Ný karlapilla þykir örugg og laus við aukaverkanir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. maí 2022 18:00 Nýja karlapillan var þróuð af teymi vísindamanna við háskólann í Minnesota og kynnt fyrir skemmstu á vorráðstefnu Bandaríska efnafræðifélagsins, þar sem kynntar voru niðurstöður 12.000 rannsókna. Myndin er úr safni. Getty Enn á ný boða vísindamenn að ný getnaðarvörn fyrir karla, karlapillan, sé handan við hornið. Rannsóknir á músum sýna að aukaverkanir séu færri en áður og að öryggi þeirra sé allt að 99%. Í meira en hálfa öld hafa vísindamenn reynt að þróa pillu fyrir karla, án árangurs. Hingað til hafa tilraunir strandað á miklum aukaverkunum sem pillurnar hafa í för með sér, húðvandamál, hárlos, þyngdaraukning, höfuðverkur og minnkandi kynhvöt. Og reynsla liðinna ára sýnir að um leið og karlar finna fyrir þessum aukaverkunum þá segja margir þeirra, hingað og ekki lengra. Þetta kann að virka hjákátlegt, svo ekki sé meira sagt, þegar haft er huga að konur sem taka pilluna hafa í 70 ár þjáðst af öllum þessum sömu aukaverkunum, og jafnvel enn fleirum. Þá hafa framleiðendur einnig óttast að konur muni einfaldlega ekki treysta körlum sem fullyrða að þeir séu á pillunni, það eru jú konurnar sem verða barnshafandi og þurfa að ganga með barnið í 9 mánuði, eða ganga í gegnum þungunarrof. Nýja pillan er öðruvísi Nýja karlapillan var þróuð af teymi vísindamanna við háskólann í Minnesota og kynnt fyrir skemmstu á vorráðstefnu Bandaríska efnafræðifélagsins, þar sem kynntar voru niðurstöður 12.000 rannsókna. Það sem gerir þessa pillu frábrugðna karlapillum liðinna áratuga, sem allar hafa endað í ruslinu, er að hún byggir ekki á neinum hormónum, sem eykur trú manna á að henni fylgi færri og minni aukaverkanir. Nýja pillan hindrar prótein í að bindast A-vítamíni, sem er talið lykilatriði fyrir frjósemi og kynorku spendýra. Nú þegar hefur pillan verið prófuð á músum. Þær tilraunir benda til þess að pillan sé 99% örugg, ekki hafa greinst neinar aukaverkanir og þegar mýsnar hætta að taka pilluna þá nær sæðisframleiðsla þeirra sér á strik á um það bil 6 vikum. Vonir standa til að tilraunir á körlum hefjist undir lok þessa árs. Efasemdarraddir eru víða Margir eru þó efins um að karlapillan komi nokkurn tíma á markað. Einn þeirra er doktor Amin Herati, forstöðumaður þvagfæralækningasviðs Johns Hopkins stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem segir í samtali við New York Times að það sé himinn og haf á milli tilrauna á músum og tilrauna á körlum. Kollegi hans við Stanford háskóla, Michael Eisenberg, segir í samtali við sama blað, að ef öll lyf sem virkað hafa vel í tilraunum á músum hefðu virkað jafn vel á mannfólkið, þá væru læknavísindin löngu búin að finna upp lækningu við krabbameini. Loks má geta þess að annað teymi vísindamanna er að gera tilraunir með aðra tegund getnaðarvarna fyrir karla. Það er hlaup sem er nuddað daglega á axlir og upphandlegg karla. Sú tilraun sýnir kannski fyrst og fremst að hugmyndaflugi vísindamanna eru engin takmörk sett. Bandaríkin Vísindi Lyf Tengdar fréttir Gamlingjar ekki eins spenntir fyrir getnaðarvarnarpillu og yngri karlar Rúmur helmingur karlmanna jákvæðir gagnvart getnaðarvarnarpillu. 9. maí 2019 11:05 Löng og erfið fæðing karlapillunnar Vísindamenn telja að getnaðarvarnarpilla fyrir karla komi á markað innan tíu ára. Slíkar hugmyndir hafa verið kannaðar síðan hormónagetnaðarvarnir fyrir konur komu á markað um miðja síðustu öld. 9. maí 2019 08:15 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Í meira en hálfa öld hafa vísindamenn reynt að þróa pillu fyrir karla, án árangurs. Hingað til hafa tilraunir strandað á miklum aukaverkunum sem pillurnar hafa í för með sér, húðvandamál, hárlos, þyngdaraukning, höfuðverkur og minnkandi kynhvöt. Og reynsla liðinna ára sýnir að um leið og karlar finna fyrir þessum aukaverkunum þá segja margir þeirra, hingað og ekki lengra. Þetta kann að virka hjákátlegt, svo ekki sé meira sagt, þegar haft er huga að konur sem taka pilluna hafa í 70 ár þjáðst af öllum þessum sömu aukaverkunum, og jafnvel enn fleirum. Þá hafa framleiðendur einnig óttast að konur muni einfaldlega ekki treysta körlum sem fullyrða að þeir séu á pillunni, það eru jú konurnar sem verða barnshafandi og þurfa að ganga með barnið í 9 mánuði, eða ganga í gegnum þungunarrof. Nýja pillan er öðruvísi Nýja karlapillan var þróuð af teymi vísindamanna við háskólann í Minnesota og kynnt fyrir skemmstu á vorráðstefnu Bandaríska efnafræðifélagsins, þar sem kynntar voru niðurstöður 12.000 rannsókna. Það sem gerir þessa pillu frábrugðna karlapillum liðinna áratuga, sem allar hafa endað í ruslinu, er að hún byggir ekki á neinum hormónum, sem eykur trú manna á að henni fylgi færri og minni aukaverkanir. Nýja pillan hindrar prótein í að bindast A-vítamíni, sem er talið lykilatriði fyrir frjósemi og kynorku spendýra. Nú þegar hefur pillan verið prófuð á músum. Þær tilraunir benda til þess að pillan sé 99% örugg, ekki hafa greinst neinar aukaverkanir og þegar mýsnar hætta að taka pilluna þá nær sæðisframleiðsla þeirra sér á strik á um það bil 6 vikum. Vonir standa til að tilraunir á körlum hefjist undir lok þessa árs. Efasemdarraddir eru víða Margir eru þó efins um að karlapillan komi nokkurn tíma á markað. Einn þeirra er doktor Amin Herati, forstöðumaður þvagfæralækningasviðs Johns Hopkins stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem segir í samtali við New York Times að það sé himinn og haf á milli tilrauna á músum og tilrauna á körlum. Kollegi hans við Stanford háskóla, Michael Eisenberg, segir í samtali við sama blað, að ef öll lyf sem virkað hafa vel í tilraunum á músum hefðu virkað jafn vel á mannfólkið, þá væru læknavísindin löngu búin að finna upp lækningu við krabbameini. Loks má geta þess að annað teymi vísindamanna er að gera tilraunir með aðra tegund getnaðarvarna fyrir karla. Það er hlaup sem er nuddað daglega á axlir og upphandlegg karla. Sú tilraun sýnir kannski fyrst og fremst að hugmyndaflugi vísindamanna eru engin takmörk sett.
Bandaríkin Vísindi Lyf Tengdar fréttir Gamlingjar ekki eins spenntir fyrir getnaðarvarnarpillu og yngri karlar Rúmur helmingur karlmanna jákvæðir gagnvart getnaðarvarnarpillu. 9. maí 2019 11:05 Löng og erfið fæðing karlapillunnar Vísindamenn telja að getnaðarvarnarpilla fyrir karla komi á markað innan tíu ára. Slíkar hugmyndir hafa verið kannaðar síðan hormónagetnaðarvarnir fyrir konur komu á markað um miðja síðustu öld. 9. maí 2019 08:15 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Gamlingjar ekki eins spenntir fyrir getnaðarvarnarpillu og yngri karlar Rúmur helmingur karlmanna jákvæðir gagnvart getnaðarvarnarpillu. 9. maí 2019 11:05
Löng og erfið fæðing karlapillunnar Vísindamenn telja að getnaðarvarnarpilla fyrir karla komi á markað innan tíu ára. Slíkar hugmyndir hafa verið kannaðar síðan hormónagetnaðarvarnir fyrir konur komu á markað um miðja síðustu öld. 9. maí 2019 08:15
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna