KA unnið sex oddaleiki í átta liða úrslitum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2022 14:00 Jónatan Magnússon skoraði sjö mörk í síðasta oddaleik KA í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. vísir/hulda margrét KA mætir Haukum í fyrsta oddaleik sínum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í átján ár í kvöld. Það ræðst í kvöld hvort Haukar eða KA fara í undanúrslit Olís-deildarinnar sem hefjast um helgina. Báðir leikirnir hingað til hafa verið æsispennandi og unnist á útivelli. KA vann fyrsta leikinn á Ásvöllum, 29-30, þökk sé marki Óðins Þór Ríkharðssonar úr vítakasti eftir að leiktíminn rann út. Haukar svöruðu fyrir sig með eins marks sigri í KA-heimilinu á mánudaginn, 22-23, og því ráðast úrslit einvígisins í oddaleik í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2004, eða í átján ár, sem KA fer í oddaleik í átta liða úrslitum. KA vann þá fjögurra marka sigur á Fram, 34-30, í KA-heimilinu. Arnór Atlason var markahæstur KA-manna með ellefu mörk. Jónatan Magnússon, þjálfari KA í dag, skoraði sjö mörk. KA féll svo úr leik í undanúrslitunum fyrir Haukum, 2-1. Sigur KA-manna á Frömmrunum 2004 var sjötti sigur þeirra í oddaleik í átta liða úrslitum í röð. KA tapaði tveimur fyrstu oddaleikjum sínum í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni, gegn ÍBV 1992 og Selfossi 1994, en vann svo sex oddaleiki í röð. KA vann Stjörnuna í oddaleik 1995 og 1997, Selfoss 1996, FH 2000, ÍR 2001 og Fram 2004. Óðinn Þór Ríkharðsson tryggði KA sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna. Hann hefur skorað samtals tuttugu mörk í leikjunum tveimur í einvíginu.vísir/Hulda Margrét KA komst í úrslitakeppnina í fyrra, í fyrsta sinn síðan 2005, en tapaði fyrir Val, 63-54 samanlagt. Þá réði samanlagt markaskor í tveimur leikjum úrslitum. Í ár er keppt með hefðbundnu fyrirkomulagi og vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í undanúrslit. Og ef KA leikur sama leik og á föstudaginn kemst liðið í undanúrslit í fyrsta sinn í átján ár. Mótherjunum, Haukum, hefur einnig vegnað vel í oddaleikjum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Haukar töpuðu fimm af fyrstu sex oddaleikjum sínum í átta liða úrslitum en hafa unnið sex af sjö síðan þá. Eina tapið kom fyrir Fram í frægum leik 2017 þar sem úrslitin réðust í vítakastkeppni. Haukar þurftu síðast að fara í oddaleik í átta liða úrslitum 2019. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 30-23. Haukar fóru alla leið í úrslit en töpuðu fyrir Selfossi, 3-1. Olís-deild karla KA Haukar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvort Haukar eða KA fara í undanúrslit Olís-deildarinnar sem hefjast um helgina. Báðir leikirnir hingað til hafa verið æsispennandi og unnist á útivelli. KA vann fyrsta leikinn á Ásvöllum, 29-30, þökk sé marki Óðins Þór Ríkharðssonar úr vítakasti eftir að leiktíminn rann út. Haukar svöruðu fyrir sig með eins marks sigri í KA-heimilinu á mánudaginn, 22-23, og því ráðast úrslit einvígisins í oddaleik í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2004, eða í átján ár, sem KA fer í oddaleik í átta liða úrslitum. KA vann þá fjögurra marka sigur á Fram, 34-30, í KA-heimilinu. Arnór Atlason var markahæstur KA-manna með ellefu mörk. Jónatan Magnússon, þjálfari KA í dag, skoraði sjö mörk. KA féll svo úr leik í undanúrslitunum fyrir Haukum, 2-1. Sigur KA-manna á Frömmrunum 2004 var sjötti sigur þeirra í oddaleik í átta liða úrslitum í röð. KA tapaði tveimur fyrstu oddaleikjum sínum í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni, gegn ÍBV 1992 og Selfossi 1994, en vann svo sex oddaleiki í röð. KA vann Stjörnuna í oddaleik 1995 og 1997, Selfoss 1996, FH 2000, ÍR 2001 og Fram 2004. Óðinn Þór Ríkharðsson tryggði KA sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna. Hann hefur skorað samtals tuttugu mörk í leikjunum tveimur í einvíginu.vísir/Hulda Margrét KA komst í úrslitakeppnina í fyrra, í fyrsta sinn síðan 2005, en tapaði fyrir Val, 63-54 samanlagt. Þá réði samanlagt markaskor í tveimur leikjum úrslitum. Í ár er keppt með hefðbundnu fyrirkomulagi og vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í undanúrslit. Og ef KA leikur sama leik og á föstudaginn kemst liðið í undanúrslit í fyrsta sinn í átján ár. Mótherjunum, Haukum, hefur einnig vegnað vel í oddaleikjum í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Haukar töpuðu fimm af fyrstu sex oddaleikjum sínum í átta liða úrslitum en hafa unnið sex af sjö síðan þá. Eina tapið kom fyrir Fram í frægum leik 2017 þar sem úrslitin réðust í vítakastkeppni. Haukar þurftu síðast að fara í oddaleik í átta liða úrslitum 2019. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 30-23. Haukar fóru alla leið í úrslit en töpuðu fyrir Selfossi, 3-1.
Olís-deild karla KA Haukar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira