Aukaatriðin og aðalatriðin Páll Magnússon skrifar 25. apríl 2022 13:30 Mér þótti athyglisvert að lesa hér á Vísi að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefði sagt þetta á Sprengisandi í gærmorgun: „Páll Magnússon veður fram á ritvöllinn og segist hafa heyrt í manni sem skráði sig fyrir bréfum og seldi þau daginn eftir. Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir.“ Þessi fullyrðing ráðherrans er röng. Og kemur nokkuð á óvart að maður sem sjálfur hefur víðtæka reynslu af allskonar viðskiptavafningum frá því fyrir hrun skuli halda þessu fram. Það var hægt að selja þessi bréf strax daginn eftir. Í fyrsta lagi, segja mér fróðari menn, var hægt að selja þau í gegnum framvirka samninga af ýmsu tagi; í öðru lagi var hægt að selja þau til þriðja aðila með þeim einföldu skilmálum að uppgjör og afhending færi fram eftir sex daga - að loknu uppgjöri seljandans við Bankasýsluna. Þriðja leiðin var síðan einföldust og fljótlegust, hafi kaupandinn átt fyrir jafnmörg eða fleiri bréf í Íslandsbanka: Kostaboðinu tekið – milljón bréf keypt með afslætti á genginu 117 – og jafnmörg bréf úr gamla stabbanum seld þegar þau voru komin upp í 127 í Kauphöllinni daginn eftir. Vissulega ekki ‘’sömu’’ bréfin og hann fékkst beinlínis í hendur en ‘’snúningurinn’’ sá sami og sömu 10 milljónirnar komnar í hús. Eignarhlutur viðkomandi í Íslandsbanka sá sami fyrir og eftir - og ekkert hafði gerst annað en að hann græddi þessar 10 milljónir á meðan hann svaf. En tæknileg útfærsla á þessum viðskiptum er raunar algjört aukaatriði en menn hengja sig gjarnan einmitt í þau ef þeir eiga í erfiðleikum með aðalatriðin. Þessi hluti málsins snýst fyrst og fremst um það hvernig þeir aðilar, sem fengu þetta kostaboð um afslátt að kvöldi 22. mars, voru valdir. Ekki um það hvernig margir þeirra stóðu tæknilega að sölu bréfanna aftur dagana á eftir með skjótfengnum gróða. Öllum markmiðum náð? Fjármálaráðherra segir að öllum meginmarkmiðum með bankasölunni hafi verið náð: ‘’Allt sem við sögðum að við vildum ná fram, gott verð, dreifður eigendahópur að fá almenning, fjárfesta og lífeyrissjóði. Við höfum náð þessu öllu saman.“ Var aldrei eitt af markmiðunum að selja þessi bréf í sæmilegri sátt við eigendur þeirra – almenning í landinu? Var ekki eitt af markmiðunum að standa þannig að málum að ekki yrðu unnar skemmdir á þeim trúnaði og trausti milli stjórnvalda og almennings sem löturhægt og bítandi hefur verið að byggjast upp aftur eftir bankahrunið? Náðust þessi markmið - eða voru þau aldrei fyrir hendi? Ég tek fram að ég er sammála ráðherranum um að fjárhagslega getur ríkið ágætlega við þessa bankasölu unað. Það sem tapaðist er hins vegar miklu verðmætara en nokkrir milljarðar til eða frá. Færslan Til upplýsingar fyrir þá sem ekki sáu læt ég hér fylgja facebookfærsluna frá 9. apríl sem hefur valdið svo mikilli geðshræringu. Hún stendur óhögguð. „Saga af bankasölu. Að kvöldi 22. mars var hringt í vel stæðan kunningja minn og spurt hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka. Hann gæti líklega orðið 10 milljónum ríkari þegar hann vaknaði í fyrramálið en þegar hann færi að sofa í kvöld! Sá sem hringdi var vinur kunningja míns og starfsmaður hjá einum af söluaðilum bréfanna. Þetta þótti kunningja mínum stórsniðugt og keypti um milljón hluti á 117 krónur - 5 króna afsláttur frá síðasta skráða markaðsgengi sem var 122. Við fyrsta hanagal morguninn eftir seldi svo kunningi minn bréfin á genginu 127. Loforð vinar hans frá því kvöldið áður stóðst nánast upp á krónu: Kunningi minn græddi um 10 milljónir á þessum tveimur símtölum; tæplega 1,5 milljónir á klukkutíma á meðan hann svaf. Um svipað leyti og þessi kunningi minn fékk tilboð um að kaupa á 117 krónur - var hafnað tilboði frá stórum lífeyrissjóði sem vildi kaupa fyrir meira en 10 milljarða króna á genginu 122 krónur. Þurfti sem sagt engan afslátt - hefði keypt þótt hann væri ekki í boði. Svo komu menn hver um annan þveran; fjármálaráðherrann, Bankasýsluforingjarnir og jafnvel nokkrir þingmenn og útskýrðu fyrir okkur einfeldningunum hvað þetta hefði verið gríðarlega vel heppnað útboð. Einmitt.“ Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mér þótti athyglisvert að lesa hér á Vísi að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefði sagt þetta á Sprengisandi í gærmorgun: „Páll Magnússon veður fram á ritvöllinn og segist hafa heyrt í manni sem skráði sig fyrir bréfum og seldi þau daginn eftir. Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir.“ Þessi fullyrðing ráðherrans er röng. Og kemur nokkuð á óvart að maður sem sjálfur hefur víðtæka reynslu af allskonar viðskiptavafningum frá því fyrir hrun skuli halda þessu fram. Það var hægt að selja þessi bréf strax daginn eftir. Í fyrsta lagi, segja mér fróðari menn, var hægt að selja þau í gegnum framvirka samninga af ýmsu tagi; í öðru lagi var hægt að selja þau til þriðja aðila með þeim einföldu skilmálum að uppgjör og afhending færi fram eftir sex daga - að loknu uppgjöri seljandans við Bankasýsluna. Þriðja leiðin var síðan einföldust og fljótlegust, hafi kaupandinn átt fyrir jafnmörg eða fleiri bréf í Íslandsbanka: Kostaboðinu tekið – milljón bréf keypt með afslætti á genginu 117 – og jafnmörg bréf úr gamla stabbanum seld þegar þau voru komin upp í 127 í Kauphöllinni daginn eftir. Vissulega ekki ‘’sömu’’ bréfin og hann fékkst beinlínis í hendur en ‘’snúningurinn’’ sá sami og sömu 10 milljónirnar komnar í hús. Eignarhlutur viðkomandi í Íslandsbanka sá sami fyrir og eftir - og ekkert hafði gerst annað en að hann græddi þessar 10 milljónir á meðan hann svaf. En tæknileg útfærsla á þessum viðskiptum er raunar algjört aukaatriði en menn hengja sig gjarnan einmitt í þau ef þeir eiga í erfiðleikum með aðalatriðin. Þessi hluti málsins snýst fyrst og fremst um það hvernig þeir aðilar, sem fengu þetta kostaboð um afslátt að kvöldi 22. mars, voru valdir. Ekki um það hvernig margir þeirra stóðu tæknilega að sölu bréfanna aftur dagana á eftir með skjótfengnum gróða. Öllum markmiðum náð? Fjármálaráðherra segir að öllum meginmarkmiðum með bankasölunni hafi verið náð: ‘’Allt sem við sögðum að við vildum ná fram, gott verð, dreifður eigendahópur að fá almenning, fjárfesta og lífeyrissjóði. Við höfum náð þessu öllu saman.“ Var aldrei eitt af markmiðunum að selja þessi bréf í sæmilegri sátt við eigendur þeirra – almenning í landinu? Var ekki eitt af markmiðunum að standa þannig að málum að ekki yrðu unnar skemmdir á þeim trúnaði og trausti milli stjórnvalda og almennings sem löturhægt og bítandi hefur verið að byggjast upp aftur eftir bankahrunið? Náðust þessi markmið - eða voru þau aldrei fyrir hendi? Ég tek fram að ég er sammála ráðherranum um að fjárhagslega getur ríkið ágætlega við þessa bankasölu unað. Það sem tapaðist er hins vegar miklu verðmætara en nokkrir milljarðar til eða frá. Færslan Til upplýsingar fyrir þá sem ekki sáu læt ég hér fylgja facebookfærsluna frá 9. apríl sem hefur valdið svo mikilli geðshræringu. Hún stendur óhögguð. „Saga af bankasölu. Að kvöldi 22. mars var hringt í vel stæðan kunningja minn og spurt hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka. Hann gæti líklega orðið 10 milljónum ríkari þegar hann vaknaði í fyrramálið en þegar hann færi að sofa í kvöld! Sá sem hringdi var vinur kunningja míns og starfsmaður hjá einum af söluaðilum bréfanna. Þetta þótti kunningja mínum stórsniðugt og keypti um milljón hluti á 117 krónur - 5 króna afsláttur frá síðasta skráða markaðsgengi sem var 122. Við fyrsta hanagal morguninn eftir seldi svo kunningi minn bréfin á genginu 127. Loforð vinar hans frá því kvöldið áður stóðst nánast upp á krónu: Kunningi minn græddi um 10 milljónir á þessum tveimur símtölum; tæplega 1,5 milljónir á klukkutíma á meðan hann svaf. Um svipað leyti og þessi kunningi minn fékk tilboð um að kaupa á 117 krónur - var hafnað tilboði frá stórum lífeyrissjóði sem vildi kaupa fyrir meira en 10 milljarða króna á genginu 122 krónur. Þurfti sem sagt engan afslátt - hefði keypt þótt hann væri ekki í boði. Svo komu menn hver um annan þveran; fjármálaráðherrann, Bankasýsluforingjarnir og jafnvel nokkrir þingmenn og útskýrðu fyrir okkur einfeldningunum hvað þetta hefði verið gríðarlega vel heppnað útboð. Einmitt.“ Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun