Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir að tillögunni hafi verið vísað til borgarráðs og þá hafi umhverfis- og skipulagssviði verið falið að hefja undirbúning að gerði skiltis fyrir torgið, sem á ensku verður kallað „Kyiv Square“.
Í greinargerð með tillögunni segir að hún byggi á hugmyndum um að endurnefna götur, til að mynda Garðastræti og/eða Túngötu, og kenna við Úkraínu eða höfuðborgina Kænugarð til að sýna stuðning með Úkraínumönnum.
Þess ber að geta að sendiráð Rússlands stendur við Garðastræti.
Torgið á horni Garðastrætis og Túngötu verður framvegis kennt við Kænugarð/Kýiv, höfuðborg Úkraínu. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að torgið fái heitið Kænugarður en undirheiti verði Kýiv-torg.
— Reykjavík (@reykjavik) April 27, 2022
https://t.co/ubryG8WR1r pic.twitter.com/aXaU0iYwFZ
„Eftir skoðun þykir rétt að leggja til að torgið á norðausturhorni beggja þessara gatna, Garðastrætis og Túngötu, verði kennt við Kænugarð eða Kýiv. Nafnið „Kænugarður“ vísar sögulegs nafns borgarinnar á íslensku og undirstrikar yfir árþúsunda langa sögu hennar. Þá skapar heitið ákveðin hughrif þar sem að torgið er um leið garður,“ segir í greinargerðinni.
„Hér er Reykjavík að senda skýr skilaboð um stuðning við úkraínsku þjóðina og minna um leið á ævaforna tengingu milli Íslands og Kænugarðs. Staðsetningin er viðeigandi við horn Garðastrætis og Túngötu en við þær götur eru einmitt skrifstofur og sendiráð erlendra ríkja,“ er haft eftir Eyþóri Laxdal Arnalds borgarfulltrúa í tilkynningu borgarinnar.