Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 26. apríl 2022 07:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. Hart var tekist á um málið enda var þing að koma saman í fyrsta sinn eftir páskafrí og tóku fjölmargir þingmenn þátt í umræðunni sem hófst um klukkan fimm, síðdegis í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, átti síðasta orðið í nótt en hún endurómaði orð annarra þingmanna um að hún saknaði þess að fjármálaráðherra væri einn til svara. Hún kallaði sérstaklega eftir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra tækju þátt í umræðunni en Lilja hefur sagst hafa mótmælt fyrirkomulaginu á sölunni á bankanum á fundi með hinum ráðherrunum tveimur. „Ég hef líka viljað draga það fram, og ég vil undirstrika það, að ríkisstjórnin og ráðherrar í ríkisstjórn geta ekki afsalað sér stjórnsýslulegri ábyrgð og sett hana yfir á Bankasýslu ríkisins. Það er ekki hægt. Bankasýsla ríkisins er sjálfstæð ríkisstofnun, þó það sé sagt að hún sé sérstök samkvæmt lögum þá lýtur hún öllum þeim skilyrðum sem falla til og heyra undir opinberar stofnanir,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á þingi í nótt. Á morgun, miðvikudag, koma síðan fulltrúar Bankasýslunnar fyrir opinn fund fjárlaganefndar þingsins til að svara fyrir söluna en sá fundur átti upphaflega að fara fram í gær. Honum var hins vegar frestað með skömmum fyrirvara, að beiðni Bankasýslunnar. Alþingi Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 „Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu 25. apríl 2022 19:32 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira
Hart var tekist á um málið enda var þing að koma saman í fyrsta sinn eftir páskafrí og tóku fjölmargir þingmenn þátt í umræðunni sem hófst um klukkan fimm, síðdegis í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, átti síðasta orðið í nótt en hún endurómaði orð annarra þingmanna um að hún saknaði þess að fjármálaráðherra væri einn til svara. Hún kallaði sérstaklega eftir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra tækju þátt í umræðunni en Lilja hefur sagst hafa mótmælt fyrirkomulaginu á sölunni á bankanum á fundi með hinum ráðherrunum tveimur. „Ég hef líka viljað draga það fram, og ég vil undirstrika það, að ríkisstjórnin og ráðherrar í ríkisstjórn geta ekki afsalað sér stjórnsýslulegri ábyrgð og sett hana yfir á Bankasýslu ríkisins. Það er ekki hægt. Bankasýsla ríkisins er sjálfstæð ríkisstofnun, þó það sé sagt að hún sé sérstök samkvæmt lögum þá lýtur hún öllum þeim skilyrðum sem falla til og heyra undir opinberar stofnanir,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á þingi í nótt. Á morgun, miðvikudag, koma síðan fulltrúar Bankasýslunnar fyrir opinn fund fjárlaganefndar þingsins til að svara fyrir söluna en sá fundur átti upphaflega að fara fram í gær. Honum var hins vegar frestað með skömmum fyrirvara, að beiðni Bankasýslunnar.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 „Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu 25. apríl 2022 19:32 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Sjá meira
„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55
„Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu 25. apríl 2022 19:32
Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37