Einkamál innviðaráðherra Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2022 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, gerðist uppvís að því að fara með rasísk, eða eins og hann komst að orði, helst til „óviðurkvæmileg“ ummæli fyrir fáeinum vikum síðan. Málið varð kveikja að talsverðri samfélagsumræðu – en hvert hras ríkisstjórnarinnar á fætur öðru gerði það að verkum að umræðan snerist fljótlega annað. Mér þykir þó einstaklega mikilvægt að við skiljum ekki við málið og látum þar við sitja. Þess vegna spurði ég innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hver staða hans væri í ljósi þess að hann hefði glatað gífurlegu trausti í kjölfar þess að ummælin urðu opinber – og það sem mikilvægara er, hvað hann og hans flokkur hygðust gera til þess að endurbyggja þetta traust og berjast gegn rasisma á Íslandi. Hverju svaraði innviðaráðherra? Nú, hann byrjaði á því að saka mig um persónulegar árásir gegn sér og ýjaði að því að þetta hefði eitthvað með sveitarstjórnarkosningar að gera og að ég væri með þessum spurningum mínum að reyna að skemma fyrir framboði Framsóknar í borgarstjórn. Í heild var svar innviðaráðherra við því hvað hann hygðist gera í baráttunni gegn rasisma í rauninni: „ekki neitt“. Viðbrögð innviðaráðherra segja allt sem segja þarf. Honum virðist ókleift að stíga út fyrir sjálfan sig og horfa á ummæli sín í víðara samhengi. Fyrir honum er málið dautt og búið – einkamál sem var útkljáð með einkasamtali – að því er virðist vegna meðvitundarleysis gagnvart þeim forréttindum sem hann býr yfir og því fordæmi sem orð hans setja fyrir samfélagið allt. Ríkisstjórnin gerist síðan samsek og stjórnarliðar á þinginu sömuleiðis þegar þau stíga upp í pontu hvert á fætur öðru og láta eins og ummælin séu bara útkljáð einkamál. Ekkert þeirra virðist skilja um hvað málið snýst. Þegar embættismaður í ríkisstjórn kemur svona fram hefur það nefnilega víðtæk neikvæð áhrif út í samfélagið. Með því að segja rasíska hluti og hrista gagnrýnina svo bara af sér án nokkurra afleiðinga setur ráðherra mjög hættulegt fordæmi. Það eina sem Sigurður Ingi hefur gert í kjölfar uppákomunnar er að segja: „Æ sorrý, ég er ennþá að læra á sjálfan mig.“ Það sem ráðherra áttar sig hins vegar ekki á er að þetta snýst alls ekkert um hann. Sigurður Ingi og stjórnarliðarnir senda þau skilaboð til samfélagsins að það sé allt í himnalagi þótt ráðherra í ríkisstjórn Íslands gerist sekur um fordóma og áreitni, að það sé í lagi að brjóta lög um jafna meðferð óháð kynþætti, svo fremi hann biðjist afsökunar. Þau senda samfélaginu þau skilaboð að hversdagslegur rasismi sé afsakanlegur. Að hann sé í lagi. Það er auðvitað forkastanlegt að við sem sitjum í stjórnarandstöðu þurfum að taka það að okkur að krefja ráðherra um að gera eitthvað meira en bara vorkenna sjálfum sér og segja „sorrý memmig“. Þó væntingar mínar til innviðaráðherra hafi ekki verið himinháar þegar ég bryddaði upp á fyrirspurn minni við hann ollu svör hans engu að síður vonbrigðum. Ég hefði búist við einhverjum lágmarksaðgerðum frá Framsóknarflokknum eða ríkisstjórninni – þó ekki væri nema innihaldsrýru pólitísku PR-útspili – en nei, svarið var “ekki neitt”. Ég bjóst í sannleika sagt við því að ráðherra myndi nýta þetta tækifæri til þess að axla ábyrgð með einhverjum hætti, tilkynna um stefnumótun eða aðgerð, setja málið “í nefnd”... bara eitthvað. En nei. Málinu er lokið, að mati ráðherra, og þar virðist öll ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir vera honum sammála. Þannig er því staðan. Ráðherra ætlar ekki að gera neitt. Ríkisstjórnin hylmir yfir með honum í þögn og aðgerðaleysi. Engar breytingar eru í bígerð. Viðbrögð ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar tala sínu máli: þeim er alveg sama. Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Kynþáttafordómar Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, gerðist uppvís að því að fara með rasísk, eða eins og hann komst að orði, helst til „óviðurkvæmileg“ ummæli fyrir fáeinum vikum síðan. Málið varð kveikja að talsverðri samfélagsumræðu – en hvert hras ríkisstjórnarinnar á fætur öðru gerði það að verkum að umræðan snerist fljótlega annað. Mér þykir þó einstaklega mikilvægt að við skiljum ekki við málið og látum þar við sitja. Þess vegna spurði ég innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag hver staða hans væri í ljósi þess að hann hefði glatað gífurlegu trausti í kjölfar þess að ummælin urðu opinber – og það sem mikilvægara er, hvað hann og hans flokkur hygðust gera til þess að endurbyggja þetta traust og berjast gegn rasisma á Íslandi. Hverju svaraði innviðaráðherra? Nú, hann byrjaði á því að saka mig um persónulegar árásir gegn sér og ýjaði að því að þetta hefði eitthvað með sveitarstjórnarkosningar að gera og að ég væri með þessum spurningum mínum að reyna að skemma fyrir framboði Framsóknar í borgarstjórn. Í heild var svar innviðaráðherra við því hvað hann hygðist gera í baráttunni gegn rasisma í rauninni: „ekki neitt“. Viðbrögð innviðaráðherra segja allt sem segja þarf. Honum virðist ókleift að stíga út fyrir sjálfan sig og horfa á ummæli sín í víðara samhengi. Fyrir honum er málið dautt og búið – einkamál sem var útkljáð með einkasamtali – að því er virðist vegna meðvitundarleysis gagnvart þeim forréttindum sem hann býr yfir og því fordæmi sem orð hans setja fyrir samfélagið allt. Ríkisstjórnin gerist síðan samsek og stjórnarliðar á þinginu sömuleiðis þegar þau stíga upp í pontu hvert á fætur öðru og láta eins og ummælin séu bara útkljáð einkamál. Ekkert þeirra virðist skilja um hvað málið snýst. Þegar embættismaður í ríkisstjórn kemur svona fram hefur það nefnilega víðtæk neikvæð áhrif út í samfélagið. Með því að segja rasíska hluti og hrista gagnrýnina svo bara af sér án nokkurra afleiðinga setur ráðherra mjög hættulegt fordæmi. Það eina sem Sigurður Ingi hefur gert í kjölfar uppákomunnar er að segja: „Æ sorrý, ég er ennþá að læra á sjálfan mig.“ Það sem ráðherra áttar sig hins vegar ekki á er að þetta snýst alls ekkert um hann. Sigurður Ingi og stjórnarliðarnir senda þau skilaboð til samfélagsins að það sé allt í himnalagi þótt ráðherra í ríkisstjórn Íslands gerist sekur um fordóma og áreitni, að það sé í lagi að brjóta lög um jafna meðferð óháð kynþætti, svo fremi hann biðjist afsökunar. Þau senda samfélaginu þau skilaboð að hversdagslegur rasismi sé afsakanlegur. Að hann sé í lagi. Það er auðvitað forkastanlegt að við sem sitjum í stjórnarandstöðu þurfum að taka það að okkur að krefja ráðherra um að gera eitthvað meira en bara vorkenna sjálfum sér og segja „sorrý memmig“. Þó væntingar mínar til innviðaráðherra hafi ekki verið himinháar þegar ég bryddaði upp á fyrirspurn minni við hann ollu svör hans engu að síður vonbrigðum. Ég hefði búist við einhverjum lágmarksaðgerðum frá Framsóknarflokknum eða ríkisstjórninni – þó ekki væri nema innihaldsrýru pólitísku PR-útspili – en nei, svarið var “ekki neitt”. Ég bjóst í sannleika sagt við því að ráðherra myndi nýta þetta tækifæri til þess að axla ábyrgð með einhverjum hætti, tilkynna um stefnumótun eða aðgerð, setja málið “í nefnd”... bara eitthvað. En nei. Málinu er lokið, að mati ráðherra, og þar virðist öll ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir vera honum sammála. Þannig er því staðan. Ráðherra ætlar ekki að gera neitt. Ríkisstjórnin hylmir yfir með honum í þögn og aðgerðaleysi. Engar breytingar eru í bígerð. Viðbrögð ráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar tala sínu máli: þeim er alveg sama. Höfundur er þingmaður Pírata
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun