar mikið er í húfi geta réttmætar tilfinningar orðið yfirþyrmandi, og ef við förum óvarlega og af gáleysi er hætta á því að það bitni á fólkinu sem okkur þykir vænt um og við viljum þjóna. Ég vil því í innilegri einlægni hvetja íslenskan verkalýð allan til þess að gera sitt besta við að ná sáttum og sameinast undir gunnfána lýðræðis, réttlætis og jöfnuðar. Þegar allt kemur til alls er verkalýðsbaráttan ekkert nema nýjasta erindið í kvæðinu endalausa um mannlegt frelsi – frelsið sem er okkar daglega brauð, frelsið sem sögubækurnar okkar fjalla um. Þegar allt kemur til alls er barátta verkalýðsins ekkert annað en baráttan fyrir lýðræði, barátta fólksins sem vill fá að ráða sér sjálft. Tökum ótrauð slaginn og höldum til kröfugöngunnar stolt, sterk og sameinuð í dag. Við skuldum sjálfum okkur það – og við skuldum komandi kynslóðum það. Látum sverfa til stáls fyrir fólkið sem vill ráða sér sjálft. Gleðilegan 1. maí! Höfundur er þingmaður Pírata.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun