Fossvogslaug verður staðsett á milli grunnskólanna tveggja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2022 14:44 Fossvogsskóli er uppi í hægra horninu og Snælandsskóli niðri í vinstra horninu á myndinni. Aðsend Fyrirhuguð sundlaug í Reykjavík sem gengið hefur undir nafninu Fossvogslaug verður staðsett á svæðinu á milli Fossvogsskóla og Snælandsskóla í Fossvogsdal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fyrirhuguð er hönnunarsamkeppni um útlit laugarinnar. Í lýsingu fyrir keppnina er tekið á staðsetningu laugarinnar, fyrirhugaðri notkun og kröfum um efnisval, gæði, útlit og annað er máli skiptir fyrir hönnunarsamkeppni. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs undirrituðu í mars árið 2021 viljayfirlýsingu þess efnis að halda skyldi sameiginlega hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Kópavogsbær og Reykjavíkurborg eru sammála um að ný laug verði við miðbik Fossvogsdals, í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla. Ný laug á að henta fyrir almenningssund, sundkennslu, sundæfingar, námskeið, sundleikfimi og fleira. „Fossvogslaug mun nýta einstaka staðsetningu á fjölsóttu útivistarsvæði í fallegu umhverfi en verða um margt einstök. Til að styðja við græn markmið verður ekki gert ráð fyrir almennum bílastæðum við laugina heldur eingöngu stæðum fyrir hreyfihamlaða, aðföng og neyðarbíla. Sundlaugin á ekki að auka bílaumferð um íbúðahverfin sitt hvoru megin við dalinn,“ segir í tilkynningu. „Sundlaugar skipa stóran sess í lífsgæðum Íslendinga og í þjónustu sundlauga birtist mjög vel sá þáttur í menningu borgarbúa sem við tengjum við heilbrigða lífshætti og þau náttúrugæði sem fólgin eru í heitu vatni og nýtingu jarðvarma. Fólk stundar laugarnar í heilsueflandi tilgangi jafnt sem félagslegum og margir myndu kalla sundlaugarnar helstu félagsmiðstöðvar Íslendinga.“ Sveitarfélögin munu nú hefjast handa við næstu skref við undirbúning samkeppni um hönnun laugarinnar í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Reykjavík Sundlaugar Kópavogur Tengdar fréttir Efna til hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að finna nýrri sameiginlegri sundlaug bæjarfélaganna stað um miðbik Fossvogsdals í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla. 12. maí 2021 15:59 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Fyrirhuguð er hönnunarsamkeppni um útlit laugarinnar. Í lýsingu fyrir keppnina er tekið á staðsetningu laugarinnar, fyrirhugaðri notkun og kröfum um efnisval, gæði, útlit og annað er máli skiptir fyrir hönnunarsamkeppni. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs undirrituðu í mars árið 2021 viljayfirlýsingu þess efnis að halda skyldi sameiginlega hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Kópavogsbær og Reykjavíkurborg eru sammála um að ný laug verði við miðbik Fossvogsdals, í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla. Ný laug á að henta fyrir almenningssund, sundkennslu, sundæfingar, námskeið, sundleikfimi og fleira. „Fossvogslaug mun nýta einstaka staðsetningu á fjölsóttu útivistarsvæði í fallegu umhverfi en verða um margt einstök. Til að styðja við græn markmið verður ekki gert ráð fyrir almennum bílastæðum við laugina heldur eingöngu stæðum fyrir hreyfihamlaða, aðföng og neyðarbíla. Sundlaugin á ekki að auka bílaumferð um íbúðahverfin sitt hvoru megin við dalinn,“ segir í tilkynningu. „Sundlaugar skipa stóran sess í lífsgæðum Íslendinga og í þjónustu sundlauga birtist mjög vel sá þáttur í menningu borgarbúa sem við tengjum við heilbrigða lífshætti og þau náttúrugæði sem fólgin eru í heitu vatni og nýtingu jarðvarma. Fólk stundar laugarnar í heilsueflandi tilgangi jafnt sem félagslegum og margir myndu kalla sundlaugarnar helstu félagsmiðstöðvar Íslendinga.“ Sveitarfélögin munu nú hefjast handa við næstu skref við undirbúning samkeppni um hönnun laugarinnar í samvinnu við Arkitektafélag Íslands.
Reykjavík Sundlaugar Kópavogur Tengdar fréttir Efna til hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að finna nýrri sameiginlegri sundlaug bæjarfélaganna stað um miðbik Fossvogsdals í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla. 12. maí 2021 15:59 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Efna til hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að finna nýrri sameiginlegri sundlaug bæjarfélaganna stað um miðbik Fossvogsdals í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla. 12. maí 2021 15:59