Lilja segir Bjarna og Katrínu einnig hafa verið með áhyggjur af bankasölu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. apríl 2022 11:48 Skýringar Lilju Alfreðsdóttur hafa vakið afar hörð á Alþingi í morgun. vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir segir að bæði fjármála- og forsætisráðherra hafi deilt þeim áhyggjum og efsemdum sem hún hafði um aðferðina við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og og viðraði á ráðherrafundi. Þingmaður Viðreisnar segir það pungspark í íslensku þjóðina. Öll spjót beindust að Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði um viðbrögð fjármála- og forsætisráðherra við þeirri gagnrýni sem hún hefur sagst hafa látið uppi á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál í aðdraganda lokaðs útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Hvers vegna var ekki tekið mark á réttmætum og forspáum athugasemdum viðskiptaráðherra?“ spurði Halldóra. „Ég get upplýst þingið um það að þau höfðu líka þessar áhyggjur og það var auðvitað þannig að það kemur tillaga frá Bankasýslu ríkisins um að þessi aðferð sé til þess fallin að hámarka verð á þessari eign og að þessi aðferð sé sú sem sé alls staðar beitt um allan heim og ég verð bara að viðurkenna það að ég hafði ákveðnar efasemdir um þetta,“ svaraði Lilja. Lilja sagðist telja fjármálaráðherra þegar farinn að axla ábyrgð á málinu með því að óska eftir að Ríkisendurskoðun skoði málið. Bíða þurfi niðurstöðu þess. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Pungspark í íslensku þjóðina Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði alvarlegt að þjóðin hafi ekki verið upplýst um þessar efasemdir. „Við vitum að 83 prósent þjóðarinnar er í sárum vegna þessarar leiðar. Það er pungspark í þjóðina að standa hér og tala um það eftir söluna að þau hafi kannski bara öll vitað að þau voru að fara ranga leið. Þriðja stærsta einkavæðing sögunnar, 53 milljarðar. Rosa gott að taka samtalið eftir á. Ég er á því að viðskiptaráðherra sé hér að gerast brotleg við siðareglur ráðherra.“ Ummælin hafa vakið mjög sterk viðbrögð í þingsal og þingmenn hafa streymt í pontu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksisn segir Alþingi þurfa að bregðast við þessu. „Þeir [ráðherrar] vöruðu hvorn annan við greinilega og sjálfan sig. Gerðu þetta samt. En ég vek athygli forseta á því að þeir sáu ekki ástæðu til að upplýsa þingið.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm „Að leyna upplýsingum varðar við lög“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, spurði Lilju hvers vegna hún hefði upplýst þingið um málið og sagði það varða við lög að leyna upplýsingum. Lilja sagðist ekki telja það að hafa efasemdir falla undir að leyna upplýsingum. „Ég var alveg hreinskilin með það að ég taldi brýnt að við mundum ræða þessi mál eins og við erum að gera núna og hef ekki hika við það.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Öll spjót beindust að Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði um viðbrögð fjármála- og forsætisráðherra við þeirri gagnrýni sem hún hefur sagst hafa látið uppi á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál í aðdraganda lokaðs útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Hvers vegna var ekki tekið mark á réttmætum og forspáum athugasemdum viðskiptaráðherra?“ spurði Halldóra. „Ég get upplýst þingið um það að þau höfðu líka þessar áhyggjur og það var auðvitað þannig að það kemur tillaga frá Bankasýslu ríkisins um að þessi aðferð sé til þess fallin að hámarka verð á þessari eign og að þessi aðferð sé sú sem sé alls staðar beitt um allan heim og ég verð bara að viðurkenna það að ég hafði ákveðnar efasemdir um þetta,“ svaraði Lilja. Lilja sagðist telja fjármálaráðherra þegar farinn að axla ábyrgð á málinu með því að óska eftir að Ríkisendurskoðun skoði málið. Bíða þurfi niðurstöðu þess. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Pungspark í íslensku þjóðina Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði alvarlegt að þjóðin hafi ekki verið upplýst um þessar efasemdir. „Við vitum að 83 prósent þjóðarinnar er í sárum vegna þessarar leiðar. Það er pungspark í þjóðina að standa hér og tala um það eftir söluna að þau hafi kannski bara öll vitað að þau voru að fara ranga leið. Þriðja stærsta einkavæðing sögunnar, 53 milljarðar. Rosa gott að taka samtalið eftir á. Ég er á því að viðskiptaráðherra sé hér að gerast brotleg við siðareglur ráðherra.“ Ummælin hafa vakið mjög sterk viðbrögð í þingsal og þingmenn hafa streymt í pontu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksisn segir Alþingi þurfa að bregðast við þessu. „Þeir [ráðherrar] vöruðu hvorn annan við greinilega og sjálfan sig. Gerðu þetta samt. En ég vek athygli forseta á því að þeir sáu ekki ástæðu til að upplýsa þingið.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar.Vísir/Vilhelm „Að leyna upplýsingum varðar við lög“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, spurði Lilju hvers vegna hún hefði upplýst þingið um málið og sagði það varða við lög að leyna upplýsingum. Lilja sagðist ekki telja það að hafa efasemdir falla undir að leyna upplýsingum. „Ég var alveg hreinskilin með það að ég taldi brýnt að við mundum ræða þessi mál eins og við erum að gera núna og hef ekki hika við það.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira