Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn? Helgi Áss Grétarsson skrifar 29. apríl 2022 12:31 Amma mín, gallhörð sjálfstæðiskona, var kaupmaður á horninu þar sem hún rak hannyrðaverslun í meira en 30 ár. Hún kenndi mörgum með verkum sínum að hafa skyldi trú á einstaklingnum, treysta á mátt hans og meginn. Á þessum grunni sem og undir kjörorðinu „stétt með stétt“ skyldi byggja upp öflugt samfélag. Það hefur á margan hátt tekist. Það eru rétt svo liðnir tveir mánuðir síðan ég hóf með virkum hætti að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn með það að markmiði að gerast stjórnmálamaður. Á þeim stutta tíma hef ég lært margt um flokkinn. Um framtíðarhorfur flokksins kunna að vera skiptar skoðanir. Hins vegar er ég sannfærður um að helsti styrkleiki Sjálfstæðisflokksins felist í þeim mannauði sem fyrir flokkinn starfar. Þegar ég tala um mannauð er ég fyrst og fremst að vísa til grasrótar flokksins, hins hefðbundna sjálfstæðismanns. Breiðfylking borgaralegra afla Síðustu vikur hafa veður verið válynd í kringum sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem fellur undir verkahring fjármálaráðherra, núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Áhyggjur fólks af framkvæmd þess máls eru réttmætar, og mikilvægt að öllum steinum verði velt við að upplýsa hvað betur megi fara. Í jafn mikilvægu máli og sölu á ríkiseignum, skiptir verulegu máli að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa. Eitt vil ég þó segja. Hér eftir sem og hingað til er Sjálfstæðisflokkurinn breiðfylking borgaralegra afla sem með verkum sínum veitir venjulegu fólki tækifæri til að bæta líf sitt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið flokkur sem einskorðar sig við hagsmuni hinna efnameiri. Tryggja þarf með öllum ráðum að það sé líka ára hans og ásýnd út á við. Af þeim ástæðum er brýnt að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins standi fyrir verkum sem skila ekki bara efnislegum og hlutlægum árangri, heldur einnig að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa. Og að það líti þannig út gagnvart almenningi, hinum venjulega borgara, eins og amma mín var. Borgarstjórnarkosningarnar í vor Ég er svo heppinn að tilheyra öflugum hópi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meginstef þess hóps er að sýna með verkum sínum að hægt sé að leysa flókin viðfangsefni á borð við skipulags- og samgöngumál, fjármálastjórn borgarinnar, leikskólavandann og svo mætti áfram telja. Nauðsynlegt er að þessi mál og fleiri hljóti góða umfjöllun í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hinn 14. maí næstkomandi. Við Sjálfstæðismenn erum samstilltir og fullir eftirvæntingar að ræða málefni borgarinnar við fólk og fyrirtæki. Enda af nógu að taka. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Amma mín, gallhörð sjálfstæðiskona, var kaupmaður á horninu þar sem hún rak hannyrðaverslun í meira en 30 ár. Hún kenndi mörgum með verkum sínum að hafa skyldi trú á einstaklingnum, treysta á mátt hans og meginn. Á þessum grunni sem og undir kjörorðinu „stétt með stétt“ skyldi byggja upp öflugt samfélag. Það hefur á margan hátt tekist. Það eru rétt svo liðnir tveir mánuðir síðan ég hóf með virkum hætti að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn með það að markmiði að gerast stjórnmálamaður. Á þeim stutta tíma hef ég lært margt um flokkinn. Um framtíðarhorfur flokksins kunna að vera skiptar skoðanir. Hins vegar er ég sannfærður um að helsti styrkleiki Sjálfstæðisflokksins felist í þeim mannauði sem fyrir flokkinn starfar. Þegar ég tala um mannauð er ég fyrst og fremst að vísa til grasrótar flokksins, hins hefðbundna sjálfstæðismanns. Breiðfylking borgaralegra afla Síðustu vikur hafa veður verið válynd í kringum sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem fellur undir verkahring fjármálaráðherra, núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Áhyggjur fólks af framkvæmd þess máls eru réttmætar, og mikilvægt að öllum steinum verði velt við að upplýsa hvað betur megi fara. Í jafn mikilvægu máli og sölu á ríkiseignum, skiptir verulegu máli að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa. Eitt vil ég þó segja. Hér eftir sem og hingað til er Sjálfstæðisflokkurinn breiðfylking borgaralegra afla sem með verkum sínum veitir venjulegu fólki tækifæri til að bæta líf sitt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið flokkur sem einskorðar sig við hagsmuni hinna efnameiri. Tryggja þarf með öllum ráðum að það sé líka ára hans og ásýnd út á við. Af þeim ástæðum er brýnt að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins standi fyrir verkum sem skila ekki bara efnislegum og hlutlægum árangri, heldur einnig að framkvæmdin sé hafin yfir allan vafa. Og að það líti þannig út gagnvart almenningi, hinum venjulega borgara, eins og amma mín var. Borgarstjórnarkosningarnar í vor Ég er svo heppinn að tilheyra öflugum hópi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meginstef þess hóps er að sýna með verkum sínum að hægt sé að leysa flókin viðfangsefni á borð við skipulags- og samgöngumál, fjármálastjórn borgarinnar, leikskólavandann og svo mætti áfram telja. Nauðsynlegt er að þessi mál og fleiri hljóti góða umfjöllun í aðdraganda borgarstjórnarkosninga hinn 14. maí næstkomandi. Við Sjálfstæðismenn erum samstilltir og fullir eftirvæntingar að ræða málefni borgarinnar við fólk og fyrirtæki. Enda af nógu að taka. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar