Fluttur í fangelsi til afplánunar eldri dóms eftir líkamsárás í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2022 12:06 Maður var í morgun fluttur á Hólmsheiði til afplánunar nýs dóms eftir að hann var handtekinn í nótt fyrir líkamsárás í heimahúsi. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í nótt handtekinn fyrir líkamsárás í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var fluttur í morgun á Hólmsheiði til þess að afpána nýlegan dóm. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu sem barst fjölmiðlum nú laust fyrir hádegi. Þar segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður. Hann hafi svo verið yfirheyrður vegna málsins í morgun og fleiri mála sem hann átti óuppgerð hjá lögreglu. Að því loknu hafi hann verið fluttur til afplánunar í fangelsi þar sem hann þarf að sitja af sér nýlegan dóm. Nóttin var að öðru leyti nokkuð róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um slagsmál tveggja manna fyrir utan knæpu í nótt en þeir horfnir inn í nóttina þegar lögreglu bar að garði. Afskipti voru höfð af manni í Vesturbæ sem var að fara inn í ólæstar bifreiðar en ekki er talið að hann hafi stolið nokkru. Þá var tilkynnt um tvö innbrot í morgun, annað í fyrirtæki og hitt í heimahúsi. Óvelkomnir aðilar höfðu sömuleiðis gert sér vinnuskúr að næturstað og höfðu þeir klætt sig í fatnað verktakans á staðnum. Þeir voru flúnir þegar lögreglu bar að garði en ekki fylgir sögunni hvort einstaklingarnir höfðu vinnufötin á brott með sér. Lögreglan var þá kölluð til vegna elds sem kom upp í gróðri í Elliðaárdal. Lögreglan bendir á að nú sé sá árstími að ganga í garð sem gróðureldar eru algengir og oftar enn ekki kveiktir af ásettu ráði. Lögreglan varar fólk við því að fara óvarlega með eld, til dæmis einnota grill og sígarettur, nálægt þurrum gróðri. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu sem barst fjölmiðlum nú laust fyrir hádegi. Þar segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður. Hann hafi svo verið yfirheyrður vegna málsins í morgun og fleiri mála sem hann átti óuppgerð hjá lögreglu. Að því loknu hafi hann verið fluttur til afplánunar í fangelsi þar sem hann þarf að sitja af sér nýlegan dóm. Nóttin var að öðru leyti nokkuð róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var um slagsmál tveggja manna fyrir utan knæpu í nótt en þeir horfnir inn í nóttina þegar lögreglu bar að garði. Afskipti voru höfð af manni í Vesturbæ sem var að fara inn í ólæstar bifreiðar en ekki er talið að hann hafi stolið nokkru. Þá var tilkynnt um tvö innbrot í morgun, annað í fyrirtæki og hitt í heimahúsi. Óvelkomnir aðilar höfðu sömuleiðis gert sér vinnuskúr að næturstað og höfðu þeir klætt sig í fatnað verktakans á staðnum. Þeir voru flúnir þegar lögreglu bar að garði en ekki fylgir sögunni hvort einstaklingarnir höfðu vinnufötin á brott með sér. Lögreglan var þá kölluð til vegna elds sem kom upp í gróðri í Elliðaárdal. Lögreglan bendir á að nú sé sá árstími að ganga í garð sem gróðureldar eru algengir og oftar enn ekki kveiktir af ásettu ráði. Lögreglan varar fólk við því að fara óvarlega með eld, til dæmis einnota grill og sígarettur, nálægt þurrum gróðri.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira