Við erum búin að borga, hvar eru innviðirnir okkar? Hjördís Guðmundsdóttir skrifar 30. apríl 2022 16:00 Þegar uppbygging Urriðaholts hófst var gerður samningur þess efnis að íbúar hverfisins tækju beinan þátt í uppbyggingu innviða með sérstöku innviðagjaldi. Gjald sem var lagt á íbúa umfram hefðbundin innviðagjöld á við gatnagerðargjöld. Upphæðin sem íbúar eiga í sérstökum innviðasjóði eru rétt tæpir 2 milljarðar. Þolinmæðin er á þrotum 2000 milljónir sem íbúar í Urriðaholti greiddu sérstaklega úr eigin vasa til að fá skóla, íþróttahús og sundlaug í hverfið sitt strax. Samhliða annarri uppbyggingu hverfisins. Hvar eru þessi mannvirki? Nú er hverfið að mestu uppbyggt en enn bíða íbúar eftir innviðunum sem þeim var lofað strax frá upphafi. Fyrsti fasi skólabyggingar er hálfnaður og stendur til að hefja seinni hluta fyrsta fasa nú á næstu misserum. Skólinn er sprunginn, unglingadeildin getur ekki farið af stað í haust með góðu móti og skólaeldhúsið fer í gáma sem nú er búið að koma fyrir við horn skólahúsnæðisins. Íþróttamannvirki, almenningssundlaug Íþróttir stunda nemendur utandyra fyrst á morgnana - það er að segja þegar veður leyfir. Smá gola breytist fljótt í gula, appelsínugula eða rauða viðvörun í kringum Urriðaholtsskóla og þá er engum út sigandi og börnin þurfa fylgd inn í og úr skólanum. Það er skýlaus krafa íbúa að vandað sé til verka og uppbygging þjóni þörfum ört vaxandi hverfis og þörfum allra íbúa á þjónustu í nærumhverfi. Sagði einhver almenningslaug? Já hana viljum við íbúar og hennar krefjumst við og munum við i Framsókn berjast fyrir því að lítil kennslulaug sem vart annar skólasundi allra árganga verði teiknuð upp sem hverfislaug lýðheilsu allra okkar íbúa til heilla. Framsókn í innviðauppbyggingu! Íbúar Urriðaholts gera þá réttlátu kröfu að bærinn standi við gefin loforð og flýti fyrir uppbyggingu nauðsynlegra innviða svo samfélagið í Urriðaholti fái tíma og rúm til að mótast og eflast sem best skyldi. Það leggjum við í Framsókn áherslu á og munum berjast fyrir. Setjum X við B þann 14. maí fyrir Framsókn í Garðabæ! Höfundur er grunnskólakennari, íbúi í Urriðaholti og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þegar uppbygging Urriðaholts hófst var gerður samningur þess efnis að íbúar hverfisins tækju beinan þátt í uppbyggingu innviða með sérstöku innviðagjaldi. Gjald sem var lagt á íbúa umfram hefðbundin innviðagjöld á við gatnagerðargjöld. Upphæðin sem íbúar eiga í sérstökum innviðasjóði eru rétt tæpir 2 milljarðar. Þolinmæðin er á þrotum 2000 milljónir sem íbúar í Urriðaholti greiddu sérstaklega úr eigin vasa til að fá skóla, íþróttahús og sundlaug í hverfið sitt strax. Samhliða annarri uppbyggingu hverfisins. Hvar eru þessi mannvirki? Nú er hverfið að mestu uppbyggt en enn bíða íbúar eftir innviðunum sem þeim var lofað strax frá upphafi. Fyrsti fasi skólabyggingar er hálfnaður og stendur til að hefja seinni hluta fyrsta fasa nú á næstu misserum. Skólinn er sprunginn, unglingadeildin getur ekki farið af stað í haust með góðu móti og skólaeldhúsið fer í gáma sem nú er búið að koma fyrir við horn skólahúsnæðisins. Íþróttamannvirki, almenningssundlaug Íþróttir stunda nemendur utandyra fyrst á morgnana - það er að segja þegar veður leyfir. Smá gola breytist fljótt í gula, appelsínugula eða rauða viðvörun í kringum Urriðaholtsskóla og þá er engum út sigandi og börnin þurfa fylgd inn í og úr skólanum. Það er skýlaus krafa íbúa að vandað sé til verka og uppbygging þjóni þörfum ört vaxandi hverfis og þörfum allra íbúa á þjónustu í nærumhverfi. Sagði einhver almenningslaug? Já hana viljum við íbúar og hennar krefjumst við og munum við i Framsókn berjast fyrir því að lítil kennslulaug sem vart annar skólasundi allra árganga verði teiknuð upp sem hverfislaug lýðheilsu allra okkar íbúa til heilla. Framsókn í innviðauppbyggingu! Íbúar Urriðaholts gera þá réttlátu kröfu að bærinn standi við gefin loforð og flýti fyrir uppbyggingu nauðsynlegra innviða svo samfélagið í Urriðaholti fái tíma og rúm til að mótast og eflast sem best skyldi. Það leggjum við í Framsókn áherslu á og munum berjast fyrir. Setjum X við B þann 14. maí fyrir Framsókn í Garðabæ! Höfundur er grunnskólakennari, íbúi í Urriðaholti og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun