SE heimilar samruna Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2022 09:43 Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Aðsend mynd Samkeppniseftirlitið (SE) hefur heimilað kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða á grundvelli sáttar sem fyrirtækin hafa gert við eftirlitið. Fyrir heimsfaraldur fóru þrjár ferðaskrifstofur með 75 til 80% markaðshlutdeild á markaði fyrir sölu pakkaferða frá Íslandi. Fyrirtækin verða nú tvö en hinn stóri aðilinn er Icelandair samstæðan. Með sáttinni skuldbindur sameinað fyrirtæki sig til þess að grípa til aðgerða sem koma í veg fyrir samkeppnishindranir sem samruninn myndi að öðrum kosti valda. Að mati Samkeppniseftirlitsins er samruninn að óbreyttu til þess fallinn að hindra samkeppni með alvarlegum hætti og geti því ekki gengið eftir án íhlutunar. Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að tryggja sjálfstæði þess gagnvart Icelandair samstæðunni með því að girða fyrir viðskipti milli fyrirtækjanna nema í nánar skilgreindum tilvikum. Sömuleiðis verði eignatengsl á milli sameinaðs fyrirtækis og Icelandair rofin innan tiltekins tímafrests og girt fyrir beitingu atkvæðisréttar þangað til. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins. Keppinautar fái að nýta sæti í vélum félagsins Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig sömuleiðis til að gefa öðrum ferðaskrifstofum færi á að nýta sætaframboð í flugi á vegum félagsins með heildsölu á flugsætum. Með því er keppinautum, og þar með neytendum, gefinn kostur á að njóta mögulegrar hagkvæmni sem af samrunanum getur hlotist að mati samrunaaðila. Ferðaskrifstofustarfsemi á vegum Icelandair nýtur ekki þessara réttinda. Í lok árs 2020 undirrituðu fyrirtækin viljayfirlýsingu um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða. Kaupverð verður greitt með hlutum í Ferðaskrifstofu Íslands og stendur til að reka ferðaskrifstofurnar sem sérstakar einingar innan móðurfyrirtækisins. Sameiningunni er ætlað að ná fram hagræðingu í rekstri fyrirtækjanna í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Að sögn Samkeppniseftirlitsins hafa fyrirtækin tvö byggt á því að verulegar breytingar hafi orðið og séu að verða á þeim mörkuðum sem þau starfi á. Þetta hafi orðið til þess að pakkaferðir félaganna séu á sama markaði og sjálfsbókanir þar sem neytendur bóki flug og gistingu í sitt hvoru lagi. Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir geti því ekki lengur hvor um sig veitt Icelandair nægilegt samkeppnislegt aðhald. Því sé samruninn nauðsynlegur til að viðhalda samkeppni. Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Ferðalög Tengdar fréttir Ferðaskrifstofa Íslands vill kaupa rekstur Heimsferða Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri ferðaskrifstofunnar Heimsferða. Stefnt er að því að klára kaupsamning í næstu viku. 27. nóvember 2020 20:41 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Með sáttinni skuldbindur sameinað fyrirtæki sig til þess að grípa til aðgerða sem koma í veg fyrir samkeppnishindranir sem samruninn myndi að öðrum kosti valda. Að mati Samkeppniseftirlitsins er samruninn að óbreyttu til þess fallinn að hindra samkeppni með alvarlegum hætti og geti því ekki gengið eftir án íhlutunar. Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig til að tryggja sjálfstæði þess gagnvart Icelandair samstæðunni með því að girða fyrir viðskipti milli fyrirtækjanna nema í nánar skilgreindum tilvikum. Sömuleiðis verði eignatengsl á milli sameinaðs fyrirtækis og Icelandair rofin innan tiltekins tímafrests og girt fyrir beitingu atkvæðisréttar þangað til. Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins. Keppinautar fái að nýta sæti í vélum félagsins Sameinað fyrirtæki skuldbindur sig sömuleiðis til að gefa öðrum ferðaskrifstofum færi á að nýta sætaframboð í flugi á vegum félagsins með heildsölu á flugsætum. Með því er keppinautum, og þar með neytendum, gefinn kostur á að njóta mögulegrar hagkvæmni sem af samrunanum getur hlotist að mati samrunaaðila. Ferðaskrifstofustarfsemi á vegum Icelandair nýtur ekki þessara réttinda. Í lok árs 2020 undirrituðu fyrirtækin viljayfirlýsingu um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða. Kaupverð verður greitt með hlutum í Ferðaskrifstofu Íslands og stendur til að reka ferðaskrifstofurnar sem sérstakar einingar innan móðurfyrirtækisins. Sameiningunni er ætlað að ná fram hagræðingu í rekstri fyrirtækjanna í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Að sögn Samkeppniseftirlitsins hafa fyrirtækin tvö byggt á því að verulegar breytingar hafi orðið og séu að verða á þeim mörkuðum sem þau starfi á. Þetta hafi orðið til þess að pakkaferðir félaganna séu á sama markaði og sjálfsbókanir þar sem neytendur bóki flug og gistingu í sitt hvoru lagi. Ferðaskrifstofa Íslands og Heimsferðir geti því ekki lengur hvor um sig veitt Icelandair nægilegt samkeppnislegt aðhald. Því sé samruninn nauðsynlegur til að viðhalda samkeppni.
Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Ferðalög Tengdar fréttir Ferðaskrifstofa Íslands vill kaupa rekstur Heimsferða Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri ferðaskrifstofunnar Heimsferða. Stefnt er að því að klára kaupsamning í næstu viku. 27. nóvember 2020 20:41 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Ferðaskrifstofa Íslands vill kaupa rekstur Heimsferða Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri ferðaskrifstofunnar Heimsferða. Stefnt er að því að klára kaupsamning í næstu viku. 27. nóvember 2020 20:41