Á það sem má og má það sem á? Guðmundur Kári Þorgrímsson skrifar 30. apríl 2022 17:30 Að eiga og að mega. Það er spurningin. Það er margt í þessu samfélagi okkar sem við eigum og megum gera. Í lögum er tilgreint hvað má og má ekki. Við megum til að mynda ekki stela, meiða eða svíkja undan skatti. Við megum þó til dæmis gifta okkur, mennta okkur, eignast börn og við megum mæta á Austurvöll til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Það er hins vegar ekkert í lögum sem segir hvort við ættum að gera slíka hluti. Sá þáttur er óskýrari og flakkar svolítið eftir siðferði og viðhorfum hvers og eins. Sumir hlutir eru þó skýrari en aðrir. Fjármálaráðherra vor segir að hann hafi mátt framkvæma söluna á Íslandsbanka eins og hann framkvæmdi hana. Jafnframt segir hann að faðir hans hafi mátt kaupa hlut, eða öllu heldur spurði hann hvort föðurnum hafi verið bannað að gera það (innskot: það má alla vega banna honum það). Fyrir lang flesta er það nú samt frekar skýrt að þó svo það megi gera slíka hluti, þá á ekki að gera þá. Það á ekki að selja föður sínum ríkiseign, þó svo að faðirinn „megi“ kaupa. Ráðherra segir það „heimskulega nálgun“ að reikna þingsæti núna. Með öðrum orðum finnst honum að það eigi ekki að reikna þingsæti núna þó svo það megi sem sýnir okkur það að hann áttar sig á ólíkri merkingu þessara fyrirbæra. Það eru óteljandi hlutir sem fjármálaráðherra má en hefur samt ekki gert. Hér er ótæmandi listi yfir hluti sem ráðherra má: -Ráðherra má sleppa því að selja föður sínum ríkiseign. -Ráðherra má viðurkenna mistök og axla ábyrgð. -Ráðherra má biðjast afsökunar. -Ráðherra má iðrast gjörða sinna. -Ráðherra má segja af sér. Já, allt eru þetta hlutir sem má gera. Það er nefnilega svo margt í þessu samfélagi okkar sem við megum að stundum missum við sjónar á því sem eigum að gera. Höfundur á að vera að undirbúa sig fyrir lokapróf en má samt sem áður skrifa skoðanagrein í staðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Að eiga og að mega. Það er spurningin. Það er margt í þessu samfélagi okkar sem við eigum og megum gera. Í lögum er tilgreint hvað má og má ekki. Við megum til að mynda ekki stela, meiða eða svíkja undan skatti. Við megum þó til dæmis gifta okkur, mennta okkur, eignast börn og við megum mæta á Austurvöll til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Það er hins vegar ekkert í lögum sem segir hvort við ættum að gera slíka hluti. Sá þáttur er óskýrari og flakkar svolítið eftir siðferði og viðhorfum hvers og eins. Sumir hlutir eru þó skýrari en aðrir. Fjármálaráðherra vor segir að hann hafi mátt framkvæma söluna á Íslandsbanka eins og hann framkvæmdi hana. Jafnframt segir hann að faðir hans hafi mátt kaupa hlut, eða öllu heldur spurði hann hvort föðurnum hafi verið bannað að gera það (innskot: það má alla vega banna honum það). Fyrir lang flesta er það nú samt frekar skýrt að þó svo það megi gera slíka hluti, þá á ekki að gera þá. Það á ekki að selja föður sínum ríkiseign, þó svo að faðirinn „megi“ kaupa. Ráðherra segir það „heimskulega nálgun“ að reikna þingsæti núna. Með öðrum orðum finnst honum að það eigi ekki að reikna þingsæti núna þó svo það megi sem sýnir okkur það að hann áttar sig á ólíkri merkingu þessara fyrirbæra. Það eru óteljandi hlutir sem fjármálaráðherra má en hefur samt ekki gert. Hér er ótæmandi listi yfir hluti sem ráðherra má: -Ráðherra má sleppa því að selja föður sínum ríkiseign. -Ráðherra má viðurkenna mistök og axla ábyrgð. -Ráðherra má biðjast afsökunar. -Ráðherra má iðrast gjörða sinna. -Ráðherra má segja af sér. Já, allt eru þetta hlutir sem má gera. Það er nefnilega svo margt í þessu samfélagi okkar sem við megum að stundum missum við sjónar á því sem eigum að gera. Höfundur á að vera að undirbúa sig fyrir lokapróf en má samt sem áður skrifa skoðanagrein í staðinn.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun