Lóðaskiptin handsöluð og Björgunarmiðstöð fram undan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2022 16:28 Samningar handsalaðir að lokinni undirskrift. Vísir/ArnarHalldórs Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, undirrituðu síðdegis samning um lóð fyrir Björgunarmiðstöð. Í Björgunarmiðstöð verður sameiginleg aðstaða fyrir löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, einkum embætti ríkislögreglustjóra, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslu Íslands, Tollgæsluna, Neyðarlínuna, Slysavarnafélagið Landsbjörgu og yfirstjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að þörf sameiginlegs húsnæðis fyrir starfsemina sé um 26 þúsund fermetrar en lóðin sem er á milli Kleppssvæðis og Holtagarða er um 30 þúsund fermetrar. Lóðin á milli Holtagarð og Kleppsspítala þar sem Björgunarmiðstöðin mun rísa. Reykjavíkurborg og íslenska ríkið gerðu með sér samning um lóðaskipti. Reykjavíkurborg fær í staðinn lóð, áþekka að stærð, við Borgarspítala í Fossvogi. Á lóðinni í Fossvogi mun Reykjavíkurborg þróa aukna íbúðabyggð og þegar þeirri vinnu lýkur verður hægt að bjóða til sölu byggingarrétt á lóðum á svæðinu. Byggingasvæðið við Borgarspítalann þar sem Reykjavíkurborg hyggst útfæra íbúabyggð. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg á dögunum kom fram að á vegum ríkisins hefur frá júní 2020 verið unnið að undirbúningi byggingar sameiginlegrar aðstöðu fyrir löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, einkum fyrir embætti ríkislögreglustjóra, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslu Íslands, Tollgæsluna, Neyðarlínuna, Slysavarnafélagið Landsbjörgu og yfirstjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Merkta svæðið er 41 þúsund fermetrar. Lóðargjald, miðað við að nýtingarhlutfall á lóðinni sé 0,5, er 390 milljónir króna, sem Reykjavíkurborg greiðir Faxaflóahöfnum við úthlutun. Fyrir umfram byggingarmagn greiðist viðbótarlóðargjald sem nemur gatnagerðargjaldi. Miðað við fjárhæð gatnagerðargjalds nú og að húsnæðið undir almannaþjónustuna verði 26 þúsund fermetrar, myndi viðbótarlóðargjald nema um 264 milljónum króna. Samanlagt yrði fjárhæð lóðagjalds þá um 654 milljónir. Umfram fjárhæðin kemur til greiðslu við útgáfu byggingarleyfis. Fulltrúar þeirra aðila sem koma að Björgunarmiðstöðinni. Reykjavíkurborg mun annast endurskoðun á gildandi deiliskipulagi lóðar björgunarmiðstöðvarinnar og eftir atvikum aðalskipulagi borgarinnar, í samvinnu við ríkið. Við gerð deiliskipulags skal meðal annars skilgreina byggingarheimildir og umferðartengingar með hliðsjón af fyrirhugaðri starfsemi. Verði þörf á viðbótarlandi eða athafnasvæði til að tryggja forgangsakstur eða umferðarflæði mun Reykjavíkurborg taka jákvætt í slíkar umleitanir verði sýnt fram á mikilvægi þess. Reykjavík Slökkvilið Björgunarsveitir Lögreglan Tollgæslan Landhelgisgæslan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Í Björgunarmiðstöð verður sameiginleg aðstaða fyrir löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, einkum embætti ríkislögreglustjóra, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslu Íslands, Tollgæsluna, Neyðarlínuna, Slysavarnafélagið Landsbjörgu og yfirstjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að þörf sameiginlegs húsnæðis fyrir starfsemina sé um 26 þúsund fermetrar en lóðin sem er á milli Kleppssvæðis og Holtagarða er um 30 þúsund fermetrar. Lóðin á milli Holtagarð og Kleppsspítala þar sem Björgunarmiðstöðin mun rísa. Reykjavíkurborg og íslenska ríkið gerðu með sér samning um lóðaskipti. Reykjavíkurborg fær í staðinn lóð, áþekka að stærð, við Borgarspítala í Fossvogi. Á lóðinni í Fossvogi mun Reykjavíkurborg þróa aukna íbúðabyggð og þegar þeirri vinnu lýkur verður hægt að bjóða til sölu byggingarrétt á lóðum á svæðinu. Byggingasvæðið við Borgarspítalann þar sem Reykjavíkurborg hyggst útfæra íbúabyggð. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg á dögunum kom fram að á vegum ríkisins hefur frá júní 2020 verið unnið að undirbúningi byggingar sameiginlegrar aðstöðu fyrir löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, einkum fyrir embætti ríkislögreglustjóra, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslu Íslands, Tollgæsluna, Neyðarlínuna, Slysavarnafélagið Landsbjörgu og yfirstjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Merkta svæðið er 41 þúsund fermetrar. Lóðargjald, miðað við að nýtingarhlutfall á lóðinni sé 0,5, er 390 milljónir króna, sem Reykjavíkurborg greiðir Faxaflóahöfnum við úthlutun. Fyrir umfram byggingarmagn greiðist viðbótarlóðargjald sem nemur gatnagerðargjaldi. Miðað við fjárhæð gatnagerðargjalds nú og að húsnæðið undir almannaþjónustuna verði 26 þúsund fermetrar, myndi viðbótarlóðargjald nema um 264 milljónum króna. Samanlagt yrði fjárhæð lóðagjalds þá um 654 milljónir. Umfram fjárhæðin kemur til greiðslu við útgáfu byggingarleyfis. Fulltrúar þeirra aðila sem koma að Björgunarmiðstöðinni. Reykjavíkurborg mun annast endurskoðun á gildandi deiliskipulagi lóðar björgunarmiðstöðvarinnar og eftir atvikum aðalskipulagi borgarinnar, í samvinnu við ríkið. Við gerð deiliskipulags skal meðal annars skilgreina byggingarheimildir og umferðartengingar með hliðsjón af fyrirhugaðri starfsemi. Verði þörf á viðbótarlandi eða athafnasvæði til að tryggja forgangsakstur eða umferðarflæði mun Reykjavíkurborg taka jákvætt í slíkar umleitanir verði sýnt fram á mikilvægi þess.
Reykjavík Slökkvilið Björgunarsveitir Lögreglan Tollgæslan Landhelgisgæslan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira