Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik er Flensburg tók á móti Hamburg og þegar flautað var til hálfleiks höfðu heimamenn í Flensburg eins marks forystu í stöðunni 15-14.
Teitur og félagar tóku þó öll völd í síðari hálfleik og lönduðu að lokum öruggum tíu marka sigri, 33-23.
Eins og áður segir skoraði Teitur sex mörk fyrir Flensburg sem nú situr í fjórða sæti deildarinnar með 42 stig eftir 27 leiki.
🔥Hammer #Topspiel und hammer Sieg!💥
— SG Fle-Ha (@SGFleHa) April 30, 2022
Nach einem harten Fight über 60 Minuten ziehen unsere Jungs die zweite Halbzeit konsequent durch und sacken einen souveränen Sieg ein. Somit landen 2️⃣ Punkte auf unserem Konto!👏🚀
________#SGFHSV 33:23 #SGPower 💙❤️#OhneGrenzen pic.twitter.com/xYyLHPKeJb
Þrátt fyrir fínana fyrri hálfleik máttu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo þola sex marka tap gegn Erlangen. Lemgo hafði þriggja marka forystu þegar gengið var til búningsherbergja, en liðið skoraði aðeins níu mörk í síðari hálfleik gegn 18 mörkum gestanna.
Bjarki og félagar þurftu því að sætta sig við sex marka tap, 33-27, en þetta var fjórða tap liðsins í röð í deildinni.
Bjarki skoraði átta mörk fyrir Lemgo, en liðið situr í tíunda sæti deildarinnar með 24 stig.