Fjölskyldan kannaðist ekkert við manninn í kistunni Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2022 08:30 Sumar kistulagningar eru viðburðaríkari en aðrar. Vísir/Vilhelm Hefðbundin kistulagning tók nokkuð óvænta stefnu í Neskirkju á fimmtudag þegar í ljós kom að fjölskyldan kannaðist ekki við manninn í kistunni. Presturinn Örn Bárður Jónsson segist hafa upplifað margt á sínum fjörutíu árum í hempunni en þetta sé nýbreytni. Ekki hafi liðið á löngu þar til hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu. „Ég hafði kynnst hinum látna fyrir kannski fimmtán árum og þegar ég tók líkblæjuna af þá fannst mér maðurinn svo breyttur að ég þekkti hann eiginlega ekki. Svo þegar fjölskyldan kom þá sáu þau auðvitað að það var ekki réttur maður í kistunni.“ Örn segir aðstandendur hafa tekið þessu með stökustu ró og hann snarlega sett sig í samband við útfararstjóra. Næst var kistan flutt upp í líkhúsið í Fossvogi og þeirri réttu komið fyrir í Neskirkju. Að lokum var fólki hleypt inn í kirkjuna og Örn kistulagði réttan mann um hálftíma á eftir áætlun. Örn Bárður Jónsson.Þjóðkirkjan Fór ekki í grafgötur með mistökin „Þetta var ekkert leyndarmál. Það voru eftir um hundrað manns í útförinni og ég sagði bara frá því sem hafði gerst í upphafi athafnarinnar,“ segir hann. Mikilvægt sé að fara ekki í grafgötur með það þegar eitthvað fari úrskeiðis. „Ég byrjaði bara á því að segja að það hafi gerst hér óvenjulegur hlutur, það hefði komið kista hingað ekki með réttum aðila og hún hafi verið send til baka. Nú væri kominn réttur aðili og það væri nú þannig í lífinu að það gerðust mistök.“ Því næst vísaði Örn í lögmál Murphys sem er á þá leið að allt sem geti farið illa muni einhvern tímann fara úrskeiðis. Útfararstjórar í öngum sínum „Þetta hefur gerst og við verðum bara að vinna úr þessu. Þetta er afar óþægileg upplifun fyrir syrgjendur og útfararstjórarnir voru alveg hreint í öngum sínum yfir þessu og afskaplega leiðir.“ Örn segir að útfararstjórarnir hafi hitt aðstandendur mannsins eftir atvikið og unnið vel úr því í sátt við fjölskylduna. „Þetta er bara afskaplega elskulegt fólk og tók þessu af miklu æðruleysi. Hinn látni var nú skemmtilegur maður og uppátækjasamur, glettinn og gamansamur,“ bætir hann við. Í ljósi þess hafi Örn tjáð kirkjugestum að margir gætu eflaust ímyndað sér að maðurinn hafi með þessu viljað stríða fólkinu sínu í allra síðasta sinn. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis í líkhúsinu í Fossvogi.Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma Líkist helst atriði úr gamansamri bíómynd Sjálfur segist Örn ekki þekkja nákvæmlega hvað átti sér stað en þyki líklegt að tvö lík hafi verið í líkhúsinu með sama fornafni. Útfararstofan hafi mætt fjölskyldunni með miklum skilningi og unnið vel úr málinu. „Það fer enginn frá þessu með einhverjum bitrum huga en þó með einhverja sérkennilega minningu um að mæta í kistulagningu föður síns og hann var ekki þar,“ segir Örn. Hann hafi jú sagt fjölskyldunni að þetta væri sennilega gott efni í kvikmyndahandrit. Trúmál Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Presturinn Örn Bárður Jónsson segist hafa upplifað margt á sínum fjörutíu árum í hempunni en þetta sé nýbreytni. Ekki hafi liðið á löngu þar til hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu. „Ég hafði kynnst hinum látna fyrir kannski fimmtán árum og þegar ég tók líkblæjuna af þá fannst mér maðurinn svo breyttur að ég þekkti hann eiginlega ekki. Svo þegar fjölskyldan kom þá sáu þau auðvitað að það var ekki réttur maður í kistunni.“ Örn segir aðstandendur hafa tekið þessu með stökustu ró og hann snarlega sett sig í samband við útfararstjóra. Næst var kistan flutt upp í líkhúsið í Fossvogi og þeirri réttu komið fyrir í Neskirkju. Að lokum var fólki hleypt inn í kirkjuna og Örn kistulagði réttan mann um hálftíma á eftir áætlun. Örn Bárður Jónsson.Þjóðkirkjan Fór ekki í grafgötur með mistökin „Þetta var ekkert leyndarmál. Það voru eftir um hundrað manns í útförinni og ég sagði bara frá því sem hafði gerst í upphafi athafnarinnar,“ segir hann. Mikilvægt sé að fara ekki í grafgötur með það þegar eitthvað fari úrskeiðis. „Ég byrjaði bara á því að segja að það hafi gerst hér óvenjulegur hlutur, það hefði komið kista hingað ekki með réttum aðila og hún hafi verið send til baka. Nú væri kominn réttur aðili og það væri nú þannig í lífinu að það gerðust mistök.“ Því næst vísaði Örn í lögmál Murphys sem er á þá leið að allt sem geti farið illa muni einhvern tímann fara úrskeiðis. Útfararstjórar í öngum sínum „Þetta hefur gerst og við verðum bara að vinna úr þessu. Þetta er afar óþægileg upplifun fyrir syrgjendur og útfararstjórarnir voru alveg hreint í öngum sínum yfir þessu og afskaplega leiðir.“ Örn segir að útfararstjórarnir hafi hitt aðstandendur mannsins eftir atvikið og unnið vel úr því í sátt við fjölskylduna. „Þetta er bara afskaplega elskulegt fólk og tók þessu af miklu æðruleysi. Hinn látni var nú skemmtilegur maður og uppátækjasamur, glettinn og gamansamur,“ bætir hann við. Í ljósi þess hafi Örn tjáð kirkjugestum að margir gætu eflaust ímyndað sér að maðurinn hafi með þessu viljað stríða fólkinu sínu í allra síðasta sinn. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis í líkhúsinu í Fossvogi.Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma Líkist helst atriði úr gamansamri bíómynd Sjálfur segist Örn ekki þekkja nákvæmlega hvað átti sér stað en þyki líklegt að tvö lík hafi verið í líkhúsinu með sama fornafni. Útfararstofan hafi mætt fjölskyldunni með miklum skilningi og unnið vel úr málinu. „Það fer enginn frá þessu með einhverjum bitrum huga en þó með einhverja sérkennilega minningu um að mæta í kistulagningu föður síns og hann var ekki þar,“ segir Örn. Hann hafi jú sagt fjölskyldunni að þetta væri sennilega gott efni í kvikmyndahandrit.
Trúmál Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira