Einhver þurfi að bera ábyrgð á klúðrinu: „Þetta er eins og lélegur brandari“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. apríl 2022 20:30 Það var fjölmennt á Austurvelli í dag en mótmælendur sem fréttastofa ræddi við sögðu þörf á breytingum. Vísir/Ívar Hundruð manna söfnuðust saman á Austurvelli í dag til að mótmæla bankasölunni - í fjórða sinn. Mótmælendur vilja breytingar en eru ekki bjartsýnir á að ríkisstjórnin bæti sitt ráð. Rúmur mánuður er nú liðinn frá því að íslenska ríkið seldi hlut sinn í Íslandsbanka og er óhætt að segja að bankasalan hafi verið milli tannanna á fólki síðan þá. Tveir af ræðumönnum dagsins segja baráttuandann enn í fólki. „Þetta er verkefni okkar allra þvert á flokka að standa upp og berjast fyrir því að hér sé lýðræðislegt samfélag,“ segir Steinunn Ólína. Ríkisstjórnin megi búast við að það haldi áfram, sama hversu langur tími líður. „Ég held að það sé mikil óskhyggja af þeirri hálfu ef þau halda að reiðin muni dvína, en auðvitað er leið auðvitað til að refsa stjórnarflokkunum í næstu kosningum. Þær eru eftir tvær vikur og það er hægt að senda mjög skýr skilaboð þar,“ segir Atli. Hann segir þó vanta upp á að Sjálfstæðismenn sem eru ósáttir með málið mæti á mótmælin. „Það er leið fyrir þá til að sýna að þeir eigi flokkinn en ekki að flokkurinn eigi þá,“ segir hann. Steinunn Ólína tekur undir það en fagnar því þó að oddviti flokksins í borginni hafi kvartað yfir málinu og segir það mikla framför. „Sjálfstæðisfólk á Íslandi á miklu betra skilið en að þurfa að eiga við þessar endalausu spillingar- og hrakfallasögur Bjarna Benediktssonar,“ segir hún. Auk þess sem Atli og Steinunn Ólína fluttu ræðu á fundinum í gær voru þar ýmis konar atriði, þar á meðal tónlistaratriði frá Reykjavíkurdætrum. „Það er bara stórkostlegt að sjá svona mikið af fólki hérna og það er bara fáránlega mikilvægt að við stöndum saman og erum hávær á svona stundu. Við erum ótrúlega góð í því, við Íslendingar, og þetta er svona það sem við reynum að gera sem hljómsveit, að vera með læti,“ segir Salka Valsdóttir, meðlimur Reykjavíkurdætra. Enginn tekið ábyrgð á klúðrinu Það er óhætt að segja að það hafi verið fjölmennt á fundinum í dag, sumir voru að mæta í fyrsta sinn á meðan aðrir hafa mætt reglulega. Páll Kristjánsson er einn af þeim sem hefur mætt í öll skiptin. „Ég gerði það sama í hruninu, þá mætti ég þrjátíu sinnum,“ segir hann en hann segir mikilvægt að fólk láti í sér heyra. „Ef við gerum það ekki þá gerist ekki neitt. Þetta er okkar eina von, það er að mæta og láta fólk vita að við séum á móti þessu.“ Þetta tóku fleiri undir, til að mynda Kristín Vala Ragnarsdóttir en hún segir að enginn hafi hingað til tekið ábyrgð. „Þetta er bara allt klúður og fólk þarf að bera ábyrgð á því sem það gerir en það er eitthvað sem að Íslendingar eru mjög lélegir í að gera,“ segir hún og bætir við að ríkisstjórnin hefði í það minnsta átt að setja fjármálaráðherra til hliðar. Þetta er í fjórða sinn sem að mótmæli fara fram á Austurvelli vegna bankasölunnar.Vísir/Ívar Reiði flestra virðist beinast gegn Sjálfstæðisflokknum og fjármálaráðherra en feðgarnir Guðjón Jensson og Páll Guðjónsson segja tímabært að hann víki. „Mér finnst mjög margt ámælisvert með fjármálaráðherrann okkar,“ segir Guðjón og tekur sonur hans undir. „Þetta er eins og lélegur brandari, við viljum bara burt með þetta, það er bara algjör lágmarkskrafa,“ segir Páll. Aðrir beina spjótum sínum einnig að öðrum stjórnarflokkum. „Ég skil Sjálfstæðisflokkinn að sumu leiti, þeirra hugsunarhátt, því að þeir eru að verja auðmenn og hafa alltaf gert,“ segir til að mynda Erla Gunnarsdóttir. „En framkoma Vinstri grænna og Katrínar finnst mér fyrir neðan allar hellur. Ég hef kosið þann flokk í mörg ár en það verður aldrei meir.“ Ekki voru þó margir bjartsýnir á að ríkisstjórnin muni bregðast við. Páll Kristjánsson var þó bjartsýnn um annað. „Ég vil bara að hún fari. Já ég held það, ég er nokkuð bjartsýnn.“ Salan á Íslandsbanka Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. 30. apríl 2022 12:30 „Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49 Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
Rúmur mánuður er nú liðinn frá því að íslenska ríkið seldi hlut sinn í Íslandsbanka og er óhætt að segja að bankasalan hafi verið milli tannanna á fólki síðan þá. Tveir af ræðumönnum dagsins segja baráttuandann enn í fólki. „Þetta er verkefni okkar allra þvert á flokka að standa upp og berjast fyrir því að hér sé lýðræðislegt samfélag,“ segir Steinunn Ólína. Ríkisstjórnin megi búast við að það haldi áfram, sama hversu langur tími líður. „Ég held að það sé mikil óskhyggja af þeirri hálfu ef þau halda að reiðin muni dvína, en auðvitað er leið auðvitað til að refsa stjórnarflokkunum í næstu kosningum. Þær eru eftir tvær vikur og það er hægt að senda mjög skýr skilaboð þar,“ segir Atli. Hann segir þó vanta upp á að Sjálfstæðismenn sem eru ósáttir með málið mæti á mótmælin. „Það er leið fyrir þá til að sýna að þeir eigi flokkinn en ekki að flokkurinn eigi þá,“ segir hann. Steinunn Ólína tekur undir það en fagnar því þó að oddviti flokksins í borginni hafi kvartað yfir málinu og segir það mikla framför. „Sjálfstæðisfólk á Íslandi á miklu betra skilið en að þurfa að eiga við þessar endalausu spillingar- og hrakfallasögur Bjarna Benediktssonar,“ segir hún. Auk þess sem Atli og Steinunn Ólína fluttu ræðu á fundinum í gær voru þar ýmis konar atriði, þar á meðal tónlistaratriði frá Reykjavíkurdætrum. „Það er bara stórkostlegt að sjá svona mikið af fólki hérna og það er bara fáránlega mikilvægt að við stöndum saman og erum hávær á svona stundu. Við erum ótrúlega góð í því, við Íslendingar, og þetta er svona það sem við reynum að gera sem hljómsveit, að vera með læti,“ segir Salka Valsdóttir, meðlimur Reykjavíkurdætra. Enginn tekið ábyrgð á klúðrinu Það er óhætt að segja að það hafi verið fjölmennt á fundinum í dag, sumir voru að mæta í fyrsta sinn á meðan aðrir hafa mætt reglulega. Páll Kristjánsson er einn af þeim sem hefur mætt í öll skiptin. „Ég gerði það sama í hruninu, þá mætti ég þrjátíu sinnum,“ segir hann en hann segir mikilvægt að fólk láti í sér heyra. „Ef við gerum það ekki þá gerist ekki neitt. Þetta er okkar eina von, það er að mæta og láta fólk vita að við séum á móti þessu.“ Þetta tóku fleiri undir, til að mynda Kristín Vala Ragnarsdóttir en hún segir að enginn hafi hingað til tekið ábyrgð. „Þetta er bara allt klúður og fólk þarf að bera ábyrgð á því sem það gerir en það er eitthvað sem að Íslendingar eru mjög lélegir í að gera,“ segir hún og bætir við að ríkisstjórnin hefði í það minnsta átt að setja fjármálaráðherra til hliðar. Þetta er í fjórða sinn sem að mótmæli fara fram á Austurvelli vegna bankasölunnar.Vísir/Ívar Reiði flestra virðist beinast gegn Sjálfstæðisflokknum og fjármálaráðherra en feðgarnir Guðjón Jensson og Páll Guðjónsson segja tímabært að hann víki. „Mér finnst mjög margt ámælisvert með fjármálaráðherrann okkar,“ segir Guðjón og tekur sonur hans undir. „Þetta er eins og lélegur brandari, við viljum bara burt með þetta, það er bara algjör lágmarkskrafa,“ segir Páll. Aðrir beina spjótum sínum einnig að öðrum stjórnarflokkum. „Ég skil Sjálfstæðisflokkinn að sumu leiti, þeirra hugsunarhátt, því að þeir eru að verja auðmenn og hafa alltaf gert,“ segir til að mynda Erla Gunnarsdóttir. „En framkoma Vinstri grænna og Katrínar finnst mér fyrir neðan allar hellur. Ég hef kosið þann flokk í mörg ár en það verður aldrei meir.“ Ekki voru þó margir bjartsýnir á að ríkisstjórnin muni bregðast við. Páll Kristjánsson var þó bjartsýnn um annað. „Ég vil bara að hún fari. Já ég held það, ég er nokkuð bjartsýnn.“
Salan á Íslandsbanka Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. 30. apríl 2022 12:30 „Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49 Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
„Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. 30. apríl 2022 12:30
„Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49
Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39